Draumfarir pólfaranna

Hér er frekar neikvæð færsla hjá mér, ef menn vilja vera eingöngu jákvæðir gagnvart rannsóknum á afleiðingum hlýnunar jarðar, þá skulu þeir hinir sömu hætta að lesa núna Devil 

Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð jákvæður þegar ég sá þessa frétt um daginn á mbl.is (Ganga og synda á pólinn). Gott mál var mín fyrsta tilfinning, án þess að hugsa meir út í það, áhugasamir menn að ná í vísindagögn við erfiðar aðstæður.

Eftir á að hyggja, þá sýnist mér þetta hafa verið ansi misráðin för, en kannski hefur hún þó eitthvert auglýsingagildi, vonandi ekki á neikvæðan hátt eins og blessuð Síma-auglýsingin.

Heimasíða eins pólarfarans er eins og eitt allsherjar auglýsingaskilti og heimasíða ferðarinnar er gríðarlega vel hönnuð. Þeir eru vel kynntir og fréttir berast af þeim reglulega. Í gær: British ice expedition fighting for survival og í dag: Arctic ice expedition relief as supply plane lands.

Catlin-Arctic-Survey--002

Hver er tilgangurinn með ferðinni?

Þetta er tekið af heimasíðu ferðarinnar:

Despite the technological advances of the 20th century, we still only have estimates of the thickness of the sea ice cover on the Arctic Ocean. Travelling across the sea ice, the Catlin Arctic Survey team will take precise measurements of its thickness and density. This will enable the programme’s Science Partners to determine, with a greater degree of accuracy, how long the sea ice will remain. Currently, its predicted meltdown date is anywhere between four and a hundred years from now. 

The melting of the sea ice will accelerate climate change, sea level rise and habitat loss on a global scale. Its loss is also a powerful indicator of the effects of human activity on our planet’s natural systems and processes. The Survey’s scientific findings will be taken to the national negotiating teams working to replace the Kyoto Protocol agreement at the UN Climate Change Conference of Parties in Copenhagen in December 2009.

Þar með er það komið, þeir ætla að mæla þykkt norðurheimskautsíssins, mæla þykkt og þéttleika. Tilgangurinn er að áætla hversu langt er í að hann hverfi algjörlega. Svo segja þeir: "Bráðnun hafíss mun hraða loftslagsbreytingum, hækkun sjávarborðs og eyðileggja búsetuskilyrði..." og svo framvegis.

Sem sagt tilgangur með ferðinni er að útkoman sé fyrirfram ákveðin og með þeim gögnum ætla þeir að aðstoða þjóðir heims við að ákveða næstu skref varðandi hlýnun jarðar á ráðstefnunni í  Kaupmannahöfn næsta vetur.

Það er reyndar nóg fyrir mig að vita það að búið er að ákveða niðurstöðuna til að vita að þetta er nær því að vera auglýsing heldur en vísindaferð. En fleira er skrítið við þessa ferð.

-leiðin sem þeir ákváðu virðist vera nokkuð erfið og þar er mikið ísrek (kannski skiptir ekki máli hvaða leið er farin, en kannski var hægt að fara betri leið, miðað við fréttir af þessu þá reka þeir til baka jafnóðum nánast).
-spurning með tímasetningu, betri tíma en hugsanlega var þessi tími valinn til að fá hámarksþykkt íssins

Þrátt fyrir allt eru litlir möguleikar á vísindalegum gögnum

Til að hægt sé að dæma um niðurstöðu rannsóknanna, þá þarf samanburð.
 - Engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar hingað til.

Ókey, Þá þarf að endurtaka þessa rannsókn síðar og á sama stað, eftir sömu línu
 - Rannsókn á þykkt íssins verður aldrei endurtekin á sama stað aftur. Hafís á íshafinu er á reki, hann er að auki misþykkur og því algjör tilviljun hversu þykkur hann er akkúrat þegar gengið er yfir hann (það er allavega mín tilfinning).

Pen_sledge

Vissulega er það niðurstaða út af fyrir sig hversu þykkur rekísinn var akkúrat þarna á akkúrat þessum tíma, en það verður aldrei hægt að bera það raunhæft saman við framtíðarrannsóknir.

En að allri neikvæðni slepptri, þá er þetta vissulega góð auglýsing fyrir þessa gaura og vonandi gengur þeim vel  -  og vonandi verða gögnin þeirra nothæf til einhvers, þrátt fyrir allt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband