Lausnir og aðlögun - Loftslag.is

Lausnir

Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,  svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina.

Minni losun

Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af grunnatriðum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin gerir ráð fyrir því að gróðurhúsalofttegundir valdi hækkandi hitastigi.  Þar af leiðandi eru t.d. lausnir þar sem gert er ráð fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda  mikilvægar í mótvægisaðgerðunum vegna hlýnunar jarðar. Betri nýting orkunar er t.d. einn af þeim þáttum...

Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.

Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef lengi velkt því fyrir mér hversu mikið af gróðurhúsaloftegundum koma upp í meðalstóru eldgosi td. í gosinu í Gjálp hérna um árið.

Og ef það er hægt að kæla jörðina er þá ekki hægt að hita hana einnig.

Alexander (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Alexander

Á síðunni loftslag.is er síða sem kemur inn á hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum koma frá eldvirkni í heiminum á ári hverju miðað við losun frá manninum sjá hér

Loftslagsverkfræði (e. geoengineering) er fræðigrein sem lítur á aðferðir til að hafa áhrif á loftslag með ýmsum aðferðum. Það er hægt að sjá eitthvað lítillega um það á síðunni sem vitnað er til í færslunni hér að ofan. Það má kannski segja að við séum að nota einhverskonar loftslagsverkfræðilega þætti til að hita jörðina, með því að losa gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.9.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það má einnig sjá pælingar um eldvirkni og áhrif á loftslag hér. Hver veit nema við pælum aðeins í þessu meir eftir að við opnum loftslag.is

Höskuldur Búi Jónsson, 11.9.2009 kl. 15:14

4 identicon

Þessi síða er gott framtak. En hvað með sólina? Þeir segja að hún sé 99% af öllum massa í sólkerfinu. Þegar hún breytist hlýtur allt annað í sólkerfinu að breytast. Er það ekki rökrétt að segja það. Spyr sá sem ekki veit.

Ég er ekki að segja að við höfum eitthvern rétt til að vaða  um og rústa plánetunni sem á okkur.

Alexander (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Við fjöllum einmitt líka um áhrif sólarinnar á loftslag t.d. hér og einnig lítillega hér.

Aðal punkturinn er sá að það hafa vissulega fundist góð tengsl á milli sveifla í hitastigi og sveifla í sólinni - en undanfarna áratugi hefur sólin verið í niðursveiflu á sama tíma og hefur hlýnað. Því er talið að hlýnunin af mannavöldum hafi tekið yfirhöndina.

Höskuldur Búi Jónsson, 11.9.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband