Bandarísk skýrsla um hlýnun jarðar

Ég vil endilega benda á löngu tímabæra skýrslu sem bandarískir vísindamenn voru að gera fyrir þingnefnd. Í tíð George W. Bush var ekki tekið mikið mark á aðvörunum vísindamanna og voru helstu ráðgjafar Bush-stjórnarinnar með útstrikunarpennan á lofti í boði olíufyrirtækjanna. En það er alltaf von og nú ætlar Obama greinilega að taka á málunum og opna eyru ráðamanna og almennings fyrir þeirri vá sem er byrjuð að banka á dyrnar.

Hægt er að nálgast skýrsluna um ástandið og horfur í loftslagsmálum út frá bandarískum hagsmunum ->Hér<-, en einnig er rætt lítillega um hnattræn áhrif.

10 lykilatriði skýrslunnar:

1 - Hlýnun jarðar er ótvíræð og fyrst og fremst af völdum manna. Hnattræn aukning í hita síðastliðin 50 ár. Þessi aukning er fyrst og fremst af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.

2 - Loftslagsbreytingar eru byrjaðar í Bandaríkjunum og eiga eftir að aukast. Aukning á úrhellisrigningum, hækkandi hiti og sjávarborð, minnkandi jöklar, sífreri að bráðna, lengri vaxtartími plantna, íslaust lengur á hafi og vötnum og breytingar á vatnsrennsli fljóta.

3 - Áhrif loftslagsbreytinga eru byrjaðar og munu aukast. Þau hafa áhrif á vatn, orku, samgöngur, landbúnað, vistkerfi og heilsu. Þessar breytingar eru mismunandi eftir landsvæðum og eiga eftir að aukast.

4. Loftslagsbreytingar munu auka álagið á vatnsbúskap. Breytingar í vatnsbúskap er mismunandi eftir landsvæðum. Þurrkar vegna minnkandi úrkomu og aukinnar uppgufunar er víða vandamál sérstaklega á vesturströndinni. Flóð og minnkandi vatnsgæði eru líklega á mörgum landsvæðum.

5 - Framleiðsla landbúnaðarvara verður erfiðari. Aukið CO2 hefur jákvæð áhrif á hluta ræktaðs lands og hlýnunar, en eftir því sem það hlýnar meir þá mun ræktun verða erfiðari. Auknar plágur, vatnsvandamál, sjúkdómar og öfgaveður mun gera aðlögun landbúnaðar erfiða.

6 - Hætta hefur aukist fyrir strandsvæði vegna hækkandi sjávarstöðu og storma. Landeyðing og flóð, sérstaklega við Atlantshafið og mexikóflóa, auk eyja í Kyrrahafi og hluta Alaska. Orku og samgöngumannvirki, auk annarra mannvirkja við ströndina eru líkleg til að verða fyrir slæmum áhrifum.

7 - Aukin hætta á heilsubresti manna.  Aðalástæður verða aukinn hiti, vatnsbornir sjúkdómar, minni loftgæði, öfgaveður og sjúkdómar vegna skordýra og nagdýra. Minni kuldi hefur einhver jákvæð áhrif. Bætt heilbrigðiskerfi getur minnkað þessi áhrif. 

8 - Loftslagsbreytingar mun hafa aukin áhrif á mörg félags- og umhverfisvandamál. Vandamál vegna mengunar, fjölgunar, ofnotkun landgæða og annarra félags, efnahags og umhverfistengdra vandamála munu aukast vegna loftslagsbreytinga.

9 - Farið verður yfir hættulega þröskulda, sem leiða munu til stórra breytinga í loftslagi og vistkerfa. Þröskuldar eins og bráðnun hafíss og þiðnun sífrera, afkoma lífvera allt frá fiskum til skordýraplága sem hafa áhrif á samfélag manna. Því meiri loftslagsbreytingar því verri þröskulda verður farið yfir.

10 - Loftslagsbreytingar framtíðarinnar og áhrif þeirra fara eftir þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag. Magn og hraði loftslagsbreytinga mun fara eftir hversu mikil núverandi og framtíðarlosun á gróðurhúsalofttegundum verður. Til að minnka áhrifin þá verður að minnka losun og aðlagast þeim breytingum sem eru nú þegar óumflýjanlegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við skulum vona að Bandaríkjamenn fari nú að taka við sér. Það myndi væntanlega hafa jákvæð áhrif á aðra ef þeim tekst að marka sér skýra stefnu til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.6.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband