Ísbirnir leita suður á bóginn

Af tilefni frétta og vegna fjölda áskorana þá endurbirtum við hér færslu frá því í desember af loftslag.is sem heitir Slæmar fréttir fyrir ísbirni:

Nýjar rannsóknir benda til þess að hlýnun Jarðar boði slæmar fréttir fyrir ísbirni og búist við að þeim eigi eftir að fækka töluvert við hlýnunina.
Þegar ísbirnir missa búsvæði sín við hnattræna hlýnun, þá er búist við að þeir þurfi að færa sig suður á bóginn í leit að annarri fæðu, en talið er að þá muni þeir mæta mótspyrnu frá skógarbjörnum (þá sérstaklega frá svokölluðum grisslíbjörnum – Ursus arctos horribilis)
 

Tölvumynd af hauskúpu ísbjarnar, samkvæmt greiningu Slater o.fl.

.

Til að kanna hvernig sú samkeppni gæti orðið, þá gerðu vísindamennirnir þrívíddarlíkan af hauskúpu ísbjarnar og skógarbjarnar. Líkt var eftir biti þeirra, þ.e. hversu sterk hauskúpan er og bitkraftur þeirra. Það kom í ljós að báðar tegundirnar bíta mjög fast – en aftur á móti er hauskúpa ísbjarna mun veikari. Því er talið að ísbirnir muni tapa í samkeppninni við skógarbirni við hlýnandi veðurfar – þ.e. þegar þessar tegundir þurfa að berjast um fæðu við sömu umhverfisaðstæður, en samkvæmt rannsókninni þá er talið líklegt að ísbirnir  séu ekki nógu sveigjanlegir og of aðlagaðir núverandi aðstæðum.

Ef skoðuð er tímalína þróunar, þá er talið að ísbirnir hafi þróast frá skógarbjörnum frekar nýlega og þessar tegundir eru nokkuð skildar. Talið er að þær hafi aðskilist fyrir 500-800 þúsund árum síðan. Þrátt fyrir það þá er líffræði þeirra – sérstaklega hauskúpa og tennur ólíkar, væntanlega út af umhverfisaðstæðum og mismun í fæðuvali.

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa hér, Slater o.fl. 2010 – Biomechanical Consequences of Rapid Evolution in the Polar Bear Lineage

Umfjöllun á heimasíðu UCLA: Biologists report more bad news for polar bears

Tengt efni á loftslag.is


mbl.is Hressilegur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi grein meikar engan sens.

Vildi bara láta ykkur vita.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 05:29

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Takk fyrir það Jón Steinar.

Er það greinin sjálf eða greinin okkar og hvað er það þá sem truflar?

Höskuldur Búi Jónsson, 3.5.2011 kl. 07:56

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Höskuldur:

Ég myndi nú ekki reikna með að Jón Steinar svari...frekar en venjulega þegar hann er spurður nánar út í þessi skot sín... En hann mætti þó gjarnan gera það og þætti mér fróðlegt að heyra frekari útlistingar á þessari persónulegu skoðun hans...

En ég myndi þó giska á að þessi orð fari m.a. fyrir brjóstið á honum Jóni Steinari:

Nýjar rannsóknir benda til þess að hlýnun Jarðar boði slæmar fréttir fyrir ísbirni og búist við að þeim eigi eftir að fækka töluvert við hlýnunina.

Þetta virðist oft fara fyrir brjóstið á einhverjum að minnst sé á hlýnunina og þá staðreynd að mælingar sýna fram á að hitastig fari hækkandi og muni líklegast halda áfram að stíga og að það geti hugsanlega haft afleiðingar...jafnvel fyrir ísbirnina...

En það má náttúrulega ekki nefna hugsanlegar afleiðingar hlýnunarinnar án þess að einhver telji það ekki "meika sens" - En Höskuldur við skulum nú ekki hafa miklar áhyggjur af þeim sem vilja stinga höfðinu í sandinn varðandi loftslagsvísindinn eða tengdar rannsóknir - sérstaklega þegar þeir virðast ekki hafa áhuga á öðru en ódýrum athugasemdum og skotum - sem ekki virðist fyglja mikil gagnrýnin hugsun.

Hitt er svo annað mál að í þessar umræddu rannsókn koma fram ákveðnar niðurstöður og það þarf í sjáflu sér ekki að taka þær niðurstöður sem einhvern algildan sannleika (ekki geri ég það) - enda bara um ákveðna rannsókn að ræða, sem okkur þótti fróðlegt að segja frá. En hitt er þó talið mjög líklegt að hlýnunin muni hafa áhrif á vistkerfi, ekki síst á Norðurskautinu og það hlýtur að mega velta þeim hlutum upp...hvort sem einhverjum einstaklingum finnst það "meika sens" eða ekki...

Takk fyrir að láta okkur vita um þína persónulegu skoðun Jón Steinar, við erum tilbúnir að svara nánar ef við vitum hvað það er sem þú ekki skilur í þessum efnum... Við viljum gjarnan að þú komir skoðun þinni frekar og skilmerkilegar að í þetta skiptið - vonandi ætlarðu ekki bara að vera með svona stutt skot sem ekkert skilja eftir sig..?

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.5.2011 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband