Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Mýta - Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?

Röksemdir efasemdamanna…

Ef fylgst er með útbreiðslu hafíss undanfarið ár, þá sjást óvenjulegar sveiflur og að hafísinn hefur náð normal útbreiðslu nokkrum sinnum. Það er greinilegt að hafísinn er að jafna sig á Norðurskautinu.

Það sem vísindin segja…

Útbreiðsla hafíss segir okkur hvert ástandið á hafísnum er við yfirborð sjávar, en ekki þar undir. Hafís Norðurskautsins hefur stöðugt verið að þynnast og jafnvel síðustu tvö ár á meðan útbreiðslan hefur aukist lítillega. Af því leiðir að heildar magn hafíss á Norðurskautinu árið 2008 og 2009 er það minnsta frá upphafi mælinga.

Yfirleitt þegar fólk talar um ástand hafíssins á Norðurskautinu, þá er það að tala um hafísútbreiðslu. Þar er átt við yfirborð sjávar þar sem að minnsta kosti er einhver hafís (yfirleitt er miðað við að það þurfi að vera yfir 15% hafís). Útbreiðsla hafíss sveiflast mikið í takt við árstíðirnar – er hafís bráðnar á sumrin og nær lágmarki í útbreiðslu í september og frýs síðan aftur á veturna með hámarksútbreiðslu í mars. Hitastig er aðalþátturinn sem keyrir áfram breytingar í útbreiðslu hafíss – en aðrir þættir eins og vindar og skýjahula hafa þó sín áhrif þó í minna mæli. Útbreiðsla hafíss hefur verið á stöðugu undanhaldi síðastliðna áratugi og árið 2007 varð útbreiðslan minnst vegna margra ólíkra þátta.

[...]

Restina af færslunni má lesa á loftslag.is, Mýta - Er hafís Norðurskautsins að jafna sig? 


Hnattræn hlýnun upp á borðum…

Í myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) skoðar hann m.a. sára einfalda tilraun sem hægt er að gera heima hjá sér og sýna þannig fram á áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig. Svona tilraun er í raun hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði og án þess að þurfa neina sérstaka sérþekkingu til.

Peter Sinclair er fyrir að kalla hlutina nöfnum, sem að hans mati passa við tilefnið, og notar hann því t.d. orðið afneitunarsinni (e. denier) án þess að blikna. Jæja, en lítum nú á hans eigin lýsingu á myndbandinu:

Það koma enn afneitunarsinnar til mín og segja mér að það séu engar sannanir fyrir áhrifum CO2 í andrúmsloftinu. En í raun er hægt að sýna fram á eiginleika CO2 með einföldum verkfærum. Svo einföldum, í raun, að barn gæti gert það.

En vindum okkur því næst í myndbandið og þennan barnaleik sem hægt er að reyna heima ef áhugi er fyrir hendi, myndbandið má sjá á loftslag.is, Hnattræn hlýnun upp á borðum…

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hlýnun jarðar - góð eða slæm?

Röksemdir efasemdamanna…

Hlýnun Jarðar er í raun góð – í raun og veru blómstra samfélög manna á hlýindaskeiðum á sama tíma og það dregur úr lífsgæðum við kólnun (samanber á Litlu Ísöldinni).
 

Það sem vísindin segja…

Neikvæð áhrif hlýnunar Jarðar á landbúnað, heilsu og umhverfi yfirskyggja jákvæðu áhrif hlýnunarinnar.

Í nýrri færslu á loftslag.is er farið yfir ýmis konar áhrif hlýnunar Jarðar og sýnir þessi upptalning nokkuð vel að fæstar afleiðingar loftslagsbreytinga eru ríkulegum kostum búnar, þvert á móti geta afleiðingarnar orðið slæmar og kostnaðarmiklar.

- - - 

Nánar er hægt að lesa um hugsanleg áhrif hlýnunar jarðar og losunar gróðurhúsalofttegunda varðandi m.a. landbúnað, súrnun sjávar, efnahag o.fl. á loftslag.is, Er hlýnun jarðar slæm?

Aðrar tengdar færslur á loftslag.is


Myndskeið af hreyfingu jökla

Með meiri þekkingu á jöklum, þá verður hægt að kortleggja jöklabreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar enn betur. Það er því gott að þetta verkefni gengur vel. Það hafa verið reyndar fleiri leiðir til að skoða jöklabreytingar, m.a. ljósmyndun sem er merkilegt að því leiti að auðvelt er fyrir leikmenn að sjá breytingarnar.

Í myndbandi frá TED (sem sjá má á loftslag.is), sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að  hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.

Myndbandið má sjá á loftslag.is, sjá Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla, einnig má þar sjá stutt myndskeið frá Sólheimajökli, tekið á myndavél úr verkefninu.  

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Meira en helmingur jöklanna kortlagður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Google hugar að lausnum - nýjar hugmyndir fæðast

Ekki myndi ég persónulega veðja á þessa tilteknu lausn. En framtíðin mun skera úr um hvað verður ofaná varðandi lausnir til að draga úr mengun og þar með einnig losun gróðurhúsalofttegunda. En alltaf fróðlegt þegar reynt er að hugsa og nálgast hlutina á nýjan hátt, öðruvísi verða nýjar hugmyndir ekki til :)

Meira um lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á loftslag.is:


mbl.is Ferðamáti framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fingraför mannkyns á hnattræna hlýnun

Í færslu á loftslag.is er komið inn á ýmisleg fingraför mannkyns varðandi hnattræna hlýnun, hér undir er eitt af atriðunum sem nefnd eru þar. Í færslunni á loftslag.is má sjá fleiri atriði, sjá nánar,  Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina

- - - 

Fingrafar mannkynsins á hitaleitnina

Enn eitt fingrafar mannkynsins má finna með því að líta á hitaleitni í mismunandi lögum lofthjúpsins. Loftslagslíkön spá því að aukning koldíoxíðs ætti að valda hækkun hitastigs í veðrahvolfinu (e. troposphere) en kólnun í heiðhvolfinu (e. stratosphere). Þetta er vegna þess að aukin “ábreiðu” áhrif í veðrahvolfinu halda meiri hita þar, sem leiðir til þess að minni hiti berst til heiðhvolfsins. Þetta er í mótsetningu við þeim áhrifum sem hægt væri að eiga von á ef sólin ylli hnattrænni hlýnun, þá ættu bæði veðrahvolfið og heiðhvolfið að hlýna. Það sem við sjáum með því að skoða bæði gögn frá gervihnöttum og veðurloftbelgjum, er að heiðhvolfið er að kólna en veðrahvolfið að hlýna, sem er í samræmi við hlýnun af völdum koldíoxíðs (og gróðurhúsalofttegunda almennt):


Mynd 6: (A) Breyting hitastigs í neðra heiðhvolfinu, mælt með gervihnöttum (UAH, RSS) og veðurloftbelgjum (HadAT2 og RATPAC), miðað við tímabilið 1979 til 1997, sjö mánaða meðaltal. Stærri eldgos eru gefin til kynna með bláu brotalínunum (Karl 2006). (B) Breyting hitastigs í efri hluta veðrahvolfsins.

Ef aukning gróðurhúsaáhrifanna veldur hlýnuninni, ættum við að sjá meiri hlýnun á næturnar en á daginn. Þetta er vegna þess að gróðurhúsaáhrifin virka bæði dag og nótt. Gagnstætt er, ef hlýnunin væri af völdum sólarinnar, þá ætti leitni hitastigs til hlýnunar að vera meiri í dagtímunum. Það sem mælingar sýna er samdráttur kaldra nátta er meiri en smdráttur kaldra daga og aukning hlýrra nátta er meiri en aukning heitra daga (Alexander 2006). Þetta er í samræmi við hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa.


Mynd 7: Mæld leitni (dagar á áratug) fyrir 1951 til 2004 í köldum dögum og nóttum. Kuldi er skilgreindur sem köldustu 10%. Hiti er skilgreindur sem heitustu 10%. Appelsínugulu línurnar sína áratuga leitni (IPCC AR4 FAQ 3.3aðlagað frá Alexander 2006).

- - -  

Sjá nánar, Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina 


Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?

Röksemdir efasemdamanna…

Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár?

Það sem vísindin segja…

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.

Þessi rök bera vott um misskilning á muninum á veðri, sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.

[...]

Nánar á loftslag.is, Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?


10/10/10 - Baráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum

Sunnudaginn 10. október verður baráttudagur á heimsvísu gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Í ár er fjöldi þátttökulanda meiri en nokkurntíma áður og stefnir í að hópar frá nær öll lönd í heiminum verði með dagsskrá. Núna eru skráðir 6759 atburðir í 188 löndum. Það má lesa nánar um þetta á heimasíðu 350.org, sem eru samtökin sem hvetja til og standa að baki þessum baráttudegi á heimsvísu.

‎Í Reykjavík byrjar dagurinn kl. 14 með fjölda-hjólreiðatúr frá Austurvelli og upp Hverfisgötu að Hlemmi. Þar verður boðið upp á stutta kynningu á Hjólafærni og einkaleiðsögn án endurgjalds. Hjólafærni er tækni sem notuð er til að hjóla í sátt við aðra umferð á götum, og sérstaklega á frekar rólegum götum.

Hlemmur er aðal almennningsamgöngumiðstöð Íslendinga og verða haldnir tónleikar þar, skiptimarkaður (þú getur skipt gömlu dóti út fyrir nýtt), gefins “Slow food” – hollur matur og kynningar á þeim lausnum sem eru til staðar sem lausnir varðandi loftslagsbreytingar.

Að lokum verður buxnalaus gangur niður Laugaveg kl. 19 (hjólreiðafólk er líka hvatt til að hjóla í för með ber læri og leggi) – til að vekja athygli á grænum samgöngum!

Dagskrá:
14:00 Fjölda hjólreiðatúr @ Austurvöllur

15:00-19:00 Viðburðir @ Hlemmur
15:00 – Playground Birds
16:00 – Bróðir Svartúlfs
17:00 – Árstíðir

Þess má geta að einnig verður svipuð dagsskrá á Ísafirði á sama tíma.

Facebooksíða viðburðarins

Tengt efni á loftslag.is:


Eru úthöfin að hitna?

Sumir halda því fram að úthöfin séu hreint ekki að hlýna, þvert á móti þá séu þau að kólna. Þær fullyrðingar styðjast við gögn sem að sýna lítilsháttar kólnun í nokkur ár eftir 2004. Ef tekið er lengra tímabil, er greinilegt að úthöfin eru að hlýna, líkt og yfirborð Jarðar og veðrahvolfið.

Úthöfin þekja um 70% af yfirborði Jarðar og geyma um 80% af varmaorkunni sem er að byggjast upp á Jörðinni, því er hlýnun úthafanna ein af stóru vísbendingunum um hnattræna hlýnun Jarðar. Fullyrðingar um að úthöfin hafi kólnað lítillega undanfarin ár eru réttar. Fullyrðingar þar sem sagt er að hlýnun Jarðar hafi hætt vegna þess að úthöfin hafa kólnað eru rangar. Náttúrulegur breytileiki veldur því að hlýnun úthafanna er ekki í beinni línu. Þetta er ástæðan fyrir því að vísindamenn tala oftast nær um leitni þegar verið er að fjalla um loftslag – yfirleitt 30 ár eða meir – þannig að skammtíma sveiflur sem eru afleiðing af náttúrulegum breytileika hverfa (t.d. eru sveiflur í El Nino og La Nina stór þáttur í náttúrulegum breytileika í hitastigi sjávar).

[...] 

Nánar á loftslag.is, Eru úthöfin að hitna?

Tengdar færslur á loftslag.is 

 


Mýta - Það var hlýrra á miðöldum

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja, að það hafi verið hlýrra á miðöldum (eða jafnhlýtt) og því hljóti hlýnunin nú að vera af völdum náttúrulegra ferla – líkt og það hlýtur að hafa verið þá.

Staðbundin hlýnun

Á tímabilinu frá sirka árinu 800-1300 var nokkuð hlýtt í Norður Evrópu og þar sem fyrstu rannsóknirnar á fornloftslagi voru gerðar þar, þá fékk þetta tímabil nafnið Miðaldahlýskeiðið (e. Medieval Warm Period – MWP). Svipað var upp á teningnum hvað varðar kalt loftslag í Norður Evrópu sem nefnt hefur verið Litla Ísöld (e. Little IceAge) og stóð frá 1300 – 1850 (sumir segja að það hafi byrjað síðar). 

[...] 

Lesa má restina af þessari mýtu á loftslag.is, Mýta - Það var hlýrra á miðöldum 

Tengt efni á loftslag.is:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband