17.11.2009 | 09:43
Súrnun sjávar
Auk hlýnunar jarðar, þá hefur losun CO2 (koldíoxíðs) út í andrúmsloftið önnur og minna þekkt áhrif, svokallaða súrnun sjávar (e. ocean acidification). Frá aldamótunum 1800 hefur sjórinn gleypt einn þriðja af losun manna á CO2 og hefur sjórinn því verið eins konar sía sem minnkað hefur áhrif CO2 á hlýnun jarðar en um leið hefur það haft áhrif á efnafræði sjávar. Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er því einskonar aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað hitt CO2-vandamálið.
Við höfum tekið þetta fyrir á Loftslag.is, meðal annars á eftirfarandi síðum:
- Súrnun sjávar; þar sem við hugleiðum hvað þetta er og hvaða afleiðingar súrnun sjávar geti hugsanlega haft.
- Súrnun sjávar - áhrif á lífverur - frétt þar sem farið er yfir gögn nýrrar rannsóknar um afleiðingar súrnunar sjávar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Afleiðingar, Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.