Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
5.10.2010 | 09:09
Tvær gráður of mikið
Nýlega kom út grein (Turney og Jones 2010) um rannsókn á setlögum sem varðveita smáatriði frá síðasta hlýskeiði ísaldar (fyrir um 130116 þúsund árum). Rannsóknin bendir til þess að tveggja gráðu hækkun hitastigs frá því fyrir iðnbyltingu geti haft óæskilegar afleiðingar.
[...]
Nánar um þetta á loftslag.is, Tvær gráður of mikið
Tengt efni á loftslag.is
4.10.2010 | 09:07
Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða
Vísindamenn sem greint hafa mælingar á hita djúpsjávar, sem farið hafa fram undanfarna tvo áratugi, hafa greint hlýnun sem hefur átt stóran þátt í hækkun sjávarstöðu, sérstaklega í kringum Suðurskautið.
Aukið magn gróðurhúsalofttegunda, líkt og CO2, hefur valdið aukinni hlýnun Jarðar. Síðastliðna áratugi, þá hefur allavega 80% af þeirri varmaorku hitað upp úthöfin. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að efri lög sjávar hafa verið að hitna, en þessi greining sýnir hversu mikið hitaflæðið hefur náð niður í neðri lög sjávar.
Þessi rannsókn sýnir að djúpsjór neðan við um 1.000 m er að gleypa um 16% af þeirri hitaorku sem efri lög sjávar eru að gleypa. Höfundar benda á að nokkrir möguleikar séu fyrir ástæðum þessarar djúpsjávarhlýnunar, þ.e breytingar í loftstraumum yfir Suður-Íshafinu, breyting í eðlisþyngd neðri laga sjávar og hröðun á flæði hlýrri yfirborðsvatns niður í djúpsjávarlögin.
[...]
Sjá nánar um þetta á loftslag.is, Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða
Tengt efni á loftslag.is
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 00:40
Höfuð, herðar, hné og tær
Ég myndi nú ætla að það væri rangt að segja að Kína beri höfuð og herðar yfir öll lönd varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Það gerðist nú ekki fyrr en 2007 að Kína skreið framúr Bandaríkjunum (þar sem búa mun færri). Heildarlosun þessar tveggja landa er yfir 40% af heildinni. En rétt er þó að Kína er í dag það land sem losar mest af gróðurhúsaloftegundum, en þó ekki miðað við á hvert mannsbarn. Hér undir má sjá hluta af síðunni Spurningar og svör af loftslag.is, Árleg losun koldíoxíðs af mannavöldum. Einnig er hér listi yfir losun flestra ef ekki allra landa í heiminum árið 2007.
- - -
Samkvæmt gögnum af Wikipedia.org og International Energy Agency, þá er heildarlosun koldíoxíðs af mannavöldum um 28 miljarðar tonna á ári. Hérundir má sjá graf yfir þróun losunar koldíoxíðs í heiminum frá 1971-2007 (IEA) ásamt lista yfir losun á milli landa fyrir árið 2006, sem einnig má skoða á Wikipedia.org.
Listi yfir losun koldíoxíðs eftir löndum (Ísland er nr. 139):
![]() |
Loftslagsráðstefna í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2010 | 22:00
Sýna gervihnattamælingar hækkandi hitastig?
Sumir halda því fram að gervihnattamælingar sýni enga hlýnun í veðrahvolfi lofthjúps Jarðar frá því þær mælingar hófust. Það er alrangt, gervihnattamælingar sýna að veðrahvolfið er að hlýna líkt og við yfirborð Jarðar.
Það voru þeir John Christy og Roy Spencer frá Háskólanum í Alabama sem komu fyrst fram með þær fullyrðingar að gervihnattamælingar bentu til þess að veðrahvolfið væri að hitna mun hægar en yfirborðsmælingar og loftslagslíkön bentu til (Spencer og Christy 1992). Jafnvel héldu þeir því fram á tímabili að gögnin sýndu kólnun (Christy o.fl. 1995).
Í kjölfarið fóru nokkrir hópar vísindamanna að kanna hverjar væru ástæðurnar fyrir þessu misræmi. Þar sem flestar vísbendingar bentu til þess að það væri að hlýna, þá þótti ólíklegt að veðrahvolfið væri ekki að hlýna. Það kom fljótlega í ljós að villa var í aðferðinni sem þeir félagar höfðu notað til að leiðrétta gögnin. Gervihnettir á ferð um sporbraut Jarðar verða að fara yfir sama punkt á sama tíma til að mæla meðalhita. Í raun gengur það ekki eftir og gervihnettir reka af sporbraut sinni smám saman. Til að leiðrétta fyrir þeim breytingum og öðrum breytingum á braut gervihnattanna þá verður að leiðrétta gögnin.
[...]
Nánar á loftslag.is - Sýna gervihnattamælingar hækkandi hitastig?
Tengdar færslur á loftslag.is
1.10.2010 | 13:28
Metan og metanstrókar
Hér fyrir neðan er brot úr endurbirtingu á umfjöllun um metan og metanstróka frá síðasta vori - sjá í heild á loftslag.is: Metan og metanstrókar
Metan gróðurhúsaáhrif og magn
Ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin er metangas CH4 (e. methane), en hún er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíðs -CO2 (nýlegar rannsóknir benda reyndar til þess að hún sé jafnvel enn öflugri- sjá Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund). En þótt metangas sé öflugra en CO2, þá er metan í mun minna magni en CO2 í andrúmsloftinu og því eru heildargróðurhúsaáhrif eða breyting í geislunarálagi metans (CH4) mun minna en frá CO2:

Geislunarálag (í W/m2) frá upphafi iðnbyltingar og helstu orsakaþættir. Rauðar súlur sýna áhrif til hlýnunar jarðar en bláar til kólnunar (mynd úr skýrslunni Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi). Hægt er að smella á myndina til að stækka.
Metan losnar út í andrúmsloftið á margskonar hátt, t.d. við landbúnað (hrísgrjónarækt og frá búfénaði), sorpurðun og vinnslu jarðefnaeldsneytis. En það myndast einnig við náttúrulega súrefnisfyrrta rotnun lífrænna efna (t.d. í mýrum, sjávarsetlögum og í stöðuvötnum). Styrkur bæði CO2 og metans er nú meiri en verið hefur í a.m.k. 800 þúsund ár, eða eins langt aftur í tímann og hægt er að sjá út frá upplýsingum úr ískjörnum (sjá skýrsluna Antarctic Climate Change and the Environment).
[...]
Tengt efni af loftslag.is
- CO2 áhrifamesti stjórntakkinn
- Norðurskautsmögnunin
- Myndband: Ferðalag um frera jarðar
- Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund
- Skýrsla um kostnað við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum