Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Nýtt jarðsögutímabil

100326101117-large

Jarðfræðingar frá háskólanum í Leicester (og fleiri) hafa komið með þá tillögu að nýtt jarðsögutímabil sé hafið á Jörðinni, en pistill eftir þá birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology.

Þeir bæta því við að við upphaf þessa tímabils sé hægt að tengja við sjötta umfangsmesta útdauða í jarðsögunni.

Samkvæmt vísindamönnunum þá hafa mennirnir, á aðeins tveimur öldum, orðið valdir að þvílíkum breytingum að nýtt jarðsögutímabil sé hafið og að áhrif þess muni vara í milljónir ára. Áhrif manna, þar með talin hin mikla fólksfjölgun, þétt byggð ofurborga og gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis – segja þeir að hafi breytt Jörðinni það mikið að þetta tímabil ætti að kalla Anthropocene skeiðið – eða skeið hins nýja manns (tillögur að íslensku heiti er vel þegið).

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þessi tillaga kemur upp, en einn höfunda pistilsins kom með þessa hugmynd fyrir yfir áratug síðar og hefur hún verið umdeild síðan. Undanfarið hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar athafna manna, líkt og loftslagsbreytingar og mikil aukning útdauða plantna og dýra. Fylgni við þessa tillögu hefur því aukist. Samfélag jarðfræðinga eru nú að formlega að fara yfir tillögur um það hvort skilgreina eigi þetta sem nýtt tímabil í jarðsögunni.

Heimildir og ítarefni

Pistillinn sem birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology má lesa hér: The New World of the Anthropocene

Hægt er að lesa um Anthropocene víðar, t.d. á Encyclopedia of Earth, Wikipedia og Oceanworld


Sakir bornar af Phil Jones

Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður. Í þessu máli fóru efasemdarmenn hamförum með upphrópanir og mistúlkanir varðandi efni tölvupóstanna. Sjá t.d. í eftirfarandi færslu Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp . En nú er komin skýrsla frá bresku vísindanefndinni sem hefur haft rannsókn málsins í sínum höndum. Í fréttatilkynningu kom m.a. eftirfarandi fram:

The focus on Professor Jones and CRU has been largely misplaced. On the accusations relating to Professor Jones’s refusal to share raw data and computer codes, the Committee considers that his actions were in line with common practice in the climate science community but that those practices need to change.

On the much cited phrases in the leaked e-mails—”trick” and “hiding the decline”—the Committee considers that they were colloquial terms used in private e-mails and the balance of evidence is that they were not part of a systematic attempt to mislead.

Insofar as the Committee was able to consider accusations of dishonesty against CRU, the Committee considers that there is no case to answer.

Lesa má alla skýrslu nefndarinnar hér (PDF).

Ítarefni

Climategatemálið af Loftslag.is

Aðrir miðlar:

House of Commons exonerates Phil Jones
Phil Jones Exonerated by British House of Commons

Climate science ‘openness’ urged


Norðvestur Grænlandsjökull bráðnar líka

Hér er færsla sem einnig var birt á loftslag.is 

Bráðnun Grænlandsjökuls, sem hefur verið að aukast á Suður Grænlandi undanfarinn áratug hefur einnig verið að aukast til norðurs eftir Vesturströnd Grænlands, samkvæmt niðurstöðum í nýlegri grein sem birtist í Geophysical Research Letters.

Niðurstöðuna fengu vísindamennirnir með því að bera þyngdarmælingar frá gervihnettinum GRACE, saman við samfelldar GPS mælingar  á berggrunni við jaðar jökulbreiðunnar.

Gögnin frá GPS mælingunum, ásamt þyngdarmælingunum veita upplýsingar um meðal-landris mánaðarlega, af völdum massabreytinga í Grænlandsjökli. Rannsóknateymið fann að landris við Thule flugstöðina á norðvesturströnd Grænlands var um 4 sm frá október 2005 til ágúst 2009. Þótt upplausn gervihnattagagnanna sé of lítil (um 250 * 250 km reitir) til að sýna nákvæmlega hvar jökull bráðnar mest, þá bendir þynning jökulsins við jaðar jökulbreiðunnar til þess að hraði skriðjöklanna sé að aukast. 

Heimildir og ítarefni

Hægt er að nálgast greinina sjálfa hér (ágrip): Spread of ice mass loss into northwest Greenland observed by GRACE and GPS

Umfjöllun um greinina má nálgast á heimasíðu háskólans í Colorado: Greenland Ice Sheet Losing Ice Mass on Northwest Coast, Says New International Study

Tengdar fréttir um Grænlandsjökul og bráðnun hans á loftslag.is:

Að auki er stutt myndband sem sýnir hvernig bráðnun Grænlandsjökuls er að dreifa úr sér, samkvæmt gögnum frá GRACE gervihnettinum, frá árinu 2003-2009, sjá færsluna sjálfa á loftslag.is: Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs


Al Gore gegn Durkin

Á Loftslag.is má sjá fjórða myndband Potholer54 um loftslagsbreytingar. Í þessu myndbandi skoðar hann mýtur sem koma fram í myndunum An Inconvenient Truth og The Great Global Warming Swindel, s.s. Gore gegn Durkin. Að hans mati er engin ástæða til að grípa til þess að ýkja hluti eins og m.a. er gert í myndum eins og þessum. Við höfum áður sýnt 3 fyrstu myndböndin frá honum um loftslagsbreytingar, ásamt 2 myndböndum frá honum um hið svokallaða Climategate mál, sjá efni frá Potholer54 hér.

Sjá má myndbandið hér;


Climate TV - útsending í kvöld

Við fréttum fyrir skemmstu af útsendingum hjá netsjónvarpstöð sem kallar sig  Climate TV, en við höldum að fyrsta beina útsendingin hefjist í nótt klukkan 1:00 að íslenskum tíma (aðfaranótt 26.mars).

Við vitum í raun lítið um þessa sjónvarpstöð, annað en það sem við sáum á Desmogblog, en svo virðist sem að einn af stjórnendum þess sé Kevin Grandia, sjá umjöllun hans um útsendinguna í nótt: Climate Crock Live and Interactive With Peter Sinclair Tonight.

Þarna verða beinar útsendingar og gagnvirkt (interactive), þar sem kastljósinu er beint að persónum, höfundum, kvikmyndagerðamönnum, heimildamönnum, sérfræðingum í stefnumótun og stjórnmálamönnum sem hafa vit á og fjallað hafa um loftslagsbreytingar. Áhorfendur geta svo sent inn spurningar til þeirra sem eru í útsendingunni.

Í nótt (klukkan 1:00 að íslenskum tíma) verður Peter Sinclair, höfundur myndbandanna Climate Crock of the Week  sem einnig kallar sig Greenman3610 á YouTube.  Þá verður fyrst sýnt nýlegt myndband eftir Peter, sem við birtum á loftslag.is fyrir stuttu síðan (sjá Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?) og svo fær hann spurningar bæði frá stjórnanda og áhorfendum.

Við hvetjum alla sem að halda sér vakandi svo lengi að kíkja á þetta – lofum þó ekki að það verði gott samband, en hver veit. Þess ber að geta að nú þegar er fullt af myndböndum þar sem hægt er að horfa á, viðtöl og fleira.

Sjá Climate TV


Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar?

Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið.

Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin útskýrð á einfaldan hátt. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara inn á síðuna og njótið:





Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar

Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama skapi þá myndi Vestur Suðurskautið valda um 6 m sjávarstöðuhækkun. Austur Suðurskautið myndi síðan valda um 70 m hækkun sjávarstöðu, en sú jökulbreiða er ólíklegust til að verða fyrir mikilli bráðnun. Því er mikilvægt að rannsaka viðbrögð þessara jökulbreiða við hlýnun jarðar.

Nýlega kom út grein (Stone 2010), en höfundar hennar áætla að styrkur CO2 í andrúmsloftinu, sem yrði til þess að bráðnun Grænlandsjökuls færi á fullt, sé á bilinu 400-560 ppm. Við núverandi losun CO2 út í andrúmsloftið þá verður styrkur þess orðið 400 ppm innan 10 ára.

Þó það sé ákveðin óvissa um eðli jökulbreiðanna, þá eru ýmsar vísbendingar um það hvernig jökulbreiður hegði sér við hlýnun jarðar. Ef við skoðum Grænlandsjökul nánar, hvað segja mælingar okkur þá að sé að gerast á Grænlandi? Þyngdarmælingar frá gervihnöttum sem mæla massajafnvægi hafa sýnt að Grænlandsjökull er að missa massa hraðar og hraðar (Velicogna 2009).


Mynd 1: Breytingar í jökulmassa Grænlandsjökuls áætlað út frá þyngdarmælingum úr gervihnettinum GRACE.Ósíuð gögn eru með bláa krossa og rauðir krossar þegar búið er að sía frá árstíðabundinn breytileika. Besta annars stigs leitnilína er sýnd sem græn lína (Velicogna 2009).

*******

Vinsamlega lesið alla færsluna á Loftslag.is:


Bráðnun hafíss

Áhugaverð frétt hjá mbl.is, þó sumar fullyrðingar í fréttinni stangist á við aðrar fullyrðingar hennar. Við leit að upprunalegu greininni fundum við á Loftslag.is ekki greinina sjálfa, þannig að við verðum að áætla að rétt sé sagt frá í grein Guardian sem mbl.is segir frá. 

Árið 2007 var að mörgu leiti frekar óvenjulegt hvað varðar útbreiðslu hafíss, en á þeim tíma héldu menn að hafísinn væri jafnvel kominn að ákveðnum mörkum og bjuggust sumir við að hann gæti horfið innan áratugs yfir sumartímann. En þótt horfið sé framhjá þessari miklu bráðnun árið 2007, þá má ljóst vera að það styttist í hafíslaust Norðurskaut - hvort svo verði eftir áratug eða öld, er erfitt að spá um. 

Ef ég skil þessa frétt rétt, þá hafa óhagstæðar vindáttir ýtt undir bráðnun á Norðurskautinu á þessum tíma og telja höfundar að allt að helmingur bráðnunarinnar þá hafi verið af völdum vinda (reyndar ber fréttinni í Guardian ekki saman hvað þetta varðar - því höfundurinn sjálfur segir þriðjungur).

Svo virðist sem að sífellt fleiri séu að átta sig á því að það sé margt sem spilar inn í varðandi bráðnun hafíssins á Norðurskautinu. Fyrir stuttu kom út grein í Geophysical Research Letter um að ísblokkir, eða ísstíflur (e. ice arch) hefðu náð að bráðna árið 2007 (Kwok o.fl. 2007) - svo auðveldara varð fyrir hafísinn að reka og bráðna.

Hafís Norðurskautsins og bráðnun hans er því flóknari en virðist vera við fyrstu sýn - en eitt er víst að undanfarna áratugi þá hefur hafís hnignað töluvert og greinilegt að það er ekki bara hlýnunin sem veldur - heldur samspil margra þátta. Hvort þessar breytingar í vindakerfum séu komnar til að vera eða hvort þetta hafi verið tímabundið, næ ég ekki að lesa út úr þessari frétt - en ljóst er að loftslagsbreytingar eiga enn eftir að hafa áhrif á þróunina á Norðurskautinu.

Af loftslag.is:

Útbreiðsla hafíssinn á Norðurskautinu hefur dregist saman á síðustu áratugum. Hafís Norðurskautsins er í lágmarki í september ár hvert og eins og sjá má á efri myndinni hérundir, þá hefur útbreiðsla hafíss síðan mælingar með gervihnöttum hófust minnkað úr u.þ.b. 8 miljónum ferkílómetra í um 5,5 miljón ferkílómetra árið 2009. Árið 2009 var 3. minnsta útbreiðsla hafíss síðan gervihnattamælingar hófust. Hafísinn á Norðurskautinu hefur verið að minnka um 11 % á áratug, miðað við meðaltal 1979-2000. Neðri myndin sýnir hvernig þróunin er núna, brotalínan er veturinn 2006-2007, sú bláa er veturinn núna og sú gráa þykka er meðaltal áranna 1979-2000. En auk útbreiðslu hafíssins þar einnig að skoða rúmmál, sem hefur farið minnkandi, þ.e. þykkt hafíssins, sem er þynnri en áður. 

 

Septemberútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu í milljónum ferkílómetra. Rauða línan sýnir beinar mælingar, en svarta línan spár loftslagslíkana IPCC ásamt óvissu. Eins og sést þá hefur bráðnun hafíss farið fram úr svörtustu spám IPCC. 2009 gildið var ekki teiknað inn, en það var hærra en 2008 gildið - eða um 5,1 milljón ferkílómetrar sem er töluvert neðan við spá IPCC.

Septemberútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu í milljónum ferkílómetra. Rauða línan sýnir beinar mælingar, en svarta línan spár loftslagslíkana IPCC ásamt óvissu. Eins og sést þá hefur bráðnun hafíss farið fram úr svörtustu spám IPCC. 2009 gildið var ekki teiknað inn, en það var hærra en 2008 gildið - eða um 5,1 milljón ferkílómetrar sem er töluvert neðan við spá IPCC.

Ítarefni

Við fundum ekki greinina sjálfa sem fjallað er um í fréttinni á mbl.is sem að bloggað er við, en frétt Guardian um málið virðist nokkuð góð:  Wind contributing to Arctic sea ice loss, study finds

Athyglisverð grein um ísblokkir: Kwok o.fl. 2010 -  Large sea ice outflow into the Nares Strait in 2007

Íssíða NSIDC: Arctic Sea Ice News & Analysis

Ýmislegt efni má finna á loftslag.is þar sem fjallað er um hafís á einn eða annan hátt: Hafís


mbl.is Vindar valda minnkun hafíss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við minni virkni sólar

Í nýrri grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á svokallaðri Litlu Ísöld. Samkvæmt höfundum þá hefði sambærilegt skeið á næstu áratugum og öld, væg áhrif til mótvægis við hlýnun jarðar.

Hægt er að lesa nánar um þetta á Loftslag.is:

 


Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin

Í fyrra kom út grein þar sem haldið var því fram að mikill meirihluti loftslagsbreytinga mætti tengja við El Nino sveifluna (ENSO) (McLean o.fl. 2009). Þessi grein fékk mikla umfjöllun fyrst um sinn, meðal annars á íslenskri bloggsíðu

Einn höfunda, Bob Carter, er þekktur efasemdamaður og oft á tíðum vísað í hann af þeim sem efast um það að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Samkvæmt Carter þá sýndi greinin “náin tengsl milli ENSO og hnattræns hitastigs jarðar, eins og stendur í greininni, sem gefur lítið svigrúm til hlýnunar af völdum losunar manna á koldíoxíði”.  Þær niðurstöður voru í miklu ósamræmi við tveggja áratuga rannsóknir vísindamanna, sem hafa fundið út að ENSO hafi lítil áhrif á langtímaleitni hitastigsbreytinga.

Fljótlega komu í ljós glufur í greininni og ljóst að McLean o.fl. höfðu notað undarlegar tölfræðiaðferðir til að taka út langtímaleitni gagnanna og álykta síðan sem svo að það væri engin langtímaleitni (sjá t.d. bloggfærslu af DeepClimate – Is ENSO “responsible for recent global warming?” No), en ritrýnt svar hefur nú verið samþykkt til birtingar í tímaritinu Journal of Geophysical Research (Foster o.fl. 2010) þar sem útskýrt er af hverju grein McLean o.fl. ber ekki saman við niðurstöður annarra vísindamanna.

---

Hægt er að lesa nánar um þetta mál á Loftslag.is;


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband