Hafís Norðurskautsins - staðan við sumarlágmark

Þann 12 september er talið að hafíslágmarkinu hafi verið náð, en ólíklegt er að bráðnun nái sér aftur á strik í haust. Lágmarkið í hafísútbreiðslu í ár var það þriðja lægsta frá upphafi mælinga (um 5,1 milljónir ferkílómetra), en þó um 23% hærra en árið 2007 sem var óvenjulegt ár. Þrátt fyrir það þá er hafíslágmarkið í ár 24% minna en meðaltalið 1979-2000:

20090917_Figure2

Línuritið sýnir stöðuna á hafísútbreiðslu fyrir 15. september 2009. Bláa línan sýnir útbreiðslu frá júní-september 2009, dökkbláa línan 2008 og græna brotalínan 2007. Til samanburðar er sýnd fjórða lægsta útbreiðslan sem varð árið 2005 (ljósgræna línan) og meðaltalið 1979-2000 sem grá lína. Gráa svæðið utan um meðaltalið sýnir staðalfrávik meðaltalsins (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Vísindamenn líta á það sem svo að ísinn sé ekki að sækja í sig veðrið. Hann er enn töluvert fyrir neðan meðaltal og einnig fyrir neðan þá línu sem sýnir langtímaþróun hafíss frá 1979. Hafísinn er enn þunnur og viðkvæmur fyrir bráðnun og því telja þeir að langtímaniðursveifla hafíss haldi áfram næstu ár.

Sjá meira á loftslag.is en þar er einnig fjallað um lágmarkið árið 2008 og sú síða verður uppfærð í október þegar endanlegar tölur eru komnar.


mbl.is Dregur úr bráðnun hafíssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband