Hvað með Ísland?

Þetta er væntanlega fín skýrsla sem vísað er í, í fréttinni - en takmörkuð er hún - allavega fyrir okkur Íslendinga.

Fyrirsögn fréttarinnar gefur Íslendingum hugsanlega von um að í þessari skýrslu sé verið að segja að við (væntanlega Íslendingar) getum grætt á hlýnun jarðar.

Við á loftslag.is renndum í gegnum þessa skýrslu og rétt er að minnast á það að hvergi er minnst á Ísland - enda erum við ekki í Evrópusambandinu.

Reyndar er margt sem þykir mikilvægt fyrir Ísland, ekki rætt í þessari skýrslu, sjá þessa tilvitnun:

This project does not pretend to be comprehensive as relevant impact categories are not included in the assessment. Market impact categories such as fisheries, forests and energy demand/supply changes have not yet been addressed. Other non-market impact categories like biodiversity and potentially catastrophic events are not considered in this study either.

Sem sagt ekki er fjallað um fiskveiðar (og þann markað), skógrækt, né orkuframboð né eftirspurn, spurning hvort óreglulegra rennsli fyrrum jökuláa eigi t.d. eftir að hafa áhrif á orkuframboð hér á landi í framtíðinni - þegar jöklar á Íslandi minnka. Einnig er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort um gróða sé að ræða þegar ekki er fjallað um breytingar í vistkerfum og öfgaatburðum t.d. öfgaúrkomu.

Þar sem ekki var fjallað um fiskveiðar, þá kemur það að sjálfsögðu ekki á óvart að ekki er fjallað um súrnun sjávar - en það getur haft töluverð áhrif á fiskveiðar framtíðarinnar.

En þar sem ekki var fjallað um ofangreinda þætti, né Ísland sérstaklega þá verðum við að grípa eitthvað sem gæti verið nálægt þeim aðstæðum sem við búum við á Íslandi.

Við eigum t.d. margt sameiginlegt með Bretlandseyjum, en um heildarefnahagslegu áhrifin þar er sagt meðal annars:

The sectoral and geographical decomposition of welfare changes under the 2.5°C scenario shows that aggregated European costs of climate change are highest for agriculture, river flooding and coastal systems, much larger than for tourism. The British Isles, Central Europe North and Southern Europe appear the most sensitive areas. Moreover, moving from a European climate future of 2.5°C to one of 3.9°C aggravates the three noted impacts in almost all European regions. In the Northern Europe area, these impacts are offset by the increasingly positive effects related to agriculture.

Bretlandseyjar koma því ekki vel út úr þessari skýrslu og því má reikna með, miðað við takmarkanir þessarar skýrslu að sambærileg gildi hefðu komið fyrir Ísland. Um það er þó erfitt að fullyrða. 

Það virðist sem að út frá þessu þá komi Norður Evrópa best út (þ.e. Svíþjóð, Finnland og Eystrasaltsríkin). Við eigum lítið sameiginlegt með þeim hvað varðar loftslag.

Svo er það siðferðisleg spurning hvort að rétt sé að meta hvort einhver lönd eigi eftir að "Græða" á hlýnun jarðar? Það bendir nefnilega allt til þess að hluti jarðarbúa eigi eftir að fara illa út úr þeim loftslagsbreytingum sem hugsanlega eru framundan.

Sjá skýrsluna hér: Climate change impacts in Europe - Final report of the PESETA research project


mbl.is Gætum grætt á hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://news.bbc.co.uk/2/hi/8299079.stm

But it is true. For the last 11 years we have not observed any increase in global temperatures....

Axel Sigurður Óskarsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 02:40

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Axel: Það má alltaf benda á þennan nýlega fróðleiksmola af heimasíðu Veðurstofunnar: Hætti hlýnun jarðar eftir 1998? en loftslag.is hefur einnig skrifað um þetta meinta hik í hlýnuninni: Mýta: Það er að kólna en ekki hlýna.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.11.2009 kl. 07:51

3 identicon

Sammála Axel.

Það er í raun að kólna! Gerið ykkur greiða og skoðið þessi Video.

Kíkið á þetta You Tube Video.  http://www.youtube.com/watch?v=yGne7444QRg 

The Space-time of Imperialism.  

 Og þetta Video:

GLOBAL WARMING IS FOR GENOCIDE.

http://www.youtube.com/watch?v=TTd5fKYcR3M

Þessi pólitík er enn ein pólitíska kúgunin á heimsmælikvarða !

Birgir Sæmundsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 09:04

4 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Sammála Axel.

Það er í raun að kólna! Gerið ykkur greiða og skoðið þessi Video.

Kíkið á þetta You Tube Video.  http://www.youtube.com/watch?v=yGne7444QRg 

The Space-time of Imperialism.  

 Og þetta Video:

GLOBAL WARMING IS FOR GENOCIDE.

http://www.youtube.com/watch?v=TTd5fKYcR3M

Þessi pólitík er enn ein pólitíska kúgunin á heimsmælikvarða !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 26.11.2009 kl. 09:05

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Birgir: Ertu ekki að grínast. Lestu tenglana sem ég benti á í síðustu athugasemd. Orð pólitískra lobbíista (líkt og þú bendir á) vega minna en mælingar og rannsóknir.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.11.2009 kl. 09:58

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað er þarna átt við að ''græða'' og ''hagnast' á? Er það fjárhagslegt? Eða annars eðlis? Er nokkuð rangt við það annars að reyna að meta hvort betra verði að lifa r á  takmörkuðu svæði í heiminum , t.d. á Íslandi við þá hlýnun sem þar yrði, þó samþykkt væri að meirihluti hemsns myndi ekki græða á sinni hlýnun? Þetta með siferðislegu hliðina er reyndar kapitulí ðut af fyrir sig. Hlýnun jarðar eða ekki hlýnun er náttúrufarslegt fyrirbæri, útreikningar á hugsanlegri hlýnun er hins vegar vísindalegt dæmi. Aðgerðir í loftslagsmálum er hins vegar pólitískt fyrirbæri eða kannski siðferðilegt. Hins vegar er hin staðreyndalega hlið, hlýnunin eins og hún er mæld, og hin vísindalega hlið,sviðsmyndirnar fram í tímann, notaðar alveg miskunnarlaust í pólitískum og siðferðlegum tilgangi af aðgerðasinnum í loftsslagsmálum. Aðgerðirnar eiga þó alltaf að vera í nafni vísindanna eða vísindin vísindin vísindin réttlæta þær eða krefjist þeirra. Þetta er hreinlega óheiðarleg afstaða, afstaða sem EKKI er byggð á vísidnum heldur pólitík og siðferði. Hvergi er vísidnum, stjórnmálum og hreinum og klárum siðferðilegum spurningum blandað eins óspart saman og í þessum geira, loftslagsmálunum af hálfu aðgerðasinna. Það leiðir ekkert af staðreyndunum né útreikningunum að tekin sé pólitísk eða siðferðisleg afstaða sem stjórnað er af einni hugsunarlínu. En öll pólitíkin og allt siðfeðrið er alltaf réttlætt sem það séu vísindi eða leiði óhjákvæmilega af þeim.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.11.2009 kl. 14:10

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sigurður: Ég skal reyna að svara þessu. 

Hvað er þarna átt við að ''græða'' og ''hagnast' á? Er það fjárhagslegt? Eða annars eðlis?

Lestu fréttina sem vísað er í og þá sérðu að það er gefið í skyn að Íslendingar muni hagnast fjárhagslega við hlýnun jarðar (sem reyndar segir hvergi í skýrslunni). 

Er nokkuð rangt við það annars að reyna að meta hvort betra verði að lifa r á  takmörkuðu svæði í heiminum , t.d. á Íslandi við þá hlýnun sem þar yrði, þó samþykkt væri að meirihluti hemsns myndi ekki græða á sinni hlýnun?

Mér fyndist það siðferðilega rangt, ef Íslendingar myndu taka þann pól í hæðina að ætla ekki að gera neitt í loftslagsmálum - af því að við gætum grætt á því. Það myndi ég segja að væri mikill siðferðisbrestur.  Ef þér finnst annað, þá verðum við bara að vera ósammála.

Þetta með siferðislegu hliðina er reyndar kapitulí ðut af fyrir sig. Hlýnun jarðar eða ekki hlýnun er náttúrufarslegt fyrirbæri,

Af mannavöldum og því ber okkur mönnunum skylda til að gera eitthvað í því. 

útreikningar á hugsanlegri hlýnun er hins vegar vísindalegt dæmi.

Út frá bestu útreikningunum þá virðist stefna í að margir muni hafa það ansi skítt í framtíðinni, ef ekkert er gert í málunum. 

Aðgerðir í loftslagsmálum er hins vegar pólitískt fyrirbæri eða kannski siðferðilegt. Hins vegar er hin staðreyndalega hlið, hlýnunin eins og hún er mæld, og hin vísindalega hlið,sviðsmyndirnar fram í tímann, notaðar alveg miskunnarlaust í pólitískum og siðferðlegum tilgangi af aðgerðasinnum í loftsslagsmálum.

Þetta er orðað hjá þér eins og það sé eitthvað að því að segja frá mæligögnum og því sem vísindin segja okkur að geti orðið ef ekkert er að gert - og að benda á að aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Aðgerðasinnar - er það hið sama og activist? 

Aðgerðirnar eiga þó alltaf að vera í nafni vísindanna eða vísindin vísindin vísindin réttlæta þær eða krefjist þeirra. Þetta er hreinlega óheiðarleg afstaða, afstaða sem EKKI er byggð á vísidnum heldur pólitík og siðferði. Hvergi er vísidnum, stjórnmálum og hreinum og klárum siðferðilegum spurningum blandað eins óspart saman og í þessum geira, loftslagsmálunum af hálfu aðgerðasinna.

Því miður er þetta eitt af þeim málefnum þar sem útséð er að að allt fari í handaskol ef ekki er gert neitt í málunum - það er ekki hægt að hafa þetta eingöngu á samvisku hvers og eins að gera eitthvað í málunum - þá verður ekkert gert í þeim. Pólitíkin verður að taka þátt í þessu - því miður. 

Það leiðir ekkert af staðreyndunum né útreikningunum að tekin sé pólitísk eða siðferðisleg afstaða sem stjórnað er af einni hugsunarlínu. En öll pólitíkin og allt siðfeðrið er alltaf réttlætt sem það séu vísindi eða leiði óhjákvæmilega af þeim.

Aðgerðirnar leiða óhjákvæmilega af þeim gögnum sem vísindamenn hafa safnað með mælingum, útreikningum og líkönum. Þau segja að aðgerða sé þörf og ekki taka vísindamennirnir sjálfir ákvörðun um það - ef þeir myndu hafa vald til þess, væri fyrir löngu búið að gera eitthvað í málunum.

Hver var annars tilgangurinn með þessu ranti hjá þér Sigurður? Að koma upp um það að við viljum að gripið verði til aðgerða? Því séum við ekki hæfir til að fjalla um loftslagsmál? Erum við aðgerðasinnar fyrir vikið og er það slæmt? Erum við Alarmistar eins og þú vilt kalla það? Er það þín skoðun að ekki þurfi að grípa til neinna aðgerða og á hverju byggirðu þá skoðun?

Höskuldur Búi Jónsson, 26.11.2009 kl. 18:10

8 identicon

Takk fyrir góða síðu og þörf og góð rök í þessari umræðu. Aldrei munu allir Íslendingar læra að hugsa rétt (eða hugsa yfirhöfuð) - alltaf munu alltof margir trúa þeim sem setur mestan pening í auglýsingar (eða þeim sem á einn eða tvo fjölmiðla aukalega)

Almenna umræðan á Íslandi um þessi málefni er á barnaskólastigi. Fyrir 15-30 árum var nákvæmlega sama umræða í gangi í Evrópu.

Valgeir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:05

9 identicon

Kíkið á þetta

http://www.zerohedge.com/article/global-warming-exposed-un-funded-fraud

Þar sem peningar koma nálægt er spilling á næsta leiti, líka hjá virtum vísindamönnum.

Hákon (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:06

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir tengilinn Hákon, við höfum tekið þetta fyrir, sjá t.d. hér. Það er ekkert í þessu máli sem bendir til þess að loftslagsvísindin séu svik sem slík, en það eru þó nokkrar heimasíður og blogg yfirfull af rangtúlkunum varðandi þetta mál og þær samhengislausu upplýsingar sem þarna eru. En það er eins og gengur og lítið við því að gera

Góða helgi

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 17:18

11 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Sigurður Þór kemur að kjarna málsins. Hlýnunin, hversu mikil og að hve miklu leyti af mannavöldum er verkefni fyrir vísindamenn.
Jafnvel þó að við gefum okkur það að hlýnunin stafi af miklu leyti af mannavöldum hlýtur umræðan um aðgerðir ef einhverjar eru taldar nauðsynlegar að vera verkefni fyrir almenning og stjórnmálamenn.

Vísindamenn glata trúverðugleika um leið þeir fara að halda fram pólitískum sjónarmiðum í nafni vísindanna.

Menn þurfa ekki að leita lengra en til Björns Lomborgs til að finna mjög góð rök fyrir því skynsamlegra sé að takast á við afleiðingar hlýnunar frekar en að reyna að berjast á móti henni.

Niðurstaða alþjóðlegs samstarfsverkefnis sem Björn Lomborg leiddi "The Copenhagen Consensus" var sú að mörg önnur verkefni væru brýnni á heimsvísu heldur en að berjast á móti hlýnun.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.11.2009 kl. 17:39

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég ímynda mér að það hljóti að vera erfitt að vera vísindamaður og horfa á mælingar og þann fjölda rannsókna sem til eru um þetta mál, án þess að vilja hafa einhvers konar skoðun á málinu byggða á þeim gögnum, sérstaklega þegar ekki virðist vera mikil samstaða um að gera eitthvað í málinu.

Það eru hugsanlega til fleiri lausnir en þær pólítísku (ég sé reyndar ekki betur en að Björn Lomborg sé pólítískur, ég fylgdist aðeins með hans málflutningi þegar ég bjó í Danmörku). Það eru til rannsóknir sem benda til þess að ódýrara sé að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga með fyrirbyggjandi aðferðum heldur en að bíða og vona hið besta. Það er heldur ekki víst að við höfum séð fyrir allar mögulegar afleiðingar. 

Það verður haldin fundur um þessi mál í Kaupmannahöfn í desember og það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig málin þróast þar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 17:54

13 identicon

Það er hálf vesældarlegt að sjá yfirklórið hjá ykkur beint af RC um þessi stolnu prívat skjöl frá CRU, það  kemur út úr þessu eru svo sem engar nýjar fréttir, þ.e. að RC/CRU- "crewið"  er pólitískur halelúja kór sem hefur hefur regluna "tilgangurinn helgar meðalið" í hávegum, sem sé ljúga falsa og fúska  er í fínu lagi bara ef það er gert í "góðum" tilgangi.  Það er bara ekki rétt og það er akkúrat það sem "The two MM's" hafa verið að halda fram  allan tímann, ógansæi á gagnasettum , feluleikur með aðferðafræði, misbeiting ( eða vanþekking) á tölfræði o.s.frv. gerir tuil langs tíma litið ekkert annað en að draga úr trúverðugleikanum sem reynt er að umlykja fræðin með.

Hitt er svo annað mál að hvað geta þessi kallagrei sem gera IPPC skýrslurnar annað gert en að haga sér svona, það er skýrt tekið fram í stofnskrá IPPC-nefndarinnar  að hlutverk hennar sé að áætla (neikvæð)  áhrif manngerðs CO2-útblásturs (og annara s.k. gróðurh.loftegunda) á loftslagið , engar aðrar  hugsanlegar orsakir hlýnunar eiga að koma þar til umræðu, (og eru því  ekki styrkhæfar rannsóknir á þeirra vegum). Þetta er svo aftur arfleifðin frá áhrifunum gamla góða leirfótarisans ENRON á Kyoto, Enron kallarnir eyddu stórfé í allskonar umhverfis-lobbýgrúppur í den , þeir ætluðu nefnilega að græða stórt á Kolefniskvótum , miklu meira en þeir gerðu SO2-kvótadæminu, en All Sore varð bara næstum því forseti , og  helvítið hann Bush fékkst ekki til hlusta, svo Enron fór á hausinn, arfurinn eftir þá lifir samt áfram góðu lífi, bullið heldur áfram og olíufélögin glotta ekkert , hefur verið  jafn gjöfult fyrir  ársuppgjörin þeirra  eins og AGW umræðan og pólitíkin þar í kring.

Það þarf að fara að koma einhverju skikki á þetta  dæmi ,  koma umræðunni á betra  ("objektívara" og gegnsærra ) plan, aðskilja pólitíkina og "biasinn" a báðum pólum frá vísindadæminu og endurskoða alla aferðafræði loftslasfræðinga upp á nýtt. Það væri t.d. byrjun ef Phil Jones, Esper, Michael Mann, Gavin Schmidt , W Conelley, IPPC-gengið  og þeirra söfnuðir kæmu út úr AGW kirkjunum og byrjuðu aðástunda sæmilega heiðarleg og gagnsæ vinnubrögð í fræðunum, og sama á við um þá sem liggja í skotgröfunum hinu megin línunnar. Það verður auðvitað aldrei svo að allir verði sáttir, og auðvitað en það verður að reyna. Og ekki gleyma því að tilfinningaiðnaðurinn hefur stutt minni, þó svo að hann sé í dag í meirihluta  AGW sinnaður, þá snýst það nokkuð örugglega við þegar fólk fer að sjá hvað Kolefnisskattar og svoleiðis fer ílla með buddurnar hjá því. 

Bjössi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 16:13

14 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Langflest gögn varðandi loftslagsmál hafa verið til á netinu í mörg ár og uppfærð reglulega. Nú hefur meira að segja RealClimate tekið sig til og safnað tenglum saman á einn aðgengilegan stað: http://www.realclimate.org/index.php/data-sources/ 

En eins og segir, þá hafa flest gögnin verið aðgengileg og líka fyrir M&M og félaga. Ég segi flest, því mér skilst að vegna þess að gögnin sem Phil Jones og félagar hafa notað eru fengin frá ýmsum veðurstofum út um allan heim, þá hafa þeir ekki getað afhent sín gögn (þeir hafa ekki rétt á því). En í raun og veru þarf ekki þeirra gögn til að sýna fram á óyggjandi hlýnun jarðar - af nógu er að taka.

Höskuldur Búi Jónsson, 29.11.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband