Að hlusta á hlýnun jarðar!

Rakst á áhugaverða frétt á heimasíðu National Geographic um nýja rannsókn.

Hún fjallar um það hvernig jarðskjálftafræðingar hafa í gegnum tíðina síað út bylgjusuð sem jarðskjálftamælar nema þegar úthafsalda kemur af fullum krafti að landi - vegna truflana sem suðið veldur við mælingu jarðskjálfta.

Nú ætla menn að snúa þessu við og sía út jarðskjálftana til að sjá breytingu í þeirri orku sem úthafsaldan veldur þegar hún kemur að landi. Vísindamennirnir eru nú að vinna úr þessum bylgjugögnum, sem ná aftur til fjórða áratug síðustu aldar og hafa verið mældar á sambærilegan hátt allan þann tíma (vissulega stafrænt síðustu áratugi - en samt sambærilegar mælingar) og því ættu það að vera nokkuð áreiðanleg gögn.

Þar sem menn deila um það hvort stormar séu að aukast eða ekki við hlýnun jarðar, þá gæti þessi rannsókn skorið úr um það.

bylgja953214


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband