Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 10:20
Hafíslágmark númer II
Eftir að hafa tilkynnt um hafíslágmarkið í ár sem átti sér stað þann 10. september þá byrjaði hafísútbreiðslan að minnka aftur. Svona getur náttúran leikið fréttatilkynningar grátt.
Það endaði því með því að nýtt hafíslágmark varð að veruleika þann 19. september. Þetta nýja lágmark var 4,60 miljón km2, eða 160 þúsund km2 lægra en hið fyrra. Lágmark ársins 2010 endaði því sem það þriðja lægsta frá því 1979, það varð s.s. engin breyting á röðinni frá því við fyrra lágmarkið. Þetta var þó mjög nærri lágmarkinu árið 2008, sem var það næst lægsta frá upphafi, það munaði aðeins um 37 þúsund km2 þar á milli. Hafíslágmarkið í ár er því um 2,11 miljón km2 undir meðaltali hafíslágmarks áranna 1979-2000 og 1,74 miljón km2 undir meðaltalinu fyrir árin 1979-2009. Við skoðum þetta nánar í færslu í október þegar við förum nánar yfir tölur septembermánaðar.
[...]
Á loftslag.is má sjá graf með þróuninni, Nýtt hafíslágmark
Tengt efni á loftslag.is:
29.9.2010 | 20:54
Áreiðanleiki mælinga á yfirborðshita Jarðar
Sumir telja að mælingar á hitastigi við yfirborð Jarðar séu óáreiðanlegar, þá sérstaklega vegna lélegra staðsetninga mælitækja og er umræða um það nokkuð sterk í Bandaríkjunum (sjá t.d. Watts 2009). Þær pælingar eru þó óraunhæfar, því að leitni hitastigs er hið sama í þéttbýli og dreifbýli, hvort sem hitastig er mælt með hitamælum á jörðu eða með gervihnöttum.
[...]
Nánar á loftslag.is, Áreiðanleiki mælinga á yfirborðshita Jarðar
Tengdar færslur á loftslag.is
29.9.2010 | 09:04
Noam Chomsky fyrirlestur – Loftslagsbreytingar af mannavöldum: Ákvarðanir til framtíðar
Ég tók þátt í pallborðsumræðum og hlýddi á fyrirlestur Noam Chomsky í Háskólabíói í gær. Það var fullt út úr dyrum, enda er mikill fengur að fá Noam Chomsky til að flytja fyrirlestur, þó svo það sé gert með hjálp nútímatækni þar sem hann var aðeins viðstaddur á tjaldinu í bíóinu. Það kom fram í umræðunum að hann er væntanlegur til Íslands að ári, sem hlýtur að teljast fréttnæmt. Chomsky kom með fróðlegar vangaveltur, sem byggja á gagnrýnni hugsun, í umræðuna um efnahags- og þjóðfélagsmál, en einnig komu vel fram hans vangaveltur varðandi loftslags- og umhverfismál. Við vorum fjögur sem tókum þátt í pallborðsumræðunum og voru hin þrjú, Guðni Elísson, Irma Erlingsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir og þótti mér þeirra nálganir fróðlegar, alltaf fróðlegt að hlusta á gagnrýna umræðu. Pistillinn minn sem ég flutti á pallborðinu er hægt að nálgast á loftslag.is, fyrir þá sem vilja lesa hann. Chomsky virtist eftir hans nálgun að dæma, að einhverju leiti vera á sömu línu og ég sjálfur, sem var mjög fróðlegt fyrir mig og okkur hér að loftslag.is. Hann talaði um afneitun á vísindin almennt, einnig ræddi hann þá hættu sem er fólgin í því að gera ekkert varðandi umhverfis- og loftslagsmál, þar sem hann nefndi m.a. ytri þætti (e. externalities) sem eru þættir sem ekki eru taldir með þegar rætt er um kostnað varðandi hluti eins og losun CO2. Losun CO2 er ekki verðlögð beint en hefur þó kostnað í för með sér fyrir alla. En nóg um það í bili, á loftslag.is má lesa pistilinn sem ég flutti, ég hef bætt tenglum með efni sem tengist pistlinum í lokinn á færslunni fyrir þá sem vilja kynna sér málinn enn frekar.
Nánar á loftslag.is, Chomsky fyrirlestur – Loftslagsbreytingar af mannavöldum: Ákvarðanir til framtíðar
Ýmsar tengdar færslur á loftslag.is:
- Helstu sönnunargögn
- Heitustu 12 mánuðir síðan mælingar hófust
- Sjávarstöðubreytingar
- Mælingar staðfesta kenninguna
- Loftslag framtíðar
- Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdarmanna” um hnattræna hlýnun
- Mýtur (nálgun afneitunarinnar afhjúpuð)
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
- Noam Chomsky í beinni á Íslandi (þarna er myndband þar sem Chomsky nálgast loftslagmálin)
Að lokum er hér Heimasíða Noam Chomsky
27.9.2010 | 09:51
Rostungar í vanda ?
Enn á ný skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) eina af hugsanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Nú skoðar hann hlut rostunga, sem hafa safnast fyrir á ströndum í þúsundatali nokkur síðustu ár, sem er eitthvað sem vísindamenn eru að skoða nánar til að átta sig á hvað veldur, því þetta virðist vera breyting í háttum rostunga. Í lýsingu Greenman3610 um myndbandið stendur eftirfarandi:
Hinn aukni hraði í hlutfalli útdauðra lífvera er ekki bara áform sem móðir náttúra hefur.
Það eru áhrif sem hægt var að búast við vegna loftslagsbreytinga.
Með auknum breytingum á Norðurskautinu, þar sem breytingar gerast hraðar en nokkur staðar í heiminum, eru ísbirnir sú tegund sem er meðal þeirra sem eru taldir vera í mestri hættu.
Umfjöllunarefni dagsins: Kyrrahafs rostungurinn
Tengt efni á loftslag.is:
26.9.2010 | 13:53
RIFF - Hverfult haf - Kvikmyndadómur
Ég skellti mér á heimildarmyndina Hverfult haf (e. A Sea Change) í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Hverfult haf er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF og er hluti af þeim kvikmyndum sem eru í flokknum Nýr heimur, sjá nánarhér. Ekki veit ég hvernig aðrir bíógestir þekktu til súrnunar sjávar fyrir sýninguna, en ég hef allavega grunnþekkingu á því vandamáli og var búinn að hlakka lengi til að sjá þessa mynd, fróðlegt væri að heyra frá öðrum sem sáu eða eiga eftir að sjá myndina um þeirra upplifun.
Það sem mér fannst merkilegast við myndina, var þessi óbilandi áhugi Sven Huseby á vandamálinu súrnun sjávarog hugsanlegar afleiðingar þess í framtíðinni. Hann fléttar afastráknum sínum inn í söguna sem fulltrúi framtíðarinnar og skrifar póstkort og bréf til hans á meðan hann ferðast um heiminn og kynnir sér efnið nánar og myndar það einskonar ramma um efnið. Þannig er að sjálfsögðu reynt að ná til tilfinninga áhorfandans, en það þarf þó alls ekki að vera neikvætt. Það sem myndin skyldi eftir sig hjá mér var að súrnun sjávar er vandamál sem er nýlega komið á kortið hjá vísindamönnum og óvissa varðandi afleiðingarnar af því er mikil enn sem komið er. En það bendir þó sitthvað til þess að áhrif súrnunar sjávar geti orðið veruleg á afkomu sjávarlífvera, þar sem skeljar sumra sjávarlífvera sem mynda grunn vistkerfanna eru viðkvæmar fyrir súrnun sjávar. Þær lífverur sem eru í neðstu þrepum fæðukeðjunnar eru mikilvægar fyrir efri þrepin og þ.a.l. er óvissa varðandi verri afkomu þeirra og áhrif á vistkerfin í heild nokkur.
Ég fór á myndina í Hafnarhúsinu, það hús er í sjálfu sér ekki gert til bíósýninga og fannst mér á stundum erfitt að fylgjast með töluðu máli (myndin er á ensku og ótextuð). Ég geri fastlega ráð fyrir að skilyrði varðandi hljóðið verði betri á þeim sýningum sem verða í Bíó Paradís og Háskólabíói, þar sem það er í bíósölum sem eru gerðir til bíósýninga, hugsanlega með betri sætum líka.
Ekki ætla ég að gefa stjörnur, en ég mæli með myndinni fyrir alla, enda er súrnun sjávar eitthvað sem að við þurfum að spá í á Íslandi þar sem við erum fiskveiðiþjóð og lifum þ.a.l. á afurðum sjávar. Þrjár síðustu sýningarnar verða sem hér segir:
27.9…Bíó Paradís 3..kl. 18:00
27.9…Háskólabíó 2..kl. 22:00
28.9…Hafnarhúsið…kl. 20:00
Tengt efni á loftslag.is:
- RIFF – Nýr heimur – Hverfult haf (myndbrot úr myndinni)
- Noam Chomsky í beinni á Íslandi (hluti af RIFF)
- Súrnun sjávar – áhrif á lífverur
- Hin yfirvofandi súrnun sjávar
- Heimildarmynd um súrnun sjávar (annað myndbrot úr Hverfult haf)
- Fræðsla um súrnun sjávar
- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Tag - Súrnun sjávar
24.9.2010 | 10:18
RIFF - Nýr heimur - Hverfult haf
Við í ritstjórn loftslag.is höfum sérstakan áhuga á einum flokki mynda á kvikmyndahátíðinni RIFF. Flokkurinn nefnist Nýr heimur (e. World Changes). Það er mikil gróska í kvikmyndum sem fjalla um umhverfismál á einhvern hátt. En núna er þriðja árið í röð sem RIFF veitir þessum flokki sérstaka athygli og munu verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina í flokknum. Ein kvikmynd í þessum flokki er okkur í ritstjórn ofarlega í huga og nefnist hún Hverfult haf (e. A Sea Change) og fjallar um súrnun sjávar. Í dagskránni sem nálgast má á heimasíðu RIFF (þessi flokkur er á bls. 54-56) má lesa eftirfarandi um myndina:
Ímyndið ykkur veröld án fiska. A Sea Change er fyrsta heimildarmyndin sem gerð er um hækkun sýrustigs hafsins, sem kalla má hina hliðina á hnattrænni hlýnun. Í myndinni ferðast Sven Huseby um heiminn og leitar svara við því hvernig megi hægja á eða stöðva þessa ógn. Þess á milli heimsækir hann barnabarn sem erfir höf framtíðarinnar.
Á loftslag.is má sjá stutt myndbrot úr myndinni, RIFF - Nýr heimur - Hverfult haf
Tengt efni á loftslag.is:
23.9.2010 | 10:56
Pachauri eða ekki Pachauri ?
Persónulega finnst mér merkilegt að vitna í Daily Telegraph varðandi fréttir af loftslagsmálum, þar sem að þeir hafa oft rekið sig á í sinni umfjöllun og verið staðnir að óvönduðum vinnubrögðum í umræðunni um loftslagsmál. En varðandi Dr. Pachauri og hugsanlega afsögn hans, þá teljum við ekki að það muni breyta þeim veruleika sem blasir við okkur við hækkandi hitastig af völdum aukins styrk gróðurhúsalofttegunda.
En í tilefni nýrra frétta um endurskipulagningu starfa Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), þá viljum við benda á færslu af loftslag.is sem fjallar um mistök IPCC varðandi bráðnun jökla í Himalaya. Loftslagsnefndin hefur starfað í um 22 ár, án mikilla breytinga á stjórn og skipulagi og er því barn síns tíma. Það má kannski segja að hvatinn að hugsanlegu breytingum hafi verið sú gagnrýni sem kom fram m.a. varðandi villuna um jökla Himalaya, en það er þó ljóst í mínum huga að breytingar hafi í raun verið óhjákvæmilegar óháð þessari villu. Öll fyrirtæki og stofnanir fara í gegnum skipulagsbreytingar þegar fram líða stundir, þannig að það er svo sem ekkert nýtt í því. Vísindin á bak við fræðin eru nú sem fyrr traust, hvað sem verður um Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna í framtíðinni eða hvaða skipulag sem þar er. Það má lesa aðeins nánar um hugsanlegar skipulagsbreytingar IPCC á vef New Scientist, en þar kemur m.a. fram:
Shapiro told reporters: “An organisation like the IPCC needs to have its leadership constantly changed” to maintain its “overall virility”. He said that the suggested changes “were not motivated by or connected with Dr Pachauri or any other leader”.
Þannig að ekki er hægt að túlka það sem svo að væntanlegar breytingar séu til höfuðs Dr. Pachauri, heldur hluti eðlilegrar þróunnar. Hvað svo sem verður um hann í framtíðinni, en það var fyrirsjáanlegt, í mínum huga, að einhverjir myndu krefjast afsagnar hans. Þannig að þó spurningin um Pachauri sé á lofti, þá sýna hinar vísindalegu niðurstöður enn að hitastig fer hækkandi og að það muni hugsanlega hafa afleiðingar þegar fram líða stundir.
Sjá nánar á loftslag.is, Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
Tengt efni á Loftslag.is:
![]() |
Pachauri víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2010 | 10:35
Vindorka | Minni losun CO2
Það er ánægjulegt að fleiri og stærri vindorkuver séu að koma til sögunnar. Það minnkar losun CO2 á heimsvísu, þar sem um sjálfbæra orku er að ræða. Vindorka getur að hluta til komið í stað orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun CO2.
Við þekkjum öll hefðbundnar vindmyllur. Þær hafa reynst ágætlega víða um heim til raforkuframleiðslu, en eitt vandamál hefur oft verið nefnt til sögu þegar rætt er um þær og það er að þær eru að margra mati ljótar ásýndar. Þess vegna hefur m.a. verið reynt að setja upp vindorkuver á hafi úti, þar sem því hefur verið komið við. Til að reyna að finna ráð við þessu, þá hefur hópur hönnuða gert nýja tegund vindorkuvera, þar sem þeir fengu lánaðar nokkrar hugmyndir frá sjálfri náttúrunni.
[...]
Sjá nánar um þessa nýju gerð vindorkuvera á loftslag.is, Vindorka | Ný tækni – Vindstilkar
Tengdar færslur á loftslag.is:
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2010 | 08:24
Sigling um bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
Við sögðum stuttlega frá því hér að tveir leiðangrar væru að reyna siglingu um bæði Norðvestur- og Norðausturleiðina á sama sumri. Þetta voru norskur leiðangur á Borge Ousland og svo rússneskur leiðangur á snekkjunni Peter I. Það er skemmst frá því að segja að ferðalaginu lauk núna þriðjudaginn 21. september. Er þetta í fyrsta skipti sem einhverjum tekst að sigla báðar leiðirnar sama sumarið.
[...]
Nánar á loftslag.is, Sigling um bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
Tengt efni á loftslag.is:
22.9.2010 | 13:13
Ástand hafíss og umræðan um Norðurskautið
- Hafíslágmarkið 2010 (sem reyndist þó ekki vera lágmarkið í ár)
- Hafís | Ágúst 2010
- Hafís Norðurskautsins
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag - Hafís
- Tag - Norðurskautið
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
![]() |
Varar við kaldastríðsátökum á norðurskautinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |