Skýrslur um ástandið á Norðurslóðum.

Vistkerfi sjávar á norðurslóðum

Ég rakst á nýlega skýrslu frá The Marine Climate Change Impacts Partnership (MCCIP) sem undirstrikar hversu miklar, hraðar og samtengdar breytingar í sjónum eru af völdum hlýnunar (skýrsluna má finna hér - þar er tengill yfir í skýrsluna á pdf formi - mæli með henni).

Hún er eiginlega útdráttur úr safni ritrýndra greina þar sem tekið var saman sú þekking sem til er á fimm sviðum tengdum vistkerfum sjávar á Norður-Atlantshafi (sérstaklega í nágrenni Bretlands): Umfjöllunarefnin eru súrnun sjávar (CO2 and ocean acidification), hafís norðurskautsins (Arctic sea ice), sjófuglar (A view from above), nýjar tegundir sjávar (Non-native species) og íbúar strandsvæða (Coastal economies and people). Á síðum þeim sem tengillinn vísar í er hægt að nálgast ritrýndu greinarnar á pdf formi.

Vistkerfi norðurslóða

Þá vil ég minna á ágæta norska skýrslu sem ég gæti hafa verið búinn að minnast á áður (hún er á ensku - eins og skýrslan hér fyrir ofan), um áhrif hlýnunar jarðar á vistkerfi norðurslóða. Hér er frétt um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband