Mest lesið

loftslagFrá opnun Loftslag.is þann 19. september til loka október birtust 90 færslur, þ.e. fréttir, blogg, heit efni ásamt gestapistlum o.fl. En hvað er vinsælast? Hér verður birtur topp 10 listinn yfir mest lesnu færslurnar. Í þessum tölum eru ekki fastar síður, eins og þær sem eru undir "Vísindin á bak við fræðin" eða yfirlitssíður eins og "Um síðuna" og fleira í þeim dúr.

En hvað hefur verið vinsælast á þessum fyrstu vikum, kíkjum nánar á það:

  1. Er jörðin að hlýna? - Blogg þar sem reynt er að svara þessari spurningu - þessi færsla hefur jafnframt fengið flestar athugasemdir.
  2. Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum - Frétt, þar sem sagt er frá nýlegri grein sem birtist í Geophysical Research Letters sem m.a. segir, að frá árinu 2002-2008 hafi minni útgeislun í sólinni haft áhrif til kólnunar á móti hlýnun jarðar af mannavöldum.
  3. Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust - Frétt, þar sem farið er yfir helstu hitatölur ágústmánaðar út frá gögnum NOAA.
  4. Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árum síðan - Frétt um nýlega grein í Nature þar sem bráðnun Grænlandsjökuls á tímabilinu er skoðuð.
  5. Færri Bandaríkjamenn telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun - Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýnir fram á að færri en áður telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun.
  6. Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu - Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning er hafin.
  7. Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra - Fyrsti gestapistillinn, eftir Halldór Björnsson sérfræðing á Veðurstofunni.
  8. Fuglar og loftslagsbreytingar - Gestapistill eftir Tómas Grétar Gunnarsson.
  9. Bandarísk auglýsing vekur furðu - Myndband.
  10. Opnist allar gáttir - Blogg Höskuldar sem birtist þann 19. september við opnun síðunnar.

[Vinsamlega skoðið síðuna, Loftslag.is]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband