Skemmtilegt

Alltaf skemmtilegt þegar eitthvað íslenskt kemst á lista þessa dagana (og er ekki tengt kreppunni). 

Líklega verða Grímsvötn og eldvirkni undir Vatnajökli enn merkilegri þegar jöklar landsins rýrna enn meir en orðið er.

Til eru kenningar um það að vegna farg-losunar við bráðnun jökla geta orðið eldgos sambærileg við stóru dyngjugosin sem langflest urðu stuttu eftir að jökla leysti hér á landi í lok síðasta jökulskeiðs. Það eru gríðarleg flæðigos og ef þau myndast undir jökli þá verða til móbergsfjöll (t.d. Herðubreið) en ef ekki þá flæða hraunin nánast eins og vatn langar leiðir og mynda dyngjufjöll (t.d. Skjaldbreiður). Þetta eru eldgos sem geta staðið yfir í nokkur ár, spurning hvort þau geti þá haft áhrif til kólnunar á móti hlýnuninni.

Hér er mynd sem sýnir áætlaða bráðnun jökla

HB_Liklegt-Islandi_mynd6
Ath, fyrir Vatnajökul þá er bara sýndur sunnanverður Vatnajökull - V. Svo er H=Hofsjökull og L=Langjökull (af heimasíðu Veðurstofunnar).


mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Hér er einn sem er ekki beint sammála þessum lista

http://scienceblogs.com/eruptions/2009/03/discoverys_top_10_volcanoes_an.php

Ég er að mörgu leiti sammála honum.

Loftslag.is, 29.3.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er óneitanlega mikill heiður að komast inn á lista yfir merkilegustu eldstöðvar allra tíma í öllu sólkerfinu. Allavega miðað við það sem hefur gengið á í fortíðinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.3.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Loftslag.is

Jamm, nokkuð kjánalegur listi en gaman eigi að síður.

Loftslag.is, 30.3.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband