Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við “efasemdir”, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum. Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna “náttúrulegra sveiflna”, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. á loftslag.is.

[...]

Nánar er hægt að lesa um mótsagnir og rökleysur "efasemdamanna" á loftslag.is, Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

Tengt efni á loftslag.is:


Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is,  Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.

 

Tengt efni á loftslag.is


“Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

Dr_Muller_hide_the_declineEnn eitt myndbandið frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Núna tekur hann fyrir setninguna “Hide the decline” sem hefur verið rangtúlkuð, rangt höfð eftir og mistúlkuð af fjölda fólks síðan málið með stolnu tölvupóstana kom upp. Þessar mistúlkanir hafa m.a. komið upp hjá prófessor Dr. Richard Muller frá Berkeley háskóla – sem einnig er tekin fyrir í þessu myndbandi…en sjón er sögu ríkari:

Myndbandið má sjá á loftslag.is, “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

Tengt efni á loftslag.is:


Ísbirnir leita suður á bóginn

Af tilefni frétta og vegna fjölda áskorana þá endurbirtum við hér færslu frá því í desember af loftslag.is sem heitir Slæmar fréttir fyrir ísbirni:

Nýjar rannsóknir benda til þess að hlýnun Jarðar boði slæmar fréttir fyrir ísbirni og búist við að þeim eigi eftir að fækka töluvert við hlýnunina.
Þegar ísbirnir missa búsvæði sín við hnattræna hlýnun, þá er búist við að þeir þurfi að færa sig suður á bóginn í leit að annarri fæðu, en talið er að þá muni þeir mæta mótspyrnu frá skógarbjörnum (þá sérstaklega frá svokölluðum grisslíbjörnum – Ursus arctos horribilis)
 

Tölvumynd af hauskúpu ísbjarnar, samkvæmt greiningu Slater o.fl.

.

Til að kanna hvernig sú samkeppni gæti orðið, þá gerðu vísindamennirnir þrívíddarlíkan af hauskúpu ísbjarnar og skógarbjarnar. Líkt var eftir biti þeirra, þ.e. hversu sterk hauskúpan er og bitkraftur þeirra. Það kom í ljós að báðar tegundirnar bíta mjög fast – en aftur á móti er hauskúpa ísbjarna mun veikari. Því er talið að ísbirnir muni tapa í samkeppninni við skógarbirni við hlýnandi veðurfar – þ.e. þegar þessar tegundir þurfa að berjast um fæðu við sömu umhverfisaðstæður, en samkvæmt rannsókninni þá er talið líklegt að ísbirnir  séu ekki nógu sveigjanlegir og of aðlagaðir núverandi aðstæðum.

Ef skoðuð er tímalína þróunar, þá er talið að ísbirnir hafi þróast frá skógarbjörnum frekar nýlega og þessar tegundir eru nokkuð skildar. Talið er að þær hafi aðskilist fyrir 500-800 þúsund árum síðan. Þrátt fyrir það þá er líffræði þeirra – sérstaklega hauskúpa og tennur ólíkar, væntanlega út af umhverfisaðstæðum og mismun í fæðuvali.

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa hér, Slater o.fl. 2010 – Biomechanical Consequences of Rapid Evolution in the Polar Bear Lineage

Umfjöllun á heimasíðu UCLA: Biologists report more bad news for polar bears

Tengt efni á loftslag.is


mbl.is Hressilegur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science

Ritstjórn loftslag.is er það mikill heiður að segja frá því að Höskuldur Búi, annar ritstjóra loftslag.is, hefur nú skrifað sína fyrstu færslu á SkepticalScience.com (SkS). SkS hefur verið mikil driffjöður þess að taka saman mýtur í umræðunni um...

Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum

Sú könguló sem hvað flestir óttast í Norður Ameríku gæti aukið útbreiðslu sína við komandi loftslagsbreytingar samkvæmt nýrri rannsókn. [..] Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum Tengt efni á loftslag.is...

Vindstyrkur og ölduhæð eykst

Vindstyrkur og ölduhæð úthafanna hefur verið að aukast undanfarinn aldarfjórðung samkvæmt nýrri rannsókn. Óljóst er þó hvort um er að ræða skammtímasveiflu eða langtíma áhrif vegna loftslagsbreytinga. Ian Yong o.fl. 2011 greindu gervihnattagögn milli...

Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar

Í tilefni þess að önnur greinin sem fjallað er um í þessari færslu fékk verðlaun NASA sem besta greinin gefin út af starfsmönnum NASA árið 2010 þá birtum við hana hér aftur. Vatnsgufa og ský eru stórir þættir í gróðurhúsaáhrifum Jarðar, en ný líkön sem...

Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum á eftir að aukast

Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum (þá mest rafvespum og rafmótorhjólum) á eftir að aukast gríðarlega á næstu árum, ef marka má nýja skýrslu um málið. Í henni er talið líklegt að fjöldi slíkra farartækja eigi eftir að fjölga úr 17 milljónum...

Þróun loftslagslíkana

Til gamans þá horfum við á hvernig upplausn loftslagslíkana hefur breyst undanfarin ár. Reynið að stelast ekki til að sjá hvernig þetta lítur út neðst og giskið á hvaða landsvæði verið er að líkja eftir í efstu myndinni – smám saman skýrist myndin...

Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag

Með því að skoða fornloftslag er hægt að sjá nokkuð skýra mynd af framtíð loftslags hér á jörðinni. Styrkur CO2 eykst sífellt í andrúmsloftinu og nú hefur hann náð styrkleika sem er um 390 ppm. Síðast þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var í slíkum hæðum...

Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″

Eitthvað hefur fréttum af hitastigi á heimsvísu verið ábótavant upp á síðkastið hér á loftslag.is. En fyrir því eru einfaldar ástæður, sem eru að sjálfsögðu hinir miklu kuldar um allan heim sem við viljum að sjálfsögðu ekki greina frá – enda myndi...

Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið

Líkt og í vísindaskáldsögu, þá virðist sem þúsundir tröllakrabba séu á leiðinni upp landgrunnshlíðar Suðurskautsins. Þeir virðast koma af miklu dýpi, um 6-9 þúsund feta dýpi – sem samsvarar um 1800-2700 m dýpi. Í milljónir ára hefur lífríki...

Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja

Einn af þeim stöðum sem eru að hlýna hvað hraðast er Alaska og miðja þess einna mest. Shannon McNeeleyh o.fl. (2011) skoða í nýrri rannsókn hversu viðkvæm samfélög frumbyggja geta verið gagnvart breytingum í kjölfar hlýnunar – í svokölluðu...

Gróðurhúsaáhrifin mæld

Flestir vita að gróðurhúsaáhrifin valda því að Jörðin er mun heitari en annars væri og að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er að auka þau áhrif. En fæstir þekkja þó hvað það er í raun og veru í andrúmsloftinu sem gerir það að verkum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband