12.8.2009 | 08:16
Framhlaupin og lónið.
Það má finna nýlegan fróðleik um Breiðamerkurjökul á heimasíðu Veðurstofunnar (sjá Framhlaupin og lónið). Þar er ekki verið að fullyrða að þetta séu afleiðingar loftslagsbreytinga (þó breytingar í loftslagi geti haft áhrif á einhvern hátt):
[Myndin] sýnir að mikill jökulíshroði hefur safnast á yfirborð Jökulsárlóns þannig að bátar komast þar trauðlega á flot. Mögulegt er að framhlaup valdi þessu og jökulísinn brotni í smátt þegar út í lónið er komið.
Á heimasíðu Veðurstofunnar má einnig lesa eftirfarandi:
...framhlaupsjöklar [eru þeir jöklar kallaðir], sem styttast stöðugt um langt árabil en hlaupa svo skyndilega fram án þess að loftslag gefi sérstakt tilefni til.
Þessi hegðun sumra jökla hefur ekki verið skýrð svo fullnægjandi sé, en þó er ljóst að á milli framhlaupa skríða þeir einhverra hluta vegna ekki nógu hratt til að skila niður á leysingarsvæðið þeirri ákomu, sem bætist á jökulinn ofan snælínu. Framhlaupsjöklar verða því smám saman brattari uns þolmörkum brattans er náð.
Ég er enginn jöklafræðingur, en ég útiloka þó ekki að í þessu tilfelli sé þetta hluti af náttúrulegum ferlum í jöklinum, þrátt fyrir að meirihluta jökla í heiminum sé að hopa vegna hlýnunar jarðar (sjá Jöklar heims bráðna).
Myndröð af bráðnuninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Afleiðingar | Breytt s.d. kl. 08:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.