Orkusetur

Heimasíða Orkuseturs er nokkuð góð. Þar eru reiknivélar sem reikna út eyðslu mismunandi tegunda bíla og nú er komin reiknivél sem sýnir munin á glóperum og sparperum (auk annarra reiknivéla). Sjá reiknivélarnar hér.

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, dælum reyndar slatta af CO2 út í loftið miðað við höfðatölu (11,5 tonn á ári sem er meira en hin norðurlöndin), en notum þó að mestu "endurnýtanlegar" orkuauðlindir til framleiðslu á raforku (endurnýtanlegar eru innan gæsalappa, því líftími virkjana er mismunandi).

Nú þegar bensín og olía eru jafn dýr og hefur verið síðastliðin misseri og við erum í miðri kreppu, þá er um að gera fyrir hvern og einn að vanda valið á bifreiðum, því það er mikill munur á því hvað þær eyða á hundraðið að meðaltali (að auki minnkar þú útblástur ef vel er valið sem er óneitanlega mikill  kostur). Ef þú þarft að skipta um bíl, skoðaðu þá vel reiknivélina sem ber saman eyðslu mismunandi bifreiða: Samanburður á bifreiðum.  

Einnig er um að gera að reyna að spara raforku:  Perureiknir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband