22.9.2009 | 07:49
Fyrstu dagar Loftslag.is
Fyrstu dagar heimasíðunnar Loftslag.is hafa gengið ljómandi. Frá því vefurinn fór í loftið hafa komið yfir 1.000 gestir og yfir 2.000 heimsóknir. Það verður að teljast nokkuð gott fyrir svona framtak.
Eyjan.is setti tengil á síðuna að morgni þess 19. september. Opnunin gekk að óskum og klukkan 18:00 byrjuðu fyrstu færslurnar að dúkka upp, þær síðustu birtust svo örstuttu síðar. Ýmsar fréttir, ásamt opnunarbloggfærslunum og gestapistli eftir Halldór Björnsson voru aðalefniviður síðunnar við opnunina.
Að kvöldi þess 19. september skrifaði Einar Sveinbjörnsson færslu þar sem hann fjallaði um Loftslag.is og kunnum við honum þakkir fyrir. Að morgni þess 20. september var frétt á MBL um opnun síðunnar og í gær (21. september) mætti Sveinn í viðtal í Síðdegisútvarpinu (um klukkan 16:40) á Rás 2 um Loftslag.is og loftslagsbreytingar almennt.
Það má því segja að við höfum fengið ágætis byr í seglin þessa fyrstu daga og erum við að vonum sáttir við það.
Nú er stefnan tekin á áframhaldandi starf við síðuna, næsti gestapistill fer væntanlega í loftið á fimmtudag og einnig verður unnið að áframhaldandi efnisöflun fyrir síðuna. Við viljum líka minna á Facebook síðuna, þar eru nú komnir um 240 meðlimir.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir, Um Loftslagsbloggið | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Athugasemdir
Það stefnir allt í það að þetta verði einhver trúarsamkoma
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 08:25
Af hverju segirðu það Gunnar?
Höskuldur Búi Jónsson, 22.9.2009 kl. 09:04
Augljóslega máttu hafa skoðun á því Gunnar og líkja vísindum við trúarsamkomu, því að það eru að mestu leiti vísindi sem vitnað er í á síðunni. En vísindin með sínum vísindalegu aðferðum verða seint flokkuð sem einhverskonar trúarbrögð.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 09:07
Það er hægt að teigja og túlka....
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 09:08
Svo er hægt að gefa ýmislegt í skyn Gunnar, með óljósum orðum og útútsnúningum, en ekki ætla ég að láta það trufla mig
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.