10.3.2009 | 22:50
Vöktun plantna á tindum Tröllaskaga.
Starri Heiðmarsson, fyrrum vinnufélagi minn af Náttúrufræðistofnun er grasafræðingur, nánar tiltekið fléttufræðingur. Nú fyrir stuttu hélt hann erindi sem hét Vöktun tegundafjölbreytni við loftslagsbreytingar. Ég missti reyndar af þessu erindi, en ég veit fyrir víst að það hefur verið áhugavert.
Þar fjallaði hann um GLORIA-verkefnið (The Global Observation Research Initiative in Alpine Environments). Hann sagði meðal annars í erindinu (texti af heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands):
Loftslag á jörðinni fer hlýnandi, líklegast af manna völdum (IPCC). Hver áhrif hlýnunarinnar verður á gróðurfar heimsins er erfitt að spá en sá gróður sem er viðkvæmastur fyrir hlýnuninni og mun líklega fyrst bregðast við er háfjallagróður. GLORIA-verkefnið er alþjóðlegt og byggir á að lagðir eru út fastir reitir á fjallatindum í mismunandi hæð. Gróðurþekja og tegundasamsetning er skráð í reitunum og þær mælingar svo endurteknar á 810 ára fresti. Vöktunarnet GLORIA mun geta sýnt fram á breytileg áhrif hlýnunar við mismunandi loftslagsskilyrði í mismunandi heimshlutum auk þess sem góður mælikvarði fæst á gróðurbreytingar á Íslandi vegna hlýnandi loftslags.
Tröllaskagi er meðal þeirra staða sem verða vaktaðir (mynd af heimasíðu GLORIU-verkefnisins)
Ef ég skil þetta rétt, þá voru 64 reitir mældir út síðastliðið sumar í Öxnadal. Það verður fróðlegt að sjá hvað kom út úr þessum mælingum (ég verð bara að bíða eftir grein í náttúrufræðingnum þar sem ég missti af erindinu). Einnig verður áhugavert að sjá hvort einhverjar breytingar verða næst þegar reitirnir verða mældir, eftir hvað 7-9 ár?
Meginflokkur: Rannsóknir | Aukaflokkur: Afleiðingar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.