29.4.2009 | 21:51
Samhljóða álit vísindamanna
Ég fékk athugasemd við síðustu færslu, frá honum Magusi, sem ég var búinn að lofa að svara, þegar ég hefði tíma.
Hann vitnar einnig í texta á heimasíðu - Hér - en segir ennfremur:
"Concensusinn" sem skýrsla SÞ um hnatthlýnunina átti að sýna fram á er algjörlega fallinn. Fram hafa komið vísindamenn sem tóku þátt í skapa þá skýrslu en hafa skipt um skoðun. Á alþjóðlegum ráðstefnum hafa komið fram næstum 700 vísindamenn sem mótmæla Al Gore og skýrslu SÞ., þ.á.m. vísindamenn sem tóku þátt í skýrslu SÞ. Þessir næstum 700 vísindamenn sem mótmæla kenningu SÞ eru 12 sinnum fleiri en þeir sem veittu samþykki sitt.....
En þetta fréttist bara ekki ef menn treysta á Moggann eða CNN. Þetta hefði átt að vekja mikla athygli, alveg eins og atvik sem hafa komið fram þar sem menn hafa verið að falsa gögn, t.d. með því að birta gamlar myndir og gögn ár eftir ár....til að "sanna" hnatthlýnunina.
Ég gerði smá gúggl - og komst að ýmsu varðandi þessar fullyrðingar og notast við nokkrar upplýsingar, sem gagnlegt er að skoða.
Climate Progress - þessi fer mjög ítarlega í málið, svo ítarlega að ég hef ekki haft tíma né nennu til að lesa.
650 climate scientists - þessi flokkar niður vísindamennina (sem voru 650 þegar hann skrifaði þetta) og fékk eftirfarandi út:
16 % með góðan vísindalegan bakgrunn í loftslagsfræðum.
27% með mögulega vísindalegan bakgrunn sem hægt er að tengja loftslagsfræðum.
51% með vísindalegan bakgrunn sem er ekki hægt að tengja loftslagsfræðum.
7% með engan vísindalegan bakgrunn.
Fullyrðing 1: Consensus (almennt samhljóða álit) er fallið.
Svar: Ekkert bendir til að almennt samhljóða álitið sé fallið, einstaka vísindamenn eru ósammála um að það sé að hlýna af mannavöldum - en þeir hafa ekki getað bent á aðrar skýringar fyrir hlýnun jarðar - rök þeirra hafa verið hrakin. Því er hið almenna samhljóða álít nokkuð traust.
Fullyrðing 2: Fram hafa komið vísindamenn sem tóku þátt í skýrslunni en hafa skipt um skoðun.
Svar: Það eru þrír vísindamenn (af 618) sem eru á listanum yfir þá vísindamenn sem hafa skipt um skoðun. Tveir þeirra Erich Roeckner og Oliver Frauenfeld og eru þeir aðallega ósáttir við þau líkön sem notuð eru, ekki hef ég heyrt að þeir hafi skipt um skoðun. Aftur á móti hefur einn skipt um skoðun, hann heitir John Christy.
Fullyrðing 3: Á alþjóðlegum ráðstefnum hafa komið fram næstum 700 vísindamenn sem mótmæla Al Gore og skýrslu SÞ., þ.á.m. vísindamenn sem tóku þátt í skýrslu SÞ. Þessir næstum 700 vísindamenn sem mótmæla kenningu SÞ eru 12 sinnum fleiri en þeir sem veittu samþykki sitt.....
Svar: Jahá, þeir eru komnir í 700 - sjá fyrir ofan hlutfall þeirra (650) sem voru þegar það svar kom. Efast um að hlutfallið hafi breyst. Þeir sem komu að gerð fyrsta verkhóp (WG1) voru held ég 618 (tala sem ég fékk einhvers staðar á netinu). Miðað við hversu lítill hluti vísindamanna úr loftslagsgeiranum komu að þessum mótmælum, þá eru undarleg fullyrðing að þeir séu 12 sinnum fleiri.
Fullyrðing 4: En þetta fréttist bara ekki ef menn treysta á Moggann eða CNN. Þetta hefði átt að vekja mikla athygli, alveg eins og atvik sem hafa komið fram þar sem menn hafa verið að falsa gögn, t.d. með því að birta gamlar myndir og gögn ár eftir ár....til að "sanna" hnatthlýnunina.
Svar: Þetta vakti töluverða athygli, en líkleg ástæða þess að þetta kom ekki hingað til Íslands var líklega það að þau rök sem koma fram í þessari skýrslu voru svo léleg að þau voru hrakin og það þurfti enga 650 til að hrekja þessi rök, nokkra bloggara. Hitt er ljóst að fjölmiðlar á Íslandi eru frekar lélegir miðað við marga fjölmiðla í útlöndum, en við sem kunnum ensku getum þá gert okkar besta við að kynna það sem við rekumst á.
Meira lestrarefni um þessa skýrslu: Greenfyre's og Pseudoscience
Athugasemdir
Ég kíkti aðeins á linkinn þar sem 650 vísindamenn voru flokkaðir í fjóra flokka eftir því hvað þeirra svið var talið tengjast loftslagsfræðum mikið.
Ég hefði gaman af því að sjá sömu flokkun á 2500 IPCC vísindamönnunum. Ég hef grun um að mikill minnihluti þeirra yrðu taldir marktækir með sömu flokkun.
Tökum bara eitt dæmi. Verkfræðingur sérhæfður í mælitækni. Ef hann telur sig sjá mistök í notkun mælitækni við veðurmælingar sem veldur því að forsendur líkana verða rangar. Ef hann hefur rétt fyrir sér hlýtur það að skipta máli upp á hvað hægt er að taka mikið mark á niðurstöðum.
Ég hef kíkt aðeins á forritakóðann sem NASA notar við úrvinnslu á mæligögnum um hitafar í heiminum. Mér fannst hann ekki bera vott um mikla fagmennsku. Sama finnst öðrum sem hafa sagt sitt álit. Menn urðu ekki hissa þegar 0.15 gráðu skekkjan uppgötvaðist. Ég tel mig fullfæran um að gefa þetta álit þar sem ég hef menntun í verkfræði og hugbúnaðargerð ásamt áratuga starfsreynslu.
Þrátt fyrir að tölvuúrvinnnsla og tölvulíkön séu mikið notuð í veðurfarsrannsóknum taldi greinarhöfundur þessar greinar ekki skipta máli upp á niðurstöðurnar.
Finnur Hrafn Jónsson, 30.4.2009 kl. 03:26
Þú ert sem sagt að segja að þú myndir vilja vera flokkaður sem sérfræðingur í loftslagi af því að þú gætir mögulega gert gagn í að forrita fyrir veðurfarsgögn. Ég vil ekki móðga þig, en því miður þá sé ég það ekki fyrir mér.
Ég er t.d. jarðfræðingur, mitt sérsvið eru laus jarðlög og slíkt. Jarðfræðingar eru frekar framarlega í túlkun á fornu loftslagi út frá lausum jarðlögum (setmyndunum) og ég gæti mögulega komið með innlegg í þá umræðu. Ég myndi samt aldrei kalla mig sérfræðing í loftslagi.
Loftslag.is, 30.4.2009 kl. 08:05
En ef þú sæir sem jarðfræðingur það sem þú teldir vera rangar túlkanir á jarðfræðigögnum vera notað til að styðja við kenningu um hlýnun jarðar? Myndir þú þá ekki fá efasemdir um kenninguna?
Málið er einfaldlega ekki svo einfalt að hefðbundnir loftslagsfræðingar geti eignað sér málið og sagt öðrum að þegja.
Finnur Hrafn Jónsson, 30.4.2009 kl. 14:03
Finnur segir: „Ég hef kíkt aðeins á forritakóðann sem NASA notar við úrvinnslu á mæligögnum um hitafar í heiminum. Mér fannst hann ekki bera vott um mikla fagmennsku. Sama finnst öðrum sem hafa sagt sitt álit.“ Mér þætti forvitnilegt að heyra á hverju forritarar NASA flaska.
Þú vísar til athugasemda McIntyres en um hann segir á Wikipediu: „he discovered a small discontinuity in some U.S. records in the Goddard Institute for Space Studies (GISS) dataset starting in January 2000. He emailed GISS advising them of the problem and within a couple of days GISS issued a new, corrected set of data and "thank[ed] Stephen McIntyre for bringing to our attention that such an adjustment is necessary to prevent creating an artificial jump in year 2000".[15] The adjustment caused the average temperatures for the continental United States to be reduced about 0.15 °C during the years 2000-2006. Changes in other portions of the record did not exceed 0.03 °C, and it made no discernible difference to the global mean anomalies.“ Um þetta vil ég segja tvennt. Athugasemdir McIntyres breyttu engu um niðurstöður hnattrænnar hlýnunar þótt vissulega væri þetta neyðarlegt fyrir GISS. GISS tók athugasemdirnar strax til greina og gaf út opinbera yfirlýsingu. Þar var heiðarlegar að málum staðið en á síðu Inhofes sem þér virðist síður vera í nöp við ef marka má athugasemdir þínar hér að framan.
Guðni Elísson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:35
Finnur: þetta er spurning um trúverðugleika. Ég gæti alveg fullyrt að ég væri vísindamaður sem væri á móti kenningunni um hlýnun jarðar. Ég hef gráðurnar og allt það til að komast á svona lista (ef MSc dugar) - en ég hef ekki birt neinar rannsóknir um þetta mál og því hef ég engan trúverðugleika á slíkum lista.
Loftslag.is, 30.4.2009 kl. 17:43
Guðni:
Það sem ég sá við einfalda skoðun:
- A.m.k. 3 mismunandi forritunarmál sem vinna þar að auki ekki vel saman.
- Úrelt eða óviðeigandi forritunarmál, það eru minnsta kosti 30 ár liðin síðan mun betri forritunarmál en Fortran komu til sögunnar. Python hefur ýmsa kosti, en tölfræðiútreikningur er ekki einn af þeim.
- Illa skrifaður "spagetti" kóði, það eru áratugir síðan ég hef séð "goto" notað í kóða eins og þeir gera.
- Kóðinn er illa flytjanlegar á milli véla og stýrikerfa
- Engin merki sáust um útgáfustýringu kóða
- Villugjörn notkun á blönduðum heiltölu- og kommutöluútreikningum
- Engin merki um nútíma verklag við hugbúnaðargerð eins og einingapróf
Ekki er spurning að NASA getur gert betur en þetta. Ekki er að undra að menn hafa rætt á netinu að það sé gæfa að NASA hafi notað aðra forritara í stýrihugbúnað geimskutlanna.
Tregða James Hansen við að birta frumkóðann er mjög skiljanleg í ljós þess í hve slæmu ástandi hann er.
Sjá nánar hérna:
http://data.giss.nasa.gov/gistemp/sources/ - nýjasta útg. frumkóðans
Umræður um kóðan og birtingu hans:http://www.climateaudit.org/?p=2031 Nánar um kóðann og tilraunir til að fá hann til að virka:http://www.climateaudit.org/?p=2041Finnur Hrafn Jónsson, 30.4.2009 kl. 19:44
Höski:
Ef þú getur fært sterk rök byggð á vísindum fyrir máli þínu, þá trúi ég þér jafnvel þó að þó hafir ekki birt jafningjarýnda grein um málið. Það er ekki auðvelt að fá birta grein sem stangast á við ríkjandi viðhorf. Vísindin spyrja hins vegar ekki um meirihluta heldur hvað er rétt og stenst skoðun til lengdar.
Finnur Hrafn Jónsson, 30.4.2009 kl. 19:54
Finnur:
Þetta er forvitnilegasti vinkill sem ég hef séð lengi. Það er næsta furðulegt ef forritararnir hjá Nasa vinna með úrelt forritunarmál. En eftir stendur þó sú staðreynd að leiðrétting McIntyres breytti engu um niðurstöður hnattrænnar hlýnunar.
Ég man að þú deildir á sínum tíma við Magnús Karl Magnússon um þessi mál á svipuðum forsendum og vísaðir þá m.a. í Hadley-CRUT gagnamengið (að ég held í tengslum við bloggfærslu hjá Andrési Magnússyni). Loftslagsfræðingar hafa þó sagt mér að mótbárur McIntyres við því sem Mike Mann gerði hafi verið hreinlega kolrangar, hann hafi gert sig sekan um ótrúlega byrjandavillu. Nú hef ég ekki þekkingu til að geta tjáð mig frekar um það mál, en það sýnir þó kannski vandann við það að færa sig milli sérfræðisviða, eins og Höskuldur hefur komið inn á.
Guðni Elísson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:04
Finnur: Það er rétt hjá þér að meirihluti er ekki allt og ef vísindin standast skoðun, þá ættu menn að endurskoða mat sitt. Ég hef kíkt á brot og brot af greininni sem ég bendi á hér fyrir ofan (Pseudoscience) - ég hef ekki skoðað það til hlítar en mér sýnist hann vera að hrekja töluvert af því sem sagt er í þessari þingnefnd. SkepticalSciense fer líka nokkuð skipulega í gegnum þau rök þeirra sem tala gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum, hann skoðar all ítarlega gögnin sem liggja á bakvið fullyrðingum þeirra.
Loftslag.is, 30.4.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.