Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir

ForsíðaVið á loftslag.is erum stoltir að kynna nýjustu afurðina í samstarfi loftslag.is og Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

Við ritstjórar á loftslag.is byrjuðum á þýðingunni einhvern tíma í febrúar á þessu ári og því hefur það tekið langan tíma að þýða leiðarvísirinn. Með dyggri aðstoð góðra manna þá tókst það að lokum og við viljum sérstaklega þakka þeim Halldóri Björnssyni og Emil H Valgeirssyni sem lásu yfir textann og bættu málfar og orðaval.

Á næstu vikum má búast við að eitthvað af efni þessa leiðarvísis birtist hér á loftslag.is, en einnig má hlaða niður pdf skjali af leiðarvísinum hér í heild, með því að smella á myndina hér til hægri.

[Sjá meira á loftslag.is - Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir]

Ítarefni

Sjá ýmsar útgáfur á leiðarvísinum á Skeptical Science: Scientific Guide to Global Warming Skepticism

Bloggfærsla um íslensku útgáfuna má finna hér: Icelandic translation of The Scientific Guide to Global Warming Skepticism


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband