27.9.2011 | 11:23
Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir
Við á loftslag.is erum stoltir að kynna nýjustu afurðina í samstarfi loftslag.is og Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.
[...]
Þess má geta að við munum á næstu vikum setja inn efni úr leiðarvísinum í færslur á loftslag.is. Fyrstu færslurnar hafa nú þegar birst, sjá hér undir.
Nánar má lesa um leiðarvísinn á loftslag.is - Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir
Fleiri færslur gerðar úr leiðarvísinum:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Sælir
Ég er nú ekki mikill veðurfars gúru, en samt langaði mig að spyrja ykkur. Er einhver möguleiki að það sé einhvert lið svipað og í James Bond virkilega að breyta veðurfarinu svo þeir geti grætt meira á samvisku fjöldands? Það virðist allavega vera miðað við mikið efni á netinu sem bendir og útskýrir þann möguleika.. Sem Þið sjálfsagt hafið líka heyrt milljón times.. En afhverju er ekki einhver að fara frá þessari eyju íslandi til að tékka hvort sögusagnir eða ekki.. Ég er enginn sérfræðingur, en allt sem ég sé á netinu meikar meira sens en það sem talið fyrir manni.. Afhverju farið þið ekki á röltið og tékkið ef eitthvað er til í þessu.. Ef þetta er bara bull, þá allavega feguð þið flott frí..
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=3MUNVuMkHh8
Sveinn Þór Hrafnsson, 20.10.2011 kl. 00:37
Og þessi litli bútur af mynd er frá Hystory Channel.. Svo það hlýtur að vera einhver sannleikur í þessu myndbandi mundi maður halda..
Sveinn Þór Hrafnsson, 20.10.2011 kl. 00:55
Sveinn Þór:
Þetta er langsótt samsæriskenning. Hluti af þeirri samsæriskenningu er að þessi rannsóknastöð geti valdið breytingu á segulsviði jarðar, að auknir jarðskjálftar verði af hennar völdum og að staðbundinn fugladauði sé af þessum völdum. Einnig á þessi rannsóknarstöð víst að geta sent bylgjulengdir sem hafa áhrif á hugsun fólks (heilaþvott) og svo er það samsæriskenning um að hún hafi verið notuð til að hafa áhrif á veður - jafnvel til að senda ákveðið veður á svæði þar sem hryðjuverkamenn búa (sjá Wikipedia)
Þeir sem halda því fram að hin hnattræna hlýnun sé af völdum HAARP eru þeir hinir sömu og segja að hnattræn hlýnun sé ekki raunveruleg, þeir hinir sömu og segja að menn geti ekki haft áhrif á veðurfar þ.e.með auknum gróðurhúsaáhrifum og þeir hinir sömu og þykjast vera efasemdamenn og trúa ekki öllu sem þeim er sagt - en gleyma því snögglega að vera efasemdamenn þegar mest liggur við eins og þegar einhver kemur með svona bull samsæriskenningu.
Alvöru efasemdamenn myndu spyrja sig: Hvernig ættu svona bylgjur að geta haft áhrif á veðurfar - hvaða aukna geislunarálag eru menn að tala um? Rannsóknastöðin hefur verið starfrækt síðan árið 1993 og tækið sem samsæriskenningasmiðir kenna mest um - hið svokallaða Ionospheric Research Instrument -IRI, var komið í gagnið árið 2007. Hvernig kemur það heim og saman við þá hlýnun sem varð á undan 2007? Jafnvel þótt einhver starfsemi hefði verið frá árinu 1993, þá var mikil hlýnun á árunum þar á undan. Þeir sem láta gabbast af þessum samsæriskenningum eru því varla efasemdamenn - heldur frekar auðtrúa.
Það eru síðan ekki endilega gæðamerki þó heimildaþáttastöð (eins og History channel) sýni heimildaþátt sem ekki stenst vísindalega skoðun - shit happens.
Höskuldur Búi Jónsson, 20.10.2011 kl. 22:20
Já ég er alveg sammála þér, þetta er voðalegt James Bond dæmi. En hefurðu reynt að tala við einhvern af þessum sem halda þessu svo mikið fram?, Ég meina eru þetta ekki hámentaðir menn? Væri ekki hægt að rekja þetta aftur í kokið á þeim með rökstuðning beint í andlitið á þeim. Hystory Channel mundi öruglega vilja taka þátt í því. Helurðu það ekki? Og þú gætir bara fengið kannski flottara frí útúr öllu saman. Hvað finnst þér?..
Ég held að þú ættir að sétja þig í samband við hystory Channel, og fá að láta heiminn heyra hvað er rétt í þessum málum..
Bestu kveður
Sveinn Þór Hrafnsson, 21.10.2011 kl. 00:16
Eins og þú sjálfsagt veist, þá datt ég inn í samsæris dæmið 2008 rétt eftir bankahrun. En samsæris dæmið er mannskemmamdi, og og ekki skemmilegt að hafa á sálinni. Ég svo bakkaði út með hálfum fæti 2010. En það sem vantar er að taka þetta lið sem fólki, ekki sem einhveju geðsjúklingum. Ég meina að rökræða samsæris málinn. Það eina sem maður sér í main stream er að gera grín af þessu fólki.. Er það afneitun? Afhverju ekki mæta og rökræða? Afhverju er main stream að hlæja?
En þetta eru skilaboðin frá New York, því þetta samsæris dót er að skella á okkur um allan heim.. Svo fólk verður að fara taka þessu fólki inn eins flest öðru..+
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=N8o3peQq79QSveinn Þór Hrafnsson, 21.10.2011 kl. 00:41
Svona dót er mjög sannfærandi fyrir flesta..
http://www.boilingfrogspost.com/2011/10/14/the-eyeopener-morbid-addiction-cia-the-drug-trade/Sveinn Þór Hrafnsson, 21.10.2011 kl. 01:31
Svo er þetta með Haarp tæknina, tímasetningar sem þú kemur með passa ekkert smá við þessa frétt. Og þá sem vilja meina að 2006 náði hámarki í hlýnun.
Er það tilviljun?
Þar að seigja að hitun jarðar er ekki bundið jörðina eina, heldur allt sólkerfið, en fari kólnandi eftir 2006.. 2007 tekur Haarp við? Auðvitað er þetta allt mjög mikið James Bond.. En treystir þú landi sem náði að hafa stealh flugvélarnar under wrap í tíu ár?
http://news.nationalgeographic.com/news/2007/02/070228-mars-warming.html
Sveinn Þór Hrafnsson, 21.10.2011 kl. 23:15
Svo er það þegar ég sagði við son minn fyrir sex árum þegar hann var nítján ára.
Hiti heimsins er að hækka út af okkur. Við erum að brenna eldsneyti og þar með búa til CO2 koltvísýring sem er að drepa plánettuna. Hann horfði á mig og sagði, pabbi þetta er allt scam. Þú þarft bara að líta á sjóinn sem er 70% af plánettuni. Þar færðu svo miklu meira CO2 og metangas sem er á að vera 23 sinnum meira hættulegra en CO2. Hlýnun er ekki okkur teinkt. Og hlutfalslega það sem kemur frá fólkinu er mjög lítið samanborið við sjóínn.. En mengunn er samt sem við þurfum að laga.. CO2 ekki vandamálið..
Þetta comment fyrir sex árum fékk mig til að hugsa aðeins, svo í dag er ég ekki eins sanfærður og ég var fyrir sex árum.
kveðja
Sveinn Þór Hrafnsson, 22.10.2011 kl. 00:06
HAARP er samsæriskenning og ekkert á bak við hana.
Varðandi það sem sonur þinn fullyrðir, þá eru ýmsar fullyrðingar út í loftið sem hægt er að koma með - en erfiðara er að styðja þær fullyrðingar með gögnum og mælingum. Við á loftslag.is vísum óhikað í frumgögn, mælingar og greinar þar sem þessi mál eru krufin til mergjar. Sjá t.d. Styrkur CO2 eykst af mannavöldum
Höskuldur Búi Jónsson, 22.10.2011 kl. 12:01
Sæll Hössi (ef ég má kalla þig það?)
Já ég er mjög sammála þér í þessu öllu, bæði að sonurinn hafi ekki séð hlutina rétt, og um James Bond tækið Haarp.
En nú sá ég frétt á visir.is um norðurljós í Alabama? Ég þykist vita nú aðeins eithvað. En hverning komst norðurljós til Alabama?.. Og ef það var svo mikið sólar activity afhverju sáum við þetta ekki hér á Íslandi sem erum mun nærri Norður pólnum?
Ég er ekki að reyna að lesa fréttirnar, með sinnistar leyðum, en norður ljós í Arisóna?.. Sorry það á ekki að vera þanning!..
http://visir.is/section/FRONTPAGEKveðja
Svenni
Sveinn Þór Hrafnsson, 26.10.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.