Að efast um BEST

Nú nýverið sendi rannsóknateymi – the Berkeley Earth Surface Temperature (BEST) – frá sér bráðabirgðaniðurstöðu rannsókna á hnattrænum hita jarðar. BEST verkefnið byrjaði á síðasta ári og þar var ætlunin að kanna hvort gögn um yfirborðshita sýni raunverulega hlýnun eða hvort eitthvað sé til í því sem “efasemdamenn” hafa haldið fram, að í þessum gögnum komi fram kerfisbundin bjögun, í mælingum og leiðréttingum sem myndi falska hlýnun. Verkefnið gekk út á að greina mun stærra gagnasafn yfir hitastig en aðrir höfðu gert og athuga t.d. hvort skekkja væri vegna þéttbýlismyndunar við þær veðurstöðvar sem notaðar eru.

Hitaröð BEST teymisins (Berkeley) ber nokkuð saman við fyrri hitaraðir sem gerðar hafa verið. Það er helst að HadCRU tímaröðin greini á við hinar.

Vonir og væntingar

Í forsvari fyrir teyminu er Richard Muller en hann hefur stundum verið hávær í loftslagsumræðunni. Segja má að þar hafi verið komið eins konar óskabarn “efasemdamanna” þar sem hann skaut sérstaklega föstum skotum í átt til vísindamanna sem hafa unnið að því að setja saman hitaraðir með hnattrænan hita. Eftir að í ljós kom að olíumilljarðamæringarnir Charles og David Koch styrktu teymið að hluta og að þekktir “efasemdamenn” (t.d. Judith Curry) voru að vinna í nánu samstarfi við Muller og félaga, þá má segja að vonir sumra “efasemdamanna” hafi vaknað, um að hér kæmi “hagstæð” niðurstaða fyrir þá.  Sem dæmi sagði forsvarsmaður “efasemda” heimasíðunnar Watts Up With That eftirfarandi í mars 2011:

And, I’m prepared to accept whatever result they produce, even if it proves my premise wrong. I’m taking this bold step because the method has promise. So let’s not pay attention to the little yippers who want to tear it down before they even see the results.

Hann var semsagt tilbúinn að bíta á jaxlinn og sætta sig við þá niðurstöðu sem kæmi út úr BEST verkefninu. Annað hljóð kom í strokkinn þegar ljóst var hver bráðabirgðaniðurstaðan varð, sjá orð Watts frá því í október 2011.

This is sad, because I had very high hopes for this project as the methodology is looked very promising to get a better handle on station discontinuity issues with their “scalpel” method. Now it looks just like another rush to judgement, peer review be damned.

Vonir “efasemdamannsins” voru brostnar.

Margt hefur verið skrifað um þessar niðurstöður í erlendum veftímaritum, bloggum og víða – og hefur það að hluta til bergmálast yfir í umræðuna hér á landi. Nýlegar ásakanir Judith Curry um að teymi Mullers, sem hún var hluti af  hafi stundað hálfgerðar falsanir – hefur verið fjallað um á heimasíðu Ágústar Bjarnasonar (Einn höfunda BEST skýrsunnar í loftslagsmálum ásakar aðalhöfundinn um að villa um fyrir fólki…). Þar segir Ágúst meðal annars í athugasemdum:

Öllu sæmilega sómakæru fólki hlýtur að blöskra hvernig Richard A. Muller kynnti niðurstöðurnar fyrir skömmu og hvernig fjölmiðlar gleyptu það gagnrýnislaust. Hvað gekk prófessor Muller eiginlega til? Þetta er auðvitað verst hans sjáfs vegna.

Einum meðhöfunda hans, Dr Judith Curry, var greinilega einnig misboðið, enda er hún mjög sómakær vísindamaður.

Curry sagði meðal annars að teymið – sem hún var partur af – hefði reynt að fela niðursveiflu í hitastigi (e. hide the decline).

This is “hide the decline” stuff. Our data show the pause, just as the other sets of data do. Muller is hiding the decline.

Áður hafði Richard Muller sagt í viðtali við BBC að ekki væri hægt að sjá í gögnunum að hin hnattræna hlýnun hefði hægt á sér – eins og “efasemdarmenn” vilja stundum meina:

We see no evidence of it [global warming] having slowed down

Spurningin er því – hvort hefur rétt fyrir sér, Muller eða Curry?

[...]

Nánar má lesa um þetta mál á loftslag.is, Að efast um BEST 

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband