Vöktun lífríkis

Áhugavert verkefni, fróðlegt að sjá hvernig fiðrildin nema land hér vegna loftslagsbreytinga og frábært að þetta verkefni skuli vera búið að vera í gangi frá 1995 - því samanburður í langan tíma er besti mælikvarðinn við að meta breytingar.

En öll langtímavöktun lífríkisins er ákaflega nauðsynleg á tímum hlýnandi jarðar, til að gera grein fyrir hvernig loftslag hefur áhrif á lífríkið. Ég minntist á um daginn á rannsóknina GLORIA en þar eru menn að fylgjast með áhrifum tegundafjölbreytni flórunnar á fjallatindum norðanlands, en líklegt er að plöntur færi sig ofar og hverfi loks eftir því sem það hlýnar.

En vísindamenn Íslands vakta meira en fiðrildi og gróður, nefna má dæmi vöktun bjargfugla en þeir geta gefið góðar vísbendingar um þróun lífríkisins ef hlýnar. Þá má nefna að góður vinur minn og fuglafræðingur Tómas Grétar Gunnarsson hefur litmerkt jaðrakana síðan árið 1999, endilega hafið samband við hann ef þið sjáið litmerkta jaðrakana, sjá þetta pdf skjal (ég veit ekki betur en að þetta verkefni sé enn í gangi, vona það allavega)

1009782
Einn af jaðrökunum sem Tómas hefur merkt.

Ein af ástæðunum fyrir að ég er að minnast á fugla er að það eru vísbendingar um farflug fugla byrji fyrr nú en fyrir nokkrum áratugum, sjá t.d. frétt frá því í fyrra hér. En það sem verra er, er að það eru vísbendingar um að fuglar þurfi smám saman að fljúga lengra og lengra eftir því sem það hlýnar. Í fyrsta lagi þurfi þeir að fljúga norðar og sérstaklega getur þetta orðið erfitt fyrir þá fugla sem fljúga yfir Sahara. Þá er mjög mikilvægt að varðveittir séu þeir staðir þar sem fuglarnir stoppa á leiðinni, svo þeir geti hvílt sig og safnað orku.


mbl.is Fiðrildavertíðin er hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband