Jöklar hitabeltisins

Ég rakst á áhugavert myndband sem fjallar um rannsóknir vísindamanna á jöklum hitabeltisins og þá sérstaklega í Perú.  Aðal áhugi vísindamannanna er að skrásetja jöklasöguna og taka ískjarna sem meðal annars má nota til ýmiss konar túlkana, t.d. á loftslagi. Í Perú er t.d. stærsti jökull innan hitabeltisins, en hann heitir Quelccaya.

Barnett_Glacier_web
Breytingar á Qori Kalis skriðjöklinum sem skríður frá Quelccaya íshettunni í Perú. Efri myndin tekin árið 1978 og hin árið 2002. Jökullinn hopaði um 1100 metra á þeim tíma.

Árið 2002 rákust þeir á gróðurleifar við jökullónið framan við jökulinn á stað sem var nýkominn undan jökli. Gróðurleifarnar voru aldursgreindar og voru um 5200 ára gamlar. Sem sagt síðast þegar jökullinn var jafn lítill og hann er nú var fyrir 5200 árum.

Ég kann ekki að setja þetta myndband inn hér, en það má finna með því að smella Hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert. Hef sjálfur verið þrisvar sinnum í Perú og komið afar nálægt jöklinum í Perú á ferð minni um Andesfjöllin. Er um þessar mundir að planleggja fjórðu ferð mína um Perú og ætla þá að gefa mér tíma til að komast upp að jökulröndinni. Ps: Konan mín kemur frá þessu frábæra landi Perú. Kveðja Petur

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Loftslag.is

Skemmtu þér vel í Perú. Sá blogg frá Einari Sveinbjörnssyni eftir að ég bjó til þessa færslu þar sem hann fjallar um svipað efni: http://esv.blog.is/blog/esv/entry/910104/

Loftslag.is, 7.8.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband