Positive feedback

Í vísindum er oft notað orðasambandið positve feedback sem hefur verið þýtt á íslensku sem jákvæð afturverkun eða jákvæð svörun (sem ég nota mest). Þeir sem hafa verið að pæla í loftslagsmálum vita að jákvæð svörun er alls ekki jákvæð í sjálfu sér, heldur einstaklega neikvætt ferli (í sambandi við hlýnun jarðar sem er óneitanlega neikvætt).

Jákvæð svörun felur í sér að eitthvað magnast upp, t.d. þegar hafís bráðnar vegna hlýnunar jarðar þá endurspeglast minna sólarljós út úr lofthjúpnum og sjórinn gleypir meiri hita og því hitnar meira - meiri hafís bráðnar - meira hitnar og  svo framvegis. Ekki beint jákvætt.

Ég rakst á orðasamband sem einn blaðamaður notar í útlandinu þ.e. amplifying feedback í staðinn fyrir positive feedback.

Því spyr ég ykkur: Dettur ykkur eitthvað í hug til að nota í staðin fyrir jákvæða svörun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér dettur í hug, eflandi svörun eða magnandi svörun.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.7.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Loftslag.is

Góð hugmynd. Ætli það skiljist ekki ef maður notar t.d. magnandi svörun og í sviga (e. positive feedback)?

Loftslag.is, 27.7.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hann Ágúst Bjarna hefur tekið upp það kerfi að samþykkja athugasemdir. Ég geri fastlega ráð fyrir að það komist minna í gegn af athugasemdum sem ekki passa viðhorfunum...

Þú ert kannski búinn að reka þig á þetta?

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 11:19

4 Smámynd: Loftslag.is

Ég sendi svar við síðustu færslu sem hefur ekki enn verið samþykkt. Hann hlýtur nú samt að sýna sóma sinn í því að birta það. Ég trúi ekki að hann ætli yfir á hinar viðsjárverðu ritskoðunarbrautir.

Loftslag.is, 27.7.2009 kl. 11:34

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Æ, er búið að bannfæra ykkur fyrir ósæmilega hegðun eða á maður að segja negative feedback.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Loftslag.is

Við köllum það stigminnkandi svörun (e. negatvie feedback) 

Loftslag.is, 27.7.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eina ástæðan sem ég sé fyrir svona samþykktarferli í þessu tilfelli er ritskoðun, en nú skulum við sjá til og vona að hann samþykki athugasemdir sem berast. Kannski vill hann bara hafa svör á takteinum áður en hann samþykkir athugasemdir.

Já Emil, en þetta lítur þannig út (í augnablikinu) að efasemdamaðurinn vilji ekki fá aðrar efasemdir, en sínar eigin á síðuna sína...

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 13:32

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

… eða neikvætt bakflæði

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband