2.11.2009 | 22:44
Er jörđin ađ kólna? - Í tilefni fréttar á Stöđ 2 og Visir.is
Föstudaginn 20. október birtist frétt á Stöđ 2 og á Visir.is, undir yfirskriftinni "Jörđin er ađ kólna". Okkur hér á ritstjórninni ţótti ţetta frekar undarleg frétt, ţannig ađ viđ báđum um frekari upplýsingar frá fréttamanninum sem gerđi fréttina. Viđ erum honum ţakklátir fyrir, ađ hann var okkur innan handar og gaf okkur tengil á fréttina sem hann hafđi unniđ sína frétt eftir. En áđur en viđ víkjum ađ ţví, ţá viljum viđ koma betur inn á innihald fréttarinnar á Vísi og Stöđ 2.
Fyrst og fremst ţá virđist vera sem umrćđa um kólnun Jarđar sé byggđ á mćlingum sem ná yfir of stuttan tíma til ađ hćgt sé ađ tala um kólnun. Ţađ eru og verđa alltaf sveiflur í hitastigi og ţar af leiđandi er ekki marktćkt ađ kíkja á hitastig frá t.d. 2005 og segja ađ leitni hitastigs sé ađ lćkkandi. Viđ fjölluđum um ţetta á Loftslag.is fyrir ekki svo löngu síđan, í frétt um ađ tölfrćđilegar upplýsingar túlkađar af tölfrćđingum benda til ađ jörđin sé ađ hlýna. Vísindamenn hafa bent á ađ tímabundnar sveiflur í veđurfari til nokkurra ára séu ekki mćlikvarđi á sveiflur í loftslagi. Sjá t.d. mýtuna "Ţađ er ađ kólna en ekki hlýna".
Í fréttinni er talađ um ađ "Vísindamenn sem trúa ţví ekki ađ jörđin sé ađ hlýna af mannavöldum benda á ţessar tölur máli sínu til stuđnings." Ekki er bent á tölur í fréttinni, ţannig ađ erfitt er ađ sjá hvađa tímabil er veriđ ađ tala um. Fyrir utan fáa vísindamenn sem eru sumir hverjir sérfrćđingar í öđru en loftslagsfrćđum, ţá er, samkvćmt könnun sem gerđ var međal vísindamanna, stór hluti af sérfrćđingum í loftslagsmálum sammála um ađ mannlegar athafnir sé stór ţáttur í ađ breyta hnattrćnum međalhita jarđar.
[Sjá enn nánari umfjöllun um ţessa frétt á Loftslag.is]Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Ef ţađ kólnar, ţá er ekkert ađ marka ... of stuttur tími. Tíminn sem hefur hlýnađ er samt ekkert vođalega langur
1930-60 (ca) var tiltölulega hlýtt en 60-90 frekar kalt. Ef viđ skođum leitnilínu á 50 ára tímabili, 30-60 og 90-2009, ţá verđur leitnilínan ekki mjög brött.
Ég tek nefnilega eftir ţví ađ oftast er notast viđ tímabiliđ frá 1960... ţađ hentar betur til ađ fá bratta línu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2009 kl. 23:17
Ég held ađ ţú hafir veriđ ađ skođa línuritin sem sýnd eru í Global Warmin Swindle og fleiri "áreiđanlegum" stöđum.
Ţađ hefur ekki enn fengist stađfest hvernig ţeir bjuggu til ţetta línurit, en ţađ á sér ekki stođ í raunveruleikanum. Samkvćmt myndinni hér ađ ofan, ţá eru ţetta gögn frá NASA. Svona hefur hitastigiđ ţróast síđastliđin rúmlega 100 ár samkvćmt NASA:
Ef viđ prófum ađ leggja ţessar tvćr myndir saman, ţá sér mađur ađ efri myndin á sér ekki stođ í raunveruleikanum.
Höskuldur Búi Jónsson, 2.11.2009 kl. 23:54
Ţađ eru og munu áfram verđa hitasveiflur í náttúrunni. Ţ.a.l. mun hlýnun sú sem á sér stađ og hefur átt sér stađ síđastliđna áratugi alltaf sveiflast örlítiđ í takt viđ ţessar náttúrulegu sveiflur. Ţađ er hćgt ađ sjá á ferlinum hér ađ neđan fleiri stađi ţar sem hćgt er ađ sjá "niđursveiflu" á hitastigi yfir skemmri tíma. Núna virđast rökin vera ţau ađ vegna ţess ađ hitastigiđ hafi ekki náđ 2005 markinu á síđustu árum, ţá sé kólnun farin í gang. Ţađ má til fróđleiks benda á ţá stađreynd ađ öll árin eftir 2000 eru á topp 10 listanum yfir heitustu ár frá ţví mćlingar hófust, ţađ hlýtur ađ segja okkur nokkuđ um hitastig síđustu ára, sjá t.d. hér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 00:01
Ef viđ látum línuritin byrja og enda á sama stađ, ţá sést ţetta eflaust betur:
Höskuldur Búi Jónsson, 3.11.2009 kl. 00:02
Já. Einmitt.
Mađur skilur stundum ekki hvernig hvenig sumir, td. Tynes blađamađur á visi, koma inní umrćđuna.
Jörđin ađ kóla. Akkúrat. Árin eftir 2000 flest á toppi hitamćlinga ever.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2009 kl. 11:16
Ps. En gott framtak hjá ykkur ţessi síđa.
Halda ađalatriđunum svona skipulega til haga o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2009 kl. 11:22
Ţessar myndir segja reyndar allar nokkurnvegin sömu söguna, nema Global Warming Swindle línuritiđ nćr ekki lengra en til 2000 sem skiptir máli. Ţađ er ađallega um og fyrir aldamótin 1900 sem myndirnar eru alveg ósammála.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.11.2009 kl. 12:44
Ţađ er athyglisvert hvernig myndrćn útfćrsla á línuritum getur haft áróđursgildi.
Prófiđ ađ breyta ţessum línuritum ţannig ađ hitastigsásinn telji á hálfri gráđu en tímaásinn eins
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 13:40
Gunnar, ég er ekki viss um ađ ég skilji ţig rétt, en ertu ađ segja ađ viđ eigum ađ minnka nákvćmni gagnanna? Til hvers? Er ţađ til ađ myndrćnna framsetningin verđi á einhvern annan hátt? Annars er ţér velkomiđ ađ setja tengil inn á svona unnar tölur, ef ţćr eru til einhversstađar, ţađ gćti veriđ fróđlegt ađ sjá.
Ţess má geta gröfin hér í athugasemdunum eru myndrćnt fram settar af NASA og NOAA, fyrir utan ađ sjálfsögđu Global Warming Swindel grafiđ, sem er gert af höfundum ţeirrar myndar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 13:55
Bendi á splunkunýja grein eftir Halldór Björnsson á Veđurstofuvefnum sem heitir: Hćtti hlýnun jarđar eftir 1998?
http://www.vedur.is/loftslag/frodleikur/greinar/nr/1749
Emil Hannes Valgeirsson, 3.11.2009 kl. 15:23
Takk fyrir tengilinn Emil, mjög fróđleg grein. Halldór Björnsson var einnig ađ gera athugasemd varđandi ţessa fćrslu inn á Loftslag.is, ţar sem hann kemur m.a. inn á ţessa frétt Stöđvar 2.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 15:46
Gunnar: Ég er búinn ađ teygja myndirnar til á samsettu myndinni - ţannig ađ gildiin fyrir hita og tíma telja eins fyrir báđar myndirnar - sem eiga ađ byggja á sömu gögnum. Ţótt ţau eigi ađ byggja á sömu gögnum (sem koma frá NASA) ţá líta línurnar alls ekki eins út...
Hvort er Global Warming Swindle međ áróđur eđa NASA - ef ţú skođar myndirnar einar og sér?
Emil: Ég vil helst ekki ţrćta viđ ţig, sem ert mér fróđari í hitastigsgögnum, en ţegar gögnin eru sett svona saman, ţá finnst mér ţađ sjást nokkuđ vel ađ Global Warming Swindle myndin ýkir hlýnunina í upphafi síđustu aldar og ţar međ kólnunina upp úr miđri öldinni - sem var einmitt tilgangurinn međ ţeirri mynd, ţ.e. ađ gera meira úr kólnuninni. (ég myndi frekar kalla ţađ falskt ef ég vćri ekki ađ reyna ađ vera líbó :)
En ţetta er allt saman aukaatriđi - ađalatriđiđ er slćm fréttamennska.
P.S. ţar sem viđ erum mikiđ ađ spá í hitagögnum og leitnilínum, ţá er gagnvirk mynd í miđju fćrslunnar sem er á ţessari heimasíđu, sem gaman er ađ skođa:
http://hot-topic.co.nz/keep-out-of-the-kitchen/
Hćgt er ađ breyta tímabilinu sem leitnilínurnar eru reiknađar og svissa á milli gagna frá Gistemp (NASA) og Hadcrut (breska veđurstofan).
Höskuldur Búi Jónsson, 3.11.2009 kl. 19:13
Ţađ sem ég meina međ nokkurnvegin sömu söguna er ađ öll línuritin sína stöđuga hlýnun nema á árunum 1940-1970 ţegar kólnađi dálítiđ. Ţađ er ţó talsvert svindl í Global warming swindle línuritinu vegna skakkra hlutfalla. Línuritinn falla mjög illa saman ef ţau eru látin sameinast í upphafsárinu 1880 en ţar er ferillin allt of neđarlega í GWS-línuritinu, líkindin ćttu ađ vera eitthvađ meiri ef ţau sameinuđust t.d. áriđ 1910.
Svo er annađ smáatriđi sem bendir til ónákvćmni í GWS-línuritinu en ţar eru ártölin í kössunum alls ekkert ađ benda á rétta stađi miđađ viđ tímakvarđann - munar nokkrum árum.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.11.2009 kl. 20:36
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.