Sólin

Hér má sjá umfjöllunina sem þessi frétt er skrifuð upp úr.

Eins og segir í greininni þá var ákveðið hámark í sólinni árið 1985, um það eru flestir vísindamenn sammála (sjá þó hvernig mönnum greinir á í þessari færslu hér). Sólin hefur semsagt dregið úr virkni sinni á sama tíma og það hefur hlýnað.

Ef það er rétt að sólin dragi smám saman úr virkni sinni á næstu áratugum, þá má draga þá ályktun að hlýnunin verði ekki eins áköf og hún var í lok síðustu aldar, en líklegt þykir þó að það haldi nú samt áfram að hlýna, sérstaklega þar sem útblástur hefur ekkert dregið saman samkvæmt nýjustu tölum um útblástur á CO2, þrátt fyrir efnahagssamdrátt. 

aggi_2008_fig2
Útblástur gróðurhúsalofttegunda til loka árs 2008 (smella til að stækka, mynd frá www.esrl.noaa.gov).

Það hefur nefnilega verið sýnt fram á að útblástur CO2 er búið að vera ráðandi í að stjórna hitafari síðastliðna áratugi, sjá t.d. hér, sérstaklega myndina neðst.

Hér er svo myndband fyrir þá sem eru á þeirri skoðun að það sé sólin sem sé að valda hinni hnattrænu hlýnun, sem nú er í gangi.


mbl.is Dregur úr virkni sólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,    ég hef skoðað þetta mikið undanfarið og komist að þeirri niðurstöðu að það virðist vera að co2 hafi nánast engin áhrif.

Gervitungla gögn sýna að kólnað hafi á jörðinni frá árinu 2002. sjá hér:

http://icecap.us/index.php/go/joes-blog

Karl (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Loftslag.is

Ég vil benda þér á þessa færslu: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/848996/

Loftslag.is, 22.4.2009 kl. 19:59

3 identicon

Ég held það sé nauðsynlegt að skoða lengra tímabil amk 100 ára. Það getur maður á þessari síðu: http://icecap.us/index.php/go/joes-blog/recent_cooling_and_the_serious_data_integrity_issue/

Mynd númer tvö á síðunni sýnir hita á jörðinni síðustu 100 ár. Það hefur hlýnað að meðaltali(þó með sveiflum) um 0,4-0,8 gráður celsius síðustu 100 ár, vísindamenn eru sammála um það.  En spurningin er hvort þetta sé manngerð eða náttúruleg hlýnun. Myndin vekur spurningar: Hver var orsök hlýnunar árin 1920-1940, þegar co2 jókst lítið? Hvers vegna kólnaði 1940-1970 þegar co2 fór að aukast meira? 

Og nú síðustu ár virðist vera kominn toppur aftur og virðist vera líklegt að það fari að kólna aftur.

Hefur þú skoðað þessa skýrslu eftir NIPCC (nongovermental international panel on climate change)? Hún er mjög athyglisverð og fjallar um mörg atriði. NIPCC er einskonar mótvægi við IPCC og var myndað þegar nokkrir vísindamenn sáu að sum gögn voru hunsuð af IPCC, eins t.d. gervitunglagögn sem ekki sýndu hlýnun og voru því ekki í skýrslu IPCC árið 1990.

Virðist vera að IPCC stjórnist meira af pólitík heldur en vísindum eins og skýrslan bendir á.

Karl (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Loftslag.is

Ég hef ekki skoðað þessa skýrslu, kíki á hana við tækifæri.

En ég get svarað þér varðandi þessi tímabil, lauslega allavega:

1920-1940: - orsakir hlýnunarinnar eru sameiginlegir þættir; náttúrulegir (uppsveifla í sólinni og skortur á eldgosum) + aukning í CO2.

1940-1970: - orsakir kólnunar eru sameiginlegir þættir sem yfirgnæfa áhrif CO2;  minni virkni sólar og eldgos. Einnig rykagnir (svokölluð aerosols í kjölfarið á miklum iðnaði í kjölfarið á seinni heimsstyrjöldinni).

Það var svo í kringum 1970 sem CO2 fór smám saman að taka yfirhöndina í hlýnun jarðar, en undirliggjandi eru breytingar í virkni sólar og svo tímabundnar breytingar t.d. vegna eldgosa og t.d. El Nino. Þær náttúrulegu breytingar hafa valdið því að hlýnunin er ekki alltaf í fullkomnu samræmi við CO2 ef skoðað er stutt tímabil, en yfir lengra tímabil (20-30 ár) þá hefur verið að hlýna samfellt síðan á sjöunda áratugnum.

Þannig sé ég þetta allavega fyrir mér. Myndir eins og þessi hafa hjálpað mér við að skilja þetta þannig:

Loftslag.is, 22.4.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband