9.9.2011 | 13:22
Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls
Meðalútbreiðsla hafíss í ágúst 2011 var sú næst minnsta síðan gervihnattamælingar hófust árið 1979. Bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðin virðast vera opnar fyrir siglingar. Í ágústmánuði var hafísútbreiðslan nokkuð nærri því þegar hafísútbreiðslan var minnst fyirr mánuðinn árið 2007. Það undirstrikar enn fremur þá áframhaldandi bráðnun hafíss sem á sér stað á Norðurskautinu.
Hafísútbreiðslan mun mjög líklega ná lágmarki ársins á næstu 2 vikum og munum við fylgjast með því hér á loftslag.is.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem einnig má sjá myndir og gröf, m.a. af rúmmáli hafíss sem er nú þegar komið undir lágmark síðasta árs; Hafíslágmark ársins nálgast Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls
Tengt efni á loftslag.is:
- Bráðnun og ástand hafíss í júní krítískur tími framundan
- Hafíshámarkinu náð Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga
- Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar
- NOAA ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Tag Hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
Ef hafísinn er í raun og veru að minnka og líkjast því sem var t.d. á dögum Rómverja og fyrr, þegar norðaustur- og norðvesturleiðirnar hafa trúlea verið færar hluta ársins ber að fagna því. Ísbirnir og önnur ísaldardýr voru þá dálítið norðar en nú en hafa þó lifað góðu lífi og meðal sjávarstaða hefur lítið breyst. Yfirleitt er allt jákvætt við dálitla endurhlýnun. Það merkilega í þessu öllu er að menn sem titla sig „vísindamenn“ virðast lang flestir alls ekki vita, að hér er aðeins um að ræða dálitla endurhlýnun, ekki einhverja einstæða og voðalega „hlýnun“. Þetta er þeim mun merkilegra í ljósi þess að hægfara, stöðug kólnun jarðarinnar var fyrst rækilega fullsönnuð fyrir meira en hundrað árum af þeim Blytt og Sernander og síðan hefur mikið bæst við þá þekkingu. Hvers vegna tala þeir alltaf um „hlýnun“ aldrei, eins og rétt er um „endurhlýnun“?
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.9.2011 kl. 16:31
Vilhjálmur, skoðaðu gröfin...hafísinn er að minnka á Norðurhvelinu, ekki nokkur vafi á því. Það er ekki talið vera af náttúrulegum orsökum, þó þú teljir þig geta fullyrt um eitthvað annað, enda sýna rannsóknir fram á að aukning gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif á hitastig
En Vilhjálmur, ertu annars með einhverjar heimildir fyrir þessu endurhlýnunar tali þínu? Ég man svei mér þá ekki eftir neinni einustu heimild frá þér og þó hafa margar fullyrðingarnar einmitt komið frá þér og þó nokkrar beiðnir af minni hálfu um frekari heimildir..! Hvernig væri nú að reyna að bakka fullyrðingar þínar upp með einhverju öðru en innantómum fullyrðingum Vilhjálmur..?
PS. Vísindi eru aldrei "rækilega fullsönnuð", en það er þó hægt að draga góðar ályktanir af rannsóknum, sérstaklega með mörgum óháðum rannsóknum sem sýna fram á mjög svipaðar niðurstöður...
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.9.2011 kl. 18:21
Það er alveg út í hött að munnhöggvast við menn sem afneita Blytt-Sernander. Annars kemur stöðug kólnun jarðar, þrátt fyrir sveiflur, vel fram á mörgum gröfum sem þið hafið sjálfir birt.
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.9.2011 kl. 18:31
Ég hef ekki afneitað einu eða neinu hvað þá Blytt-Sernander og þeirra rannsóknum sem ekki styðja þinn málstað sérstaklega Vilhjálmur (sem virðist helst vera að afneita loftslagsvísindum). En það væri fínt að fá heimildir fyrir fullyrðingum þínum - einföld bón, sem þú virðist eiga afskaplega erfitt með að verða við Vilhjálmur...
PS. Ég er ekki að munnhöggvast við þig Vilhjálmur, heldur svara ég af yfirvegun og spyr þig einfaldlega út í hvað þú ert að fara og út í heimildir?
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.9.2011 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.