9.5.2011 | 09:03
Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun
Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við efasemdir, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum. Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna náttúrulegra sveiflna, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. á loftslag.is.
[...]
Nánar er hægt að lesa um mótsagnir og rökleysur "efasemdamanna" á loftslag.is, Mótsagnarkennt eðli röksemda efasemdamanna um hnattræna hlýnun
Tengt efni á loftslag.is:
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
- Helstu sönnunargögn
- Mýtusíðan
- Mýta Það var hlýrra á miðöldum
- Mýta Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar
- Mýta Jafnvægissvörun loftslags er lág
4.5.2011 | 11:05
Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar
Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.
Tengt efni á loftslag.is
- Metan úr sífrera Síberíu
- Metan og metanstrókar
- Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
- Visthæfar reykistjörnur eru sjaldgæfar
- Norðurskautsmögnunin
3.5.2011 | 10:22
“Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610
Enn eitt myndbandið frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Núna tekur hann fyrir setninguna Hide the decline sem hefur verið rangtúlkuð, rangt höfð eftir og mistúlkuð af fjölda fólks síðan málið með stolnu tölvupóstana kom upp. Þessar mistúlkanir hafa m.a. komið upp hjá prófessor Dr. Richard Muller frá Berkeley háskóla sem einnig er tekin fyrir í þessu myndbandi en sjón er sögu ríkari:
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Hide the decline útskýrt að hætti Greenman3610
Tengt efni á loftslag.is:
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
- Á tilboði: Sérvalin kirsuber
- Monckton á móti Monckton
- Ískjarnar, miðaldahlýnun, litla ísöldin og Dýravísur eftir Jón Leifs
- CO2 er náttúruleg aukaafurð í náttúrunni
- Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?
- Staðreyndir og ímyndun varðandi hafísútbreiðsluna
- Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?
2.5.2011 | 14:54
Ísbirnir leita suður á bóginn
Af tilefni frétta og vegna fjölda áskorana þá endurbirtum við hér færslu frá því í desember af loftslag.is sem heitir Slæmar fréttir fyrir ísbirni:
Til að kanna hvernig sú samkeppni gæti orðið, þá gerðu vísindamennirnir þrívíddarlíkan af hauskúpu ísbjarnar og skógarbjarnar. Líkt var eftir biti þeirra, þ.e. hversu sterk hauskúpan er og bitkraftur þeirra. Það kom í ljós að báðar tegundirnar bíta mjög fast en aftur á móti er hauskúpa ísbjarna mun veikari. Því er talið að ísbirnir muni tapa í samkeppninni við skógarbirni við hlýnandi veðurfar þ.e. þegar þessar tegundir þurfa að berjast um fæðu við sömu umhverfisaðstæður, en samkvæmt rannsókninni þá er talið líklegt að ísbirnir séu ekki nógu sveigjanlegir og of aðlagaðir núverandi aðstæðum.
Ef skoðuð er tímalína þróunar, þá er talið að ísbirnir hafi þróast frá skógarbjörnum frekar nýlega og þessar tegundir eru nokkuð skildar. Talið er að þær hafi aðskilist fyrir 500-800 þúsund árum síðan. Þrátt fyrir það þá er líffræði þeirra sérstaklega hauskúpa og tennur ólíkar, væntanlega út af umhverfisaðstæðum og mismun í fæðuvali.
Heimildir og ítarefni
Greinina má lesa hér, Slater o.fl. 2010 Biomechanical Consequences of Rapid Evolution in the Polar Bear Lineage
Umfjöllun á heimasíðu UCLA: Biologists report more bad news for polar bears
Tengt efni á loftslag.is
- Fer ísbjörnum fækkandi?
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Ísbjörn á Langjökli
- Staðreyndir og ímyndun varðandi hafísútbreiðsluna
- NOAA ástand Norðurskautsins 2010
- Kíkt undir hafísinn
Hressilegur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2011 | 22:02
Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 12:17
Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum
28.4.2011 | 14:45
Vindstyrkur og ölduhæð eykst
27.4.2011 | 10:33
Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2011 | 10:06
Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum á eftir að aukast
21.4.2011 | 21:29
Þróun loftslagslíkana
19.4.2011 | 13:44
Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag
18.4.2011 | 10:43
Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″
15.4.2011 | 09:58
Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið
14.4.2011 | 11:17
Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja
12.4.2011 | 08:41