Hlýnun jarðar af mannavöldum.

[Endurbirt, en ég ákvað að færa alla umræðu um hlýnun jarðar af mannavöldum af blogginu hoskibui.blog.is og hingað yfir, fleiri greinar verða færðar hingað yfir] 

Fyrir þá sem vita ekki út á hvað hlýnun jarðar gengur, þá sýnist mér þetta vera svona (skematískt séð, eflaust einhverjar misfærslur en hvað um það):

Í stuttu máli snýst málið um það að það er hitagjafi (sólin) sem hitar jörðina (gróðurhúsið). Jörðin endurkastar hluta hitans aftur út í geiminn. Umhverfis jörðina er lofthjúpur og í honum er visst magn af gróðurhúsalofttegundum (koldíóxíð, methan og fleiri lofttegundir) sem hafa svipuð áhrif og gler í gróðurhúsi, þ.e. í einföldustu mynd, gróðurhúsalofttegundirnar sem sagt endurkasta hitann sem jörðin kastar frá sér aftur til jarðarinnar, einhver hiti sleppur þó í gegn (eins og um glugga gróðurhússins). Svona er þetta í einföldustu mynd.

greenhouse-effect

Mælingar á koldíoxíði í lofthjúpnum sýna að koldíoxíð (eitt af gróðurhúsalofttegundunum) eykst hratt í andrúmsloftinu (samfara athöfnum manna), athugið að þrátt fyrir að magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu sé ekki mikið, þá hefur það hlutfallslega hækkað töluvert undanfarna áratugi:

Mauna_Loa_Carbon_Dioxide

Til að halda líkingunni áfram við gróðurhúsið, þá er töluvert mikið af opnum gluggum í þessu gróðurhúsi sem hleypa hitanum út, en við útblástur kolefnis af mannavöldum þá smám saman lokast þeir, því hitnar á jörðinni (í gróðurhúsinu).  

Instrumental_Temperature_Record

Til að gera líkinguna við gróðurhús flóknari, þá er meira sem spilar inn í, t.d. sveiflur í hitagjafanum (sólinni) og inn í þetta einfalda munstur koma svo tímabundin fyrirbæri eins og eldgos og veðurfyrirbæri eins og El Nino og annað slíkt sem opna og loka gluggunum tímabundið.  Þessar sveiflur má sjá sem frávik í hitaferlinum hér fyrir ofan, en ef þær eru teknar frá þá er hitinn samt að hækka á jörðinni, hnattrænt séð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband