6.9.2009 | 22:01
Ný heimasíða - Loftslag.is
Þeir sem skoða þessa bloggsíðu hafa mögulega tekið eftir breytingum á fjölda færsla og innihaldi. Ástæðan er sú að höfundur síðunnar hefur verið upptekinn við að setja upp heimasíðu um loftslagsbreytingar, ásamt Sveini Atla. Stefnt er á opnun síðunnar þann 19. september næstkomandi og verður slóðin http://www.loftslag.is, en nú er hægt að skoða hvernig hún mun líta út. Eitthvað af efni er komið inn, en það er enn verið að vinna í henni svo hún er ekki fullkláruð.
Þessi bloggsíða hér mun smám saman breytast enn meir og verða andlit heimasíðunnar í moggabloggheimum þar sem birtar verða fréttir og annað sem okkur mun þykja þess virði að tilkynna hér. Þessi bloggsíða mun því alls ekki deyja drottni sínum, en sinna aðeins öðru hlutverki en hingað til.
Fram að opnun loftslags.is er möguleiki að einstaka síða sem birt verður þar, rati einnig hér inn þá er um að gera að koma með athugasemdir og benda á hluti sem betur mega fara.
Flokkur: Um Loftslagsbloggið | Facebook
Athugasemdir
Sniðugt framtak hjá ykkur. Ég mun fylgjast með frá byrjun og vonandi margir fleiri.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.9.2009 kl. 00:25
Sért þú velkomin
Loftslag.is, 7.9.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.