Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
28.6.2012 | 11:06
Enn og aftur eru fingraför mannkyns á hnattrænu hlýnunina staðfest
Enn og aftur kemur fram rannsókn sem staðfestir mannleg áhrif á hnattræna hlýnun, í þetta skiptið varðandi hlýnun sjávar á heimsvísu. Hér undir má sjá stutt yfirlit á ensku og tengil á frétt Skeptical Science um málið.
Gleckler et al Confirm the Human Fingerprint in Global Ocean Warming (via Skeptical Science)
Posted on 27 June 2012 by dana1981 Although over 90% of overall global warming goes into heating the oceans, it is often overlooked, particularly by those who try to deny that global warming is still happening. Nature Climate Change has a new paper by some big names in the field of oceanography,…
- Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir
- Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag
- Breytingar á loftslagi af mannavöldum á einni mynd
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Loftslagsbreytingar og áhrif manna
6.6.2012 | 17:38
Micheal Mann á Íslandi
Við á loftslag.is viljum vekja athygli á stórviðburði sem verður í næstu viku:
The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines
Miðvikudaginn 13. júní næstkomandi flytur einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, Michael E. Mann, prófessor við Penn State University, fyrirlestur á vegum EDDU – öndvegisseturs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00–13.30 í Odda, stofu 101.
Í fyrirlestrinum, sem ber heitið „The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines“, fjallar Mann um rannsóknir sínar og það hvernig línuritið sem kennt er við „hokkíkylfuna“ varð að þekktustu táknmynd hins svonefnda loftslagsstríðs. Að auki ræðir hann hið svokallaða „Climategate” hneyksli frá 2009 og það hvernig fjölmiðlar halda sjónarmiðum þeirra sem afneita loftslagsbreytingum á lofti.
Fyrirlesturinn er öllum opinn án endurgjalds.
Hægt er að kaupa bókina The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines eftir Mann í Bóksölu stúdenta.
4.6.2012 | 09:01
Óæskilegt met, styrkur yfir 400 ppm á Norðurskautinu
Í fyrsta skipti í sögu mannkyns* hefur styrkur CO2 í andrúmsloftinu mælst yfir 400 ppm á Norðurskautinu í heild, en í fyrra fóru mælingar á styrk CO2 við Stórhöfða yfir það mark. Hnattrænt er styrkurinn nú um 395 ppm, en mikil árstíðasveifla er milli norður- og suðurhvels. Talið er að hnattrænt muni styrkurinn ná 400 ppm í kringum árið 2016.
[...]
Sjá nánar á loftslag.is Óæskilegt met, styrkur yfir 400 ppm á Norðurskautinu
Heimildir og ítarefni
NOAA: Carbon dioxide levels reach milestone at Arctic sites
Tengt efni á loftslag.is
- Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
- Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
- Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010