6.4.2011 | 09:25
Bráðabirgðaniðurstöður vekja athygli
Verkefnið gengur út á að greina mun stærra gagnasafn yfir hitastig en aðrir hafa gert, athuga hvort skekkja sé vegna þéttbýlismyndunar við þær veðurstöðvar sem notaðar eru o.sv.fr.v.
[..]
Sjá nánar á loftslag.is - Bráðabirgðaniðurstöður vekja athygli
---
Tengt efni á loftslag.is
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- 10 vísar hnattrænnar hlýnunar
- Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?
3.4.2011 | 15:44
Í skugga hörfandi jökuls
Í Colonia í Patagoniu, Chile má nú sífellt búast við skyndilegum jökulhlaupum úr jökullóni við jökuljaðar í fjöllunum ofan við, en svæðið hefur orðið fyrir sjö slíkum frá því í apríl 2008. Colonia jökullinn stíflar af þrjá dali og einn þeirra myndar svokallað Cachetlón 2 (Lake Cachet 2).
Rúmmál vatns sem hleypur úr lóninu er um 200 milljón rúmmetrar og hleypur það úr lóninu á nokkrum klukkustundum og ofan í Colonia vatn, hækkar vatnsyfirborð þess og eykur rennsli í Baker fljótinu þar neðan við.
[..]
Sjá nánar á loftslag.is - Í skugga hörfandi jökuls
Tengt efni á loftslag.is
- Blogg: Eldvirkni og loftslag
- Gátan um Yngra Dryas
- Eldgos og loftslagsbreytingar
- Blogg: Geta hafnarbylgjur frá Austur Grænlandi valdið tjóni á Íslandi?
1.4.2011 | 08:03
Kærar þakkir
Við í ritstjórn loftslag.is viljum þakka lesendum okkar stuðninginn í gegnum tíðina, en samkvæmt nýjustu upplýsingum þá má flestum vera ljóst að ekki er lengur þörf á heimasíðunni loftslag.is.
Flestir hafa orðið varir við kólnun jarðar undanfarna mánuði og ár og þrátt fyrir að hnattrænt séð hafi orðið nokkur hlýnun, þá er ekki verjandi lengur að halda úti heimasíðu sem gengur út á hlýnun sem engin er og ef einhver er þá er fylgni hennar við losun manna á gróðurhúsalofttegundum lítil.
Auðvitað mun myndast ákveðið gap í starfi okkar ritstjóra, en upplýsingastefna okkar á loftslag.is hefur hlotið afhroð. Við viljum þó að dyggir lesendur okkar hafi ekki áhyggjur af okkur við finnum okkur eitthvað nýtt og verðugt málefni til að skrifa um. Þeir fjölmörgu sem lagt hafa okkur lið, með peningagjöfum og aðstöðusköpun eru beðnir velvirðingar á því að þessi blekkingaleikur er búinn. Í okkar huga var þetta jú eingöngu leikur leikur í jöfnuði, gerður til að styrkja alþjóðlegar hugmyndir um kolefnisskatt og koma Íslandi á kortið í alþjóðavæðingu heimsins með virkri samstöðu félaga okkar í Evrópu, Asíu og Ástralíu.
Með kærri kveðju og þökk frá fyrrum ritsjórum loftslag.is
Höskuldur og Sveinn
Tengt efni:
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.3.2011 | 08:31
Inngeislun sólar síðustu áratugi
Til að halda því til haga, þá má hér undir sjá graf þar sem hitastig og inngeislun sólar eru borin saman.
Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.
Ítarefni: NASAexplorer Hitastigið 2009 og Sólin; Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?; Sólvirkni og hitastig; Geimgeislar Svensmark og hlýnun jarðar
Tekið af föstu síðunni, Helstu sönnunargögn hér á loftslag.is þar sem sjá má fleiri sönnunargögn varðandi hlýnun jarðar.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hnattræn hlýnun á 12 mínútum
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Við minni virkni sólar
- Sólvirkni og hitastig
29.3.2011 | 23:02
Samfélög trjáa á flakki
28.3.2011 | 08:36
Hnattræn hlýnun á 12 mínútum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2011 | 12:59
Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 21:28
Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)
19.3.2011 | 12:39
Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun
18.3.2011 | 08:36
Súrnun sjávar - Föstudagsfyrirlestur
16.3.2011 | 09:02
Molar um sjávarstöðu
11.3.2011 | 08:04
Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
9.3.2011 | 09:17
Vælubílinn takk
8.3.2011 | 10:37
Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar
7.3.2011 | 00:30