4.11.2009 | 20:32
Mýtur
Þetta er hluti undirsíðu af Loftslag.is.
Ýmsar mýtur eru í gangi varðandi ástæður loftslagsbreytinga og hvort loftslagsbreytingar eru yfir höfuð raunverulegar. Auðvitað er hollt að efast, en það getur verið leiðigjarnt til lengdar að hrekja sömu mýturnar, mýtur sem litlar sem engar vísindalegar staðreyndir eru fyrir. Því ákváðum við að taka saman lífseigustu mýturnar og skrifa um þær.
Fyrst nokkrar sívinsælar mýtur í umræðunni hér á Íslandi
Mýtur sem notaðar eru hér á Íslandi eru að vísu svipaðar og í öðrum löndum, en þessar heyrast mikið.
Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar
Það er að kólna en ekki hlýna
Aðrar gróðurhúsalofttegundir, t.d. vatnsgufa eru mun áhrifameiri til hlýnunar
Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum
Vísindamenn spáðu ísöld á áttunda áratugnum því hafa þeir rangt fyrir sér nú
Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (eldvirkni eða sjórinn)
Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
Það var hlýrra á miðöldum
Hokkíkylfan er röng
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Mótrök, Tenglar | Breytt 5.11.2009 kl. 08:35 | Facebook
Athugasemdir
"...Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum..."
Ef þið hefðuð sagt "Vísindamenn eru sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum" þá hefði mátt kalla það mýtu.
Staðreyndin er hins vegar sú að upphaflega fullyrðingin sem þið kallið mýtu er hárrétt.
Hér má sjá lista yfir meira en 700 vísindamenn með efasemdir af ýmsu tagi sem tengjast hlýnun af mannavöldum:
http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.Blogs&ContentRecord_id=10FE77B0-802A-23AD-4DF1-FC38ED4F85E3
Japanskir vísindamenn eru nú orðnir meira áberandi í hópi efasemdarmanna samanber þetta brot:
"... The explosion of skeptical scientific voices is accelerating unabated in 2009. A March 14, 2009 article in the Australian revealed that Japanese scientists are now at the forefront of rejecting man-made climate fears prompted by the UN IPCC.
Prominent Japanese Geologist Dr. Shigenori Maruyama, a professor at the Tokyo Institute of Technology’s Department of Earth and Planetary Sciences who has authored more than 125 scientific publications, said in March 2009 that “there was widespread skepticism among his colleagues about the IPCC's fourth and latest assessment report that most of the observed global temperature increase since the mid-20th century ‘is very likely due to the observed increase in anthropogenic greenhouse gas concentrations.” Maruyama noted that when this question was raised at a Japan Geoscience Union symposium last year, ‘the result showed 90 per cent of the participants do not believe the IPCC report.” ..."
Ath. að með "anthropogenic greenhouse gas concentrations" er á við gas framleitt af mannavöldum.
Finnur Hrafn Jónsson, 4.11.2009 kl. 21:36
Sæll Finnur
Lastu textann á bakvið mýtuna. Ef ekki þá væri það ráð. Það er staðreynd að lang flestir vísindamenn sem stunda rannsóknir á loftslagi og loftslagsbreytingum telja að hnattræn hlýnun eigi sér stað og að það sé vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Eins og segir í textanum sem er tekin úr könnun sem gerð var snemma á árinu 2009 og náði til yfir 3000 jarðvísindamanna, þá eru þeir nokkuð sammála, eins og fram kemur í könnuninni:
It seems that the debate on the authenticity of global warming and the role played by human activity is largely nonexistent among those who understand the nuances and scientific basis of long-term climate processes. The challenge, rather, appears to be how to effectively communicate this fact to policy makers and to a public that continues to mistakenly perceive debate among scientists.
Lauslega þýtt: “Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna.”
Niðurstaða könnunarinnar var eftirfarandi, þeir sem stunda rannsóknir eru í minnstum vafa:
Þannig að jú þetta er mýta, nákvæmlega eins og það er orðað hjá okkur.
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 22:33
Finnur hvernig væri að þú myndir lesa þetta:
Þannig að mýtan þín stenst ekki.
Hvað varðar japanska vísindamenn, þá hafði ég ekki heyrt af þessu - aftur á móti tók vísindaakedemía þeirra þátt í sameiginlegri yfirlýsingu sem var svona:
Sjá yfirlýsinguna í heild hér: http://royalsociety.org/displaypagedoc.asp?id=25576
Höskuldur Búi Jónsson, 4.11.2009 kl. 22:59
Fullyrðingin sem kemur fram í mýtunni ætti að geta staðist út af fyrir sig án nánari útskýringa. Það gerir hún hins vegar ekki.
Það kom meira að segja fram í ykkar tilvísun að 20% af þessum 700 vísindamönnum höfðu birt ritrýndar greinar í loftslagsfræðum. Þið kjósið hins vegar að vísa í jarðfræðinga sem vissulega koma við sögu í loftslagsfræðum en margar aðrar vísindagreinar gera það líka.
Við verðum bara að vera ósammála um þetta. Á meðan umtalsverður og vaxandi hópur vísindamanna er með efasemdir tel ég mýtuna ranga.
Finnur Hrafn Jónsson, 5.11.2009 kl. 09:04
"20% af þessum 700 höfðu birt ritrýndar greinar í loftslagsfræðum"
Ertu að vísa í þetta:
Getur verið að þú sért að misskilja niðurstöðu þessarar nefndar?
Af þeim þúsundum vísindamanna sem eru það sem hægt væri að kalla sérfræðingar í loftslagsfræðum (ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru margir) eru einhverjir tugir sem hafa efasemdir "af ýmsu tagi" varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum. Þeim er öllum safnað saman á þennan lista - auk annarra vísindamanna sem ekki hafa stundað rannsóknir í faginu. Þá eru að auki á listanum menn sem ekki má með góðu móti sjá að hafi nokkurn áhuga á að vera á þessum lista.
Þessi listi var gerður af pólitískum hvötum - ekkert annað.
Ég verð að viðurkenna að ég fór virkilega í almennilega leit, í gærkvöldi, að þessum japönsku vísindamönnum sem þú segir að séu ósammála um hlýnun jarðar af mannavöldum. Ég fann ekkert nema efasemdasíður - sem vísuðu í sömu frétt og þú. Ein frétt í áströlsku viðtali sem birtir viðtal við einn mann sem segir að 90% japanskra jarðvísindamanna á einni ráðstefnu hafi efasemdir um hlýnun jarðar af mannavöldum. Hversu áreiðanlegt er það eiginlega og hvaða efasemdir er um að ræða?
Ég held þú þurfir að gera betur ef þú ætlar að segja að þetta sé ekki mýta.
Höskuldur Búi Jónsson, 5.11.2009 kl. 09:50
Mig langar að benda á www.google.com. Alveg hreint ágætis verkfæri til að finna efni á netinu.
Örstutt leit á google leiddi eftirfarandi í ljós:
Kanya Kusano heimasíða:
http://www.jamstec.go.jp/esc/research/profile_kusano.en.html
Google var einnig með nærri 4000 aðrar tilvísanir í þetta nafn.
Shunichi Akasofu ætti nú varla að þurfa að kynna. Google var með 26000 linka á hans nafn. Hann er langþekktastur á Vesturlöndum af þessum þremur. Var lengi yfir maður alþjóðlegrar norðurskauts rannsóknarmiðstöðvar í Alaska. Stutt viðtal við hann var í heimildarmyndinni "The Great Global Warming Swindle".
Shigenoi Maruyama fær 46000 linka á google. T.d. þennan með yfirliti yfir starfsferil hans: http://read.jst.go.jp/public/cs_ksh_007EventAction.do?action4=event&lang_act4=E&judge_act4=2&knkysh_name_code=1000203982
Áhugaverðasti linkurinn sem var efstur á blaði hjá google þegar ég leitaði að Kusano var þessi hérna hjá breska netfréttablaðinu The Register:
http://www.theregister.co.uk/2009/02/25/jstor_climate_report_translation/
Þar er sagt frá skýrslu sem þremenningarnir komu að, sem var unnin fyrir japönsku ríkisstjórnina. Þar er útlistun á því af hverju þeir eru með efasemdir um hlýnun af mannavöldum.
Finnur Hrafn Jónsson, 6.11.2009 kl. 03:49
Sniðugt þetta Google, það koma 206.000 leitarniðurstöður ef ég fletti upp t.d. Rajendra Pachauri
En öllu gamni sleppt, þá er að sjálfsögðu hægt að finna einhverja sem efast, en lang stærsti hluti þeirra sem stunda þessar rannsóknir telja að hækkun hitastigs megi rekja til aukins styrks gróðurhúsalofttegunda, það er það sem mýtan er um. Í grafinu sem fylgir með, þá er sýnt að þeir sem stunda þessar rannsóknir mest eru nánast allir á því að svo sé. Svo er hægt að byrja að leita af hinum fáu og segja sem svo að vísindamenn séu almennt ekki sammála, en það hlýtur að teljast að velja niðurstöðuna (e. Cherry Picking) og segir okkur ekki mikið um hið almenna samhljóða álit sem vísindamenn hafa um málið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 10:39
Það sem ég var að vísa í, var að ég fann hvergi upplýsingar um þessa skoðunarkönnun sem á að hafa verið gerð meðal jarðvísindamennina í Japan á þessari ráðstefnu, nema tilvísanir í sömu heimasíðu og þú vísar í.
Ef ég finn ekkert nema eina frétt í áströlsku blaði - hvernig get ég þá treyst því að þessi könnun hafi verið gerð? Þú mátt endilega sína mér hvernig á að gúggla upplýsingar sem færir mér nær þessari ráðgátu
Höskuldur Búi Jónsson, 6.11.2009 kl. 19:53
"...question was raised..." þarf ekki endilega að þýða skoðanakönnun, það getur alveg eins þýtt handauppréttingu á fyrirlestri.
Ég fann a.m.k. ekki neitt um formlega skoðanakönnun. Ekki er víst að Maruyama hafa rætt við aðra netmiðla út af þess atriði.
Annað vandamál að fjölmiðlar hafa slagsíðu í sinni umfjöllun sbr. þetta dæmi:
"...
Dr. David Deming (University of Oklahoma, College of Earth and Energy) said in his testimony to congress [http://epw.senate.gov/hearing_statements.cfm?id=266543] “In 1995, I published a short paper in the academic journal Science. In that study, I reviewed how borehole temperature data recorded a warming of about one degree Celsius in North America over the last 100 to 150 years. The week the article appeared, I was contacted by a reporter for National Public Radio. He offered to interview me, but only if I would state that the warming was due to human activity. When I refused to do so, he hung up on me. … I had another interesting experience around the time my paper in Science was published. I received an astonishing email from a major researcher in the area of climate change. He said, "We have to get rid of the Medieval Warm Period.” The existence of the MWP had been recognized in the scientific literature for decades. But now it was a major embarrassment to those maintaining that the 20th century warming was truly anomalous. … There is an overwhelming bias today in the media regarding the issue of global warming. In the past two years, this bias has bloomed into an irrational hysteria. Every natural disaster that occurs is now linked with global warming, no matter how tenuous or impossible the connection. As a result, the public has become vastly misinformed on this and other environmental issues.”
..."
PS
Og ég ætla EKKI að segja ykkur hvar ég fann þetta Góða helgi
Finnur Hrafn Jónsson, 6.11.2009 kl. 23:20
Já Finnur, netið er skemmtilegur miðill. Þar getur maður fundið allar kenningar og skoðanir um allt milli himins og jarðar. Spurning að reyna að sigta út sumar heimildir. Það segir manni lítið vísindalega, þó einhver misvitur útvarpsmaður hafi viljað, árið 1995, fá vísindamann til að segja hluti sem hann ekki vildi, og fleira í þeim dúr. Hvernig fjölmiðlar geta látið og gera, er langt frá því að vera rök á móti hinum vísindalegu kenningum.
Aftur á móti ef við skoðum það sem lang flestir þeirra þúsunda vísindamanna sem rannsaka þessi mál, segja um málefnið, þá er ástæða til að telja að 1) Hitastig fari hækkandi, 2) Það sé vegna aukningu gróðurhúsalofttegunda og 3) aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er vegna athafna manna.
PS. Allar þessar tilvitnanir eru á síðuna Loftslag.is, þar koma fram heimildir og ítarefni fyrir þá sem vilja lesa meira.
Góða helgi
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.