24.6.2011 | 19:03
Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?
Röksemdir efasemdamanna
Það koma alltaf öfgar í veðri eins og sjá má ef skoðaðar eru fréttir og annálar síðustu alda þurrkar, úrhelli og stormar hafa alltaf haft áhrif á okkur mennina. Öfgar í veðri eru því náttúrulegir og hnattræn hlýnun hefur ekki áhrif á það.
Það sem vísindin segja
Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri.
Oftast þegar fólk heyrir af öfgafullu veðri, til dæmis flóðum eða þurrkum, þá spyrja menn sig hvort sá atburður hafi orðið vegna hnattrænnar hlýnunar? Því miður þá er ekki til neitt einhlítt svar við þeirri spurningu. Veður er mjög breytilegt og öfgar verða reglulega víða um heim. Til að svara spurningunni þarf að reikna út leitni og það tekur tíma sérstaklega þegar gögn eru fátækleg og jafnvel ófáanleg fyrir viss svæði.
Búist er við að öfgar í veðri aukist við hnattræna hlýnun jarðar, vegna þess að hækkandi hitastig hefur áhrif á veðrakerfin á margskonar hátt. Vart hefur verið við breytingar í tíðni öfgaveðurs samfara hnattrænni hlýnun og vísbendingar eru um að sumar þessara breytinga séu vegna áhrifa manna á loftslag.
Lesa færsluna í heild á loftslag.is
...
Ítarefni
Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science.
Tengt efni á loftslag.is
Flóð í miðvesturríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það sem vísindin segja: "Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri."
Þá spyr efasemdamaðurinn: "Er hnattræn hlýnun af mannavöldum?"
Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 22:44
Kristján Jónsson
Alvöru efasemdamenn skoða gögnin með gagnrýni í huga og álykta út frá gögnunum án þess að vera með fyrirfram ákveðnar skoðanir. En gögnin varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum eru nokkuð áreiðanleg og koma úr mörgum áttum, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna og Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina. Það er nokkuð ljóst að aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif á hitastig og það er nokkuð ljóst að aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda er af mannavöldum, sjá t.d. fyrri tengilinn hér að ofan.
Aðalatriði þess að vera alvöru efasemdamaður er að vera gagnrýnin á gögn og heimildir varðandi það sem maður er að skoða og ekki flana að órökstuddum hugmyndum eða skoðunum sem ekki standast skoðun.
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.6.2011 kl. 01:08
Hér eru tvær góðar færslur:
10 vísar hnattrænnar hlýnunar
10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun
Höskuldur Búi Jónsson, 25.6.2011 kl. 10:40
Á tímum Azteka, og Maya indiána. Tíðkaðist það að fórna ungmeyjum til að blíðka guðina. Guðirnir höfðu reiðst mönnunum, því þeir voru svo óhóflegir, að þeir létu sólina skína á þá og brenna svo að það var of heitt og lítið um uppskeru. Jú, menn voru óttaslegnir við Guðina, því guðirnir áttu það til að refsa mönnum með æðislegum mætti sínum ... eldingum, brennheitri sól sem skein án rigningar ...
Lætur kunnuglega í eyrum? eru menn enn á þessu tilverustigi á Íslandi?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 11:04
Bjarne: Við erum að reyna að halda þessari umræðu innan marka vísinda, mælinga og gagna. Þú mátt taka þátt í þeirri umræðu - en reyndu þá að halda þig við gögn, mælingar og vísindi dagsins í dag.
Höskuldur Búi Jónsson, 25.6.2011 kl. 11:28
Gögn, mælingar og vísindi í dag eru að hundsa þúsundir ára af reynslu og skrifum manna. Við erum að tala um að hér hafa á jörðinni orðið mun stærri breitingar en hingað til hafa verið. Við erum að tala um, að Svíþjóð var bara fyrir 6 þúsund árum síðan hulin laufskógi, frá norðri til suðurs. Að mæla einn dag, í aldri jarðarinnar, og dæma út frá því að við mennirnir séum að um hnattræna hlýnun sé að ræða ... eru ekki vísindi.
Vísindi, er að efast ... og mynda tillgátur með því að skoða náttúruna. Að hundsa sögu landsins, og minda skoðanir út frá stökum tölum yfir örlítið tímabil jarðarinnar. Eru ekki vísindi, heldur það sem maður kallar "popular science" eða "átrúnaður" með öðrum orðum. Rannsóknir á grænlandsjökli staðfesta það sem sagt er í Íslendingasögum um hlýindaskeið á þessu tímabili. Hlýindaskeið sem yfirgnæfir núvarandi hlýindaskeið á landinu. Saga Svíþjóðar segir frá tveimur slíkum hlýindaskeiðum undanfarin 6000 ár, þar sem landið var hulið laufskóg, frá norðri til suðurs.
Ykkur er velkomið að tala um hlýindaskeið, en reynið að gera það með hlutlausum hug, og ekki hugarfar manna sem þegar eru búnir að ákveða að þetta er allt saman okkur að kenna. Við erum, í raun og veru, beljur sem erum að reka við ... í orðsins fyllstu merkingu. Áhrif okkar, miðað við áhrif sólar og iðrur jarðar (kjarnaofninn sem þar er) er svo hverfandi lítill.
Reynið að koma með stærra samhengi, og stærri tölur í þessum samböndum í stað þess að vera með predikanir. Ef þið eruð að reyna að koma með "vísindaleg" ummæli og tilgátur.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 12:03
Bjarne:
Ef þú skilur ekki vísindi og hvernig vísindamenn vinna úr gögnum og mæliniðurstöðum þá þarftu að lesa þig til.
Höskuldur Búi Jónsson, 25.6.2011 kl. 12:11
Þetta er ágætis lesning um sólvirkni og hnattræna kólnun sem virðist vera í gangi þessa daganna.
http://www.dailygalaxy.com/my_weblog/2009/01/the-little-ice.html
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 22:48
Sæll Hermundur - þetta er áhugaverð lesning, en það vantar upp á að rökstyðja hvernig þeir ætla að breyta geislunarálaginu það mikið að úr verði ísöld (nú þegar er geislunarálagið vegna losunar gróðurhúsalofttegunda orðið það mikið að þrátt fyrir mikla niðursveiflu í sólvirkni þá dregur lítið sem ekkert úr hlýnuninni). Sjá t.d. þessar færslur:
og svo að lokum nýlegt myndband sem við vorum að vísa í:
“Við erum á leið inn í litla ísöld!!” – Jahérna, getur það nú verið…lítum á vísindin…
Höskuldur Búi Jónsson, 27.6.2011 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.