Útblástur eldfjalla

Í umrćđuna um loftslagsmál, koma stundum fram fullyrđingar um ţađ hversu lítil áhrif mennirnir hafa miđađ viđ eldfjöllin. Ţađ er einhver míta í gangi ţar, sem er kannski eđlilegt ţví eldfjallafrćđingar héldu uppi ţeirri mítu á árum áđur.

44226451dipthreeapf27b9sd8 
Eldfjalliđ Anak Krakatau í Indónesíu, en eldfjöll gefa frá sér ýmis gös, međal annars CO2. 

Fyrir fáeinum árum reiknuđu vísindamenn magn útblásturs CO2 frá eldfjöllum (bćđi á landi og á botni sjávar) og útreiknađ magn ţess sem eldfjöll gefa frá sér samtals eru 130-250 milljón tonn af CO2 á ári - sem er slatti.

Menn gefa frá sér um 29 milljarđa tonna á ári í allt (tölur frá árinu 2006).

Eldfjöll gefa ţví frá sér tćplega 1 % af ţví sem menn gefa frá sér af CO2. Ţau hafa ţví sáralítil áhrif miđađ viđ mennina, allavega undanfarna áratugi.

Ţá hafa ísótópamćlingar á CO2 leitt í ljós ađ ţađ sé upprunniđ úr brennslu eldsneytis mannana.

Ef menn eru ekki sannfćrđir og telji ađ eldgos fyrri tíma hafi framleitt meira CO2 en ţau sem eru grundvöllur ţessara mćlinga, ţá er hér graf sem sýnir CO2 magn út frá ískjörnum, sem benda til ţess ađ ţađ sé ekki mikiđ stökk í CO2 viđ stćrstu eldgos fyrri tíma:

 volcanoes_co2
Mynd sem sýnir CO2 magn úr ískjörnum (Law dome, Antarktíku) og svo samanburđ viđ mćld gildi frá Hawai. Örvarnar sýna dagsetningar nokkurra stórra eldgosa (U = óţekkt 1258, T = Tambora 1815, K = Krakatá 1883, A = Agung 1963 og P = Pinatubo 1991 sem olli tímabundinni kólnun á misserunum ţar á eftir, sjá hér fyrir neđan). 

Ţađ er ţví ljóst ađ eldgos hafa sáralítil áhrif til hlýnunar á jörđinni, en samt hafa ţau áhrif á hitastig tímabundiđ. 

Stór eldgos geta til dćmis haft töluverđ áhrif til kólnunar og ţá vegna öskuskýja og sýruúđa sem hindrar sólarljósiđ í leiđ sinni niđur til jarđar (samanber kólnunina áriđ 1991 - Pinatubo). Önnur dćmi eru til um slík eldgos og nćrtćkast ađ er ađ taka skaftárelda 1783-84, en ţađ eldgos er taliđ hafa kćlt norđurhvel jarđar í 2-3 ár (taliđ er ađ franska byltingin sé ađ hluta til afleiđing af ţví gosi (en ţađ er önnur saga og vćri skemmtilegt ađ taka ţađ saman einhvern tíman, ţó ég hafi ekki fullkomna ţekkingu á ţví).

 Laki2
Lakagígar, en ţeir brunnu í Skaftáreldum 1783-84.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband