Drangajökull stækkar

Ég heyrði í dag umfjöllum og viðtal við Odd Sigurðsson á Rás 2 um Drangajökul og það að hann er að stækka en ekki að minnka eins og flestir aðrir jöklar. Heyra má umfjöllunina hér (þegar liðnar eru 36:15 mínútur).

Drangajökull hefur haldið í horfinu eða stækkað frá því hann var mældur fyrst árið 2005 (athugið hvað er stutt síðan hann var mældur almennilega fyrst). Þar sem hitinn hefur verið að aukast, þá er líklegasta skýringin að úrkoman sé að aukast. Það má sjá smá umfjöllun um Drangajökul á vísindavefnum.

Drangajökull
Drangajökull. Jökulskerin Hrolleifsborg, Reyðarbunga og Hljóðabunga sjást vel - lágskýjað á bakvið jökulinn. Reyðarbunga sást fyrst upp úr 1930 og tala sjómenn um að hún hafi orðið sýnilegri undanfarna áratugi (mynd tekin í júlí 2004).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Þetta var semsagt í síðdegisútvarpinu - smella á viðeigandi tengil.

Í leiðinni vil ég benda á þátt sem var í dag um hlýnun jarðar á útvarpi sögu - það ætti að vera hægt að hlusta á það hér á morgun.

Loftslag.is, 2.6.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Loftslag.is

Þátturinn sem átti að vera á útvarpi sögu hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum fram til 16. júní  

Ég mun reyna að minna ykkur á hann þegar nær dregur.

Loftslag.is, 3.6.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband