Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

“Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

Dr_Muller_hide_the_declineEnn eitt myndbandið frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Núna tekur hann fyrir setninguna “Hide the decline” sem hefur verið rangtúlkuð, rangt höfð eftir og mistúlkuð af fjölda fólks síðan málið með stolnu tölvupóstana kom upp. Þessar mistúlkanir hafa m.a. komið upp hjá prófessor Dr. Richard Muller frá Berkeley háskóla – sem einnig er tekin fyrir í þessu myndbandi…en sjón er sögu ríkari:

Myndbandið má sjá á loftslag.is, “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

Tengt efni á loftslag.is:


Ísbirnir leita suður á bóginn

Af tilefni frétta og vegna fjölda áskorana þá endurbirtum við hér færslu frá því í desember af loftslag.is sem heitir Slæmar fréttir fyrir ísbirni:

Nýjar rannsóknir benda til þess að hlýnun Jarðar boði slæmar fréttir fyrir ísbirni og búist við að þeim eigi eftir að fækka töluvert við hlýnunina.
Þegar ísbirnir missa búsvæði sín við hnattræna hlýnun, þá er búist við að þeir þurfi að færa sig suður á bóginn í leit að annarri fæðu, en talið er að þá muni þeir mæta mótspyrnu frá skógarbjörnum (þá sérstaklega frá svokölluðum grisslíbjörnum – Ursus arctos horribilis)
 

Tölvumynd af hauskúpu ísbjarnar, samkvæmt greiningu Slater o.fl.

.

Til að kanna hvernig sú samkeppni gæti orðið, þá gerðu vísindamennirnir þrívíddarlíkan af hauskúpu ísbjarnar og skógarbjarnar. Líkt var eftir biti þeirra, þ.e. hversu sterk hauskúpan er og bitkraftur þeirra. Það kom í ljós að báðar tegundirnar bíta mjög fast – en aftur á móti er hauskúpa ísbjarna mun veikari. Því er talið að ísbirnir muni tapa í samkeppninni við skógarbirni við hlýnandi veðurfar – þ.e. þegar þessar tegundir þurfa að berjast um fæðu við sömu umhverfisaðstæður, en samkvæmt rannsókninni þá er talið líklegt að ísbirnir  séu ekki nógu sveigjanlegir og of aðlagaðir núverandi aðstæðum.

Ef skoðuð er tímalína þróunar, þá er talið að ísbirnir hafi þróast frá skógarbjörnum frekar nýlega og þessar tegundir eru nokkuð skildar. Talið er að þær hafi aðskilist fyrir 500-800 þúsund árum síðan. Þrátt fyrir það þá er líffræði þeirra – sérstaklega hauskúpa og tennur ólíkar, væntanlega út af umhverfisaðstæðum og mismun í fæðuvali.

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa hér, Slater o.fl. 2010 – Biomechanical Consequences of Rapid Evolution in the Polar Bear Lineage

Umfjöllun á heimasíðu UCLA: Biologists report more bad news for polar bears

Tengt efni á loftslag.is


mbl.is Hressilegur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science

Ritstjórn loftslag.is er það mikill heiður að segja frá því að Höskuldur Búi, annar ritstjóra loftslag.is, hefur nú skrifað sína fyrstu færslu á SkepticalScience.com (SkS). SkS hefur verið mikil driffjöður þess að taka saman mýtur í umræðunni um loftslagsvísindinn á yfirvegaðan hátt og vel skjalfest, enda eru heimildir mikilvægur þáttur í þessari umræðu. John Cook sem er aðal stjórnandi síðunnar er orðin einskonar fyrirmynd meðal þeirra sem sem fylgjast með loftslagsumræðunni. Það sem John Cook hefur m.a. gert á SkS er að taka saman það sem vísindin hafa um loftslagsumræðuna að segja og bera það saman við allskyns fullyrðingar og á stundum hreinar rangtúlkanir sem oft heyrast í umræðunni um loftslagsmál. Við höfum frá upphafi fylgst með SkS og höfum m.a. þýtt nokkrar mýtur á íslensku fyrir SkS sem hafa svo einnig ratað í mýtusafnið hér á loftslag.is.

Færslan á SkS sem Höskuldur hefur skrifað er þýðing á færslu sem birtist hér á loftslag.is í maí 2010 Miðaldaverkefnið. Í umræðum á lokuðu umræðuborði á SkS þá benti Höski á færsluna, sem leiddi til þess að hann fékk þá áskorun að þýða færsluna, sem hann svo gerði með góðri hjálp nokkurra þeirra sem taka reglulega þátt í umræðunni á SkS. Höski notaði á sínum tíma töluverðan tíma í rannsóknir á síðunni CO2 Science og þeim túlkunum sem fara þar fram á ýmsum rannsóknum varðandi miðaldahlýnunina. Það má segja að margt af því sem þar er haldið fram séu beinar rangtúlkanir sem ekki hafa neitt með vísindi að gera og kom Höski því vel til skila í pistlinum á loftslag.is, sem hefur nú verið þýddur fyrir stærri markað á SkS. Umræðan í athugasemdum um færsluna á SkS er tiltölulega jákvæð varðandi efni færslunar, enda hefur Höski unnið heimavinnuna vel. Færsluna á SkS, má sjá hér, Medieval project gone wrong. Þessi heiður sem Höska hefur hlotnast hjá John Cook á SkS, sýnir okkur enn frekar að við erum á réttri braut í okkar málflutningi og hvetur okkur til frekari dáða.

Þess má einnig geta að John Cook hefur nýlega komið að útgáfu bókar um afneitun loftslasgsvísindanna sem við mælum með, Climate Change Denial – Head in the Sand eftir Haydn Washington og John Cook.

Tengt efni á loftslag.is:


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband