Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
28.2.2011 | 09:07
Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
Myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Í þetta skiptið skoðar hann það sem vísindin hafa að segja um rannsóknir á m.a. ískjörnum, hitastigi og hafís. Hinn fróðlegi og skemmtilegi Dr. Richard Alley kemur fram og útskýrir rannsóknir sínar og segir einnig sína skoðun á því hvernig hans eigin rannsóknir hafa verið mistúlkaðar og rangfærðar af afneitunarsinnum eins og t.d. þeim hjá WattsUpWithThat já, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum
Þess má einnig geta að Dr. Alley kemur inn á eldgos á Íslandi í útskýringum sínum á fræðunum og ískjarnarannsóknum mjög fróðlegt, gjörið svo vel:
Sjálft myndbandið má sjá á loftslag.is, Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
Tengt efni á loftslag.is:
25.2.2011 | 10:53
Sjávarstöðuhækkanir
Fréttin sem hér er tengt við, vakti athygli okkar á loftslag.is. Líklega eru það helst undarlegar tölur sem koma fram í fréttinni um hækkun sjávarstöðu sem vöktu athygli okkar, en þar hafa tölur eitthvað skolast til við ritun fréttarinnar.
Ólíklegt er að það standist að undanfarin áratug hafi sjávarstaða hækkað um 3 sm á ári við miðjarðarharið - 3 mm á ári stenst mun betur og er í takt við hækkun sjávarstöðu á heimsvísu.
Svo virðist sem grunnurinn í þessari frétt sé bókakynning - en í gær kom út ný útgáfa af bók á spænsku sem heitir Cambio Climático en el Mediterráneo Español (hér er vísað í eldri útgáfu, sem hægt er að skoða á netinu á pdf formi).
Annað sem kemur fram í fréttinni er svo sem nærri lagi, nema hvað að þeir virðast eitthvað vanmeta sjávarstöðuhækkun út öldina - hvort það eru mistök í fréttinni eða hvort höfundar bókarinnar hafi einhverjar nýjar upplýsingar er óljóst. Hér fyrir neðan er brot úr færslu sem heitir Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar:
Hver er framtíðin?
Fljótlega eftir að spá IPCC frá árinu 2007 kom um sjávarstöðuhækkun upp á 18-59 sm í lok aldarinnar, varð ljóst að þar væri efalaust um vanmat að ræða þá aðallega vegna þess að gögn vegna bráðnunar jökulbreiða Grænlands og Suðurskautsins voru ófullnægjandi. Nýrri rannsóknir eru ekki samhljóða um hugsanlega hækkun sjávarstöðu að magninu til, en þó benda þær flestar til að sjávarstaða verði hærri en spár IPCC benda til, með lægstu gildi svipuð há og hæstu gildi IPCC og hæstu gildi allt að 2. m hækkun sjávarstöðu í lok aldarinnar.
Yfirborð Miðjarðarhafsins hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2011 | 14:51
Bráðnun Grænlandsjökuls endurspeglar hitatölur á Grænlandi
Hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir breytingar í massa Grænlandsdjökuls (Greenlands Ice Sheet GIS). Þessar massabreytingar eru reiknaðar út frá þyngdarbreytingum sem gervihnötturinn GRACE mældi á tímabilinu 5. apríl 2003 til 25 júlí 2009. Í þessu myndbandi sést massabreyting á 10 daga fresti og með 200 km upplausn.
Hér fyrir neðan má síðan sjá framhaldið, en hin aukna massabreyting Grænlandsjökuls hélt áfram, samkvæmt úrvinnslu á gögnum frá GRACE:
Tengt efni á loftslag.is
- Gestapistlill: Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna
- Massatap Grænlandsjökuls til 2010
- Minni bráðnun jökulbreiðanna
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
- Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?
Hitatölur við V-Grænland með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 09:47
Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Röksemdir efasemdamanna
Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár?
Það sem vísindin segja
Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.
Þessi rök bera vott um misskilning á muninum á veðri, sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.
[...]
Nánar á loftslag.is, Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Tengdar færslur á loftslag.is:
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 19:08
Monckton á móti Monckton
Christopher Monckton hefur haldið mörgu fram um loftslagsfræðin og fátt af því hefur staðist nánari skoðun. Við höfum skrifað aðeins um hans þátt í afneitun vísindarannsókna á loftslagi. En hvers vegna er þessi áhugi á honum? Jú, kannski vegna þess að hann virðist vera öfgakennt dæmi þeirra sem hafa sett sjálfa sig í hóp sjálfskipaðra efasemdarmanna sem fullyrða út og suður um fræðin án þess, að því er virðist, að frekari gagnrýn hugsun búi að baki.
Núna hefur Potholer54 tekið Monckton fyrir á fróðlegan hátt, þar sem hann setur að hluta til röksemdir Moncktons upp á móti röksemdum Moncktons sjálfs, skemmtileg flétta. En sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Monckton á móti Monckton
Tengt efni á loftslag.is:
- Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu eða hvað!
- Tvöföldun á styrk CO2 þýðir aðeins 1,64°C hækkun hitastigs eða kannski ekki
- Póstpoki Potholer54
- Fregnir af yfirvofandi ísöld hraktar
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- 32.000 sérfræðingar
- Al Gore gegn Durkin
- Fleiri myndbönd Potholer54
- Myndbönd eftir Greenman3610
19.2.2011 | 11:24
Aukin flóðahætta af völdum hnattrænnar hlýnunar
Það hefur verið ljóst nokkuð lengi að loftslag væri að breytast en erfitt er að tengja það við staðbundnar breytingar í veðri engin loftslagslíkön geta tengt svo öruggt sé ákveðinn snjóbyl eða flóð við hnattræna hlýnun en ef notuð eru saman loftslagslíkön, mælingar á veðri og blandað saman með líkindareikningi þá geta vísindamenn ákvarðað hversu mikið hin hnattræna hlýnun breytir líkunum.
Nú nýlega komu út tvær greinar þar sem skoðuð eru tengsl mikillar úrkomu og hnattrænnar hlýnunar. Þessar greinar eru skrifaðar áður en flóðin miklu urðu í Pakistan, Ástralíu, Brasilíu og Filipseyjum og því fjalla þær ekki um þá atburði, þótt stórir séu.
Rannsóknirnar tvær eru ólíkar (Min o.fl. 2011 og Pall o.fl. 2011) en niðurstaðan er skyld þ.e. að nú þegar sé öfgaveður, vegna hnattrænnar hlýnunar, farið að hafa alvarleg áhrif á milljónir manna víða um heim. Önnur rannsóknin bendir til þess að aukin úrkoma (regn og snjór) á norðurhveli Jarðar sé vegna hnattrænnar hlýnunar og hin rannsóknin bendir til þess að aukin flóðahætta á Bretlandseyjum sé af sömu völdum.
Min o.fl. báru saman gögn frá veðurstöðvum á norðurhveli Jarðar, við niðurstöðu úrkomuhermunar frá 8 ólíkum loftslagslíkönum. Samkvæmt niðurstöðu þeirra þá má með því sjá með nokkurri vissu aukna úrkomu í seinni hluta tuttugustu aldarinnar sem ekki verður útskýrt öðruvísi en með breytinga af völdum hnattrænnar hlýnunar.
Pall o.fl. skoðuðu ákveðinn atburð: hin miklu flóð sem urðu í Englandi og Wales árið 2000. Með því að keyra þúsundir spár með hárri upplausn með og án áhrifa frá hinum auknu gróðurhúsalofttegundum þá kom í ljós að hin hnattræna loftslagsbreyting af mannavöldum hefur næstum tvöfaldað líkurnar á öfgaúrkomu sem geti valdið flóðum.
Talið er að atburðir sem líklegir hafi verið einu sinni á hundrað ára fresti geti orðið á fimmtíu ára fresti eða oftar.
Rætt er um að aukinn þungi verði að fara í aðlögun að breyttum aðstæðum, jafnhliða því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda en talið er víst að tryggingafyrirtæki heims fylgist vel með gangi mála, þar sem kostnaður af völdum loftslagsbreytinga muni halda áfram að aukast erfitt mun þó verða áfram að tengja beint og örugglega saman öfgaveður og hina hnattrænu hlýnun.
Heimildir og ítarefni
Grein Min o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Human contribution to more-intense precipitation extremes
Grein Pall o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Anthropogenic greenhouse gas contribution to flood risk in England and Wales in autumn 2000
Þessi umfjöllun byggir mikið til á umfjöllun Nature News: Increased flood risk linked to global warming
Aðrar umfjallanir um greinarnar (báðar eða aðra) má finna á eftirfarandi heimasíðum:
Tengt efni á loftslag.is
- Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?
- Er að verða hnattræn veðurfarsbreyting?
- Óvenjulegt veður árið 2010
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Tengsl milli öfgaveðurs og loftslagsbreytinga?
17.2.2011 | 15:11
Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
Í vísindum er aðeins eitt sem er betra en bein mæling, gerð í hinum raunverulega heimi, en það eru margar sjálfstæðar beinar mælingar sem allar vísa á sömu niðurstöðu. Það eru til mörg bein sönnunargögn sem öll benda til að fingraför mannkyns hafi áhrif á hnattræna hlýnun.
[...]
Það má lesa nánar um þessi fingraför, ásamt ýmsum fleiri bakgrunnsupplýsingum á loftslag.is, Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
Tengt efni á loftslag.is:
16.2.2011 | 12:32
Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Því hefur lengi verið haldið fram að einhverjir óskilgreindir þeir hafi breytt heiti fyrirbærisins hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar. Í raun lýsa þessi tvö heiti tveimur mismunandi fyrirbærum og hafa þessi heiti verið notuð jafnhliða í áratugi. Einu aðilarnir sem hafa gert það að markmiði sínu að skipta yfir í heitið loftslagsbreytingar eru efasemdamenn um hnattræna hlýnun.
Hnattræn hlýnun (e. global warming) eða loftslagsbreytingar (e. climate change)
Bæði heitin eru mikið notuð í vísindagreinum, vegna þess að þau vísa í tvö mismunandi eðlisfræðileg fyrirbæri. Eins og við má búast, þá þýðir hnattræn hlýnun að langtíma leitni hitastigs sé að rísa hnattrænt. Loftslagsbreytingar eru einnig lýsandi heiti og vísar í hnattrænar breytingar í loftslagi sem afleiðing af hækkandi hitastigi Jarðar. Sem dæmi þá eru breytingar í úrkomumunstri, breytingar í tíðni og lengd hitabylgja og þurrka og annarra öfgaveðuratburða.
[...]
Skiptir þetta einhverju máli? Hverjir breyttu þessu og/eða var þessu breytt? Hvers vegna er þetta eiginlega í umræðunni? Lesa má nánar um þetta og skoða gröf og útskýringar á loftslag.is - Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar.
Heimildir og ítarefni
Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, sjá einnig hér.
Tengt efni á loftslag.is
15.2.2011 | 22:48
Jöklar almennt að hopa um allan heim
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.
Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.
Vegna þess hversu viðkvæmir jöklar eru fyrir breytingum í hitastigi þá veita þeir góðar vísbendingar um áhrif hnattrænnar hlýnunar. Massajafnvægi jökla er mælt með mismunandi aðferðum. Beinar jöklafræðilegar aðferðir eru t.d. stikur, snjógryfjur og snjókannar. Þau gögn eru gerð af ýmsum jöklafræðistofnunum og safnað saman af World Glacier Monitoring Service (WGMS).
[...]
Sjá nánar á loftslag.is - Eru jöklar að hopa eða stækka?
Tengt efni á loftslag.is
- Bráðnun smárra jökla og jökulhetta
- Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða
- Massatap Grænlandsjökuls til 2010
- Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
Jöklar í Mexíkó bráðna hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2011 | 23:22
Mýtur Moncktons
Þeir sem fylgst hafa eitthvað með umræðum um loftslagsbreytingar kannast eflaust við Monckton Lávarð, en við höfum minnst á hann hérna áður. Ósjaldan vísa efasemdamenn um hnattræna hlýnun í myndbönd eða greinar þar sem Monckton kemur við sögu en útúrsnúningar og bjaganir á vísindarannsóknum virðast vera hans sérgrein. Allavega hefur hann engar loftslagsrannsóknir sem styðja gífuryrði sín. Þrátt fyrir það er hann fenginn til að halda fyrirlestra og til ráðgjafar um loftslagsmál víða um heim. Það er ráðgáta hvers vegna.
Nú hafa snillingarnir á Skeptical Science tekið saman gagnagrunn þar sem farið er yfir algengustu rök Moncktons og þau brotin niður til mergjar og leiðrétt. Smellið á myndinni hér fyrir neðan til að skoða mýtur Moncktons og rök gegn þeim:
Að auki er rétt að minnast á að nú nýverið var á BBC heimildamynd um efasemdamenn um hnattræna hlýnun, þar sem skyggnst var á bak við tjöldin. Svo skemmtilega vill til að Monckton kemur eitthvað við sögu í þessari heimildamynd og reyndi hann að fá heimildamyndina bannaða en svo virðist sem efasemdamenn um hnattræna hlýnun séu frekar hrifnir af ritskoðun, eins og fjölmörg dæmi sanna. Heimildamyndin heitir samkvæmt áreiðanlegum heimildum Meet the Climate Skeptics, en erfitt hefur reynst að komast að eintaki sem hægt er að horfa á hér á Íslandi*. Hér fyrir neðan má þó allavega nálgast sýnishorn úr heimildarmyndinni, smelltu á myndina til að skoða sýnishornið:
*Ef einhver kemst að tengli þar sem hægt er að horfa á téð myndband, þá endilega látið vita annað hvort í athugasemdum eða á loftslag@loftslag.is
Tengt efni á loftslag.is