4.3.2011 | 08:59
Fjöldaútdauði lífvera
Við loftslagsbreytingar, þá er ein af stóru spurningunum sú hvort náttúran muni ná að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Svarið má finna með því að skoða jarðsöguna. Í jarðsögunni, þá hafa komið tímabil þar sem loftslag hefur breyst gríðarlega. Við þær breytingar urðu gjarnan fjöldaútdauðar, þar sem margar lífverur dóu út og í kjölfarið kom hægfara bati lífríkisins. Saga kóralrifja gefur okkur innsýn í þessa atburði, þar sem kóralrif eru langlíf og saga þeirra í gegnum jarðsöguna tiltölulega vel þekkt (Veron 2008). Með því að skoða þau, þá sést að kóralrif hafa orðið fyrir áhrifum þessara fjöldaútdauða, sem tók þau milljónir ára að jafna sig af. Þau tímabil eru þekkt sem reef gaps (eða kóralrifjabil).
Mynd 1: Tímalína útdauða lífvera. Fimm tímabil eru merkt sérstaklega þegar mikill útdauði lífvera varð. Svartir kassar sýna tímabil þegar bil varð í vexti kóralrifja, múrsteinsmunstur sýnir tímabil töluverðar vaxtar kóralrifja(Veron 2008).
Það hafa orðið fimm tímabil fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar:
- Fyrsta fjöldaútdauða atburðurinn varð í lok Ordovisium, en steingervingagögn benda til þess að 60% af ættkvíslum lífvera í sjó og á landi hafi þurrkast út.
- Fyrir 360 milljónum ára, í lok Devon, þá umbreyttist lífvænlegt umhverfi fyrir kóralla, yfir í óhagstætt í 13 milljónir ára og fjöldaútdauði númer tvö varð á Jörðinni.
- Steingervingagögn í lok Perm benda til fjöldaútdauða lífvera eða allt að 80-95% útdauði sjávarlífvera. Kóralrif birtast ekki aftur fyrr en eftir um 10 milljón ár, lengsta eyða í myndun kóralrifja í jarðsögunni.
- Í lok Trías varð fjöldaútdauði um helmings hryggleysingja sjávar. Um 80% ferfætlinga á landi dóu út.´
- Fyrir 65 milljónum ára, við lok Krítar er frægasti útdauðinn, en þá þurrkuðust út risaeðlurnar. Nánast ekkert stórt landdýr lifði af. Plöntur urðu einnig fyrir barðinu á sama tíma og sjávarlífverum í hitabeltinu var útrýmt að mestu. Hnattrænn hiti Jarðar var 6-14°C hærri en hann er í dag og sjávarstaða yfir 300 m hærri en nú. Á þessum tíma þá þöktu höfin allt að 40% af núverandi yfirborði meginlandanna.
En hvað olli þessum fjöldaútdauða lífvera? ...
[...]
Nánar á loftslag.is, Fjöldaútdauði lífvera
Tengdar færslur af loftslag.is
3.3.2011 | 08:43
Ósérhæfðir sérfræðingar
Endurbirting.
Myndband frá Potholer54, þar sem hann skoðar ýmsar persónur sem telja sig vita betur en loftslagsvísindamenn og titla sig sumir sem verandi loftslagsvísindamenn þrátt fyrir að fátæklegar heimildir þar um. Hann skoðar meðal annars hina alræmdu Oregon Petition, þar sem talað er um undirskriftir 32.000 vísindamanna. Eru allir vísindamenn á þeim lista og þá við hvaða fræðigreinar? Myndir þú leita til veðurfræðings vegna húðvandamáls? Nei líklega ekki, en hvers vegna er þó oft leitað til þeirra sem ekki eru sérfræðingar um loftslagsmál um sérfræðiálit þeirra á málinu?
Jæja, en höfum ekki fleiri orð um þetta, gefum Potholer54 orðið og skjáinn um stund.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Ósérhæfðir sérfræðingar
Tengdar færslur á loftslag.is
1.3.2011 | 08:45
Grautur af gróðurhúsaáhrifum
Það er merkilegt hvernig umræðan um loftslagsmál hefur oft á tíðum hangið í sama farinu. Fyrir 13 árum síðan birtist grein eftir Pál Bergþórsson, fyrrum Veðurstofustjóra, varðandi umræðu um loftslagsmál. Þá, líkt og nú, var haldið á lofti alls kyns rökleysum sem áttu á einhvern hátt að gera lítið úr rannsóknum vísindamanna varðandi hlýnun Jarðar og breytingum á loftslagi. Núna 13 árum síðar má segja að svipuð öfl ráði enn ferðinni þegar kemur að umræðunni, þar sem reynt er í krafti staðhæfinga og fullyrðinga (sem oftast standast ekki nánari skoðun) að gera lítið úr loftslagsvísindunum og rannsóknum vísindamanna. Það má segja að mýtusíðan hér á loftslag.is sé afsprengi þeirrar umræðu.
Grein Páls nefnist Grautur af gróðurhúsaáhrifum og þar ræðir hann m.a. um aðferðafræði hina sjálfskipuðu efasemdarmanna og segir m.a. eftirfarandi:
Þannig hefur verið reynt að gera tortryggilegar þær staðreyndir sem máli skipta, drepa málinu á dreif.
Þetta er nokkuð sem við á loftslag.is höfum marg oft séð í umræðunni. Og það virðist ekki hafa mikil áhrif þó svo almennur einhugur virðist ríkja meðal vísindamanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda á hlýnun andrúmslofts. Sá einhugur vísindamanna hefur síst minnkað og orðið enn meiri en áður á síðustu árum.
[...]
Fleiri tilvitnanir í grein Páls má lesa á loftslag.is, Grautur af gróðurhúsaáhrifum
Tengt efni á loftslag.is:
28.2.2011 | 09:07
Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
Myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Í þetta skiptið skoðar hann það sem vísindin hafa að segja um rannsóknir á m.a. ískjörnum, hitastigi og hafís. Hinn fróðlegi og skemmtilegi Dr. Richard Alley kemur fram og útskýrir rannsóknir sínar og segir einnig sína skoðun á því hvernig hans eigin rannsóknir hafa verið mistúlkaðar og rangfærðar af afneitunarsinnum eins og t.d. þeim hjá WattsUpWithThat já, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum
Þess má einnig geta að Dr. Alley kemur inn á eldgos á Íslandi í útskýringum sínum á fræðunum og ískjarnarannsóknum mjög fróðlegt, gjörið svo vel:
Sjálft myndbandið má sjá á loftslag.is, Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
Tengt efni á loftslag.is:
25.2.2011 | 10:53
Sjávarstöðuhækkanir
23.2.2011 | 14:51
Bráðnun Grænlandsjökuls endurspeglar hitatölur á Grænlandi
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 09:47
Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 19:08
Monckton á móti Monckton
19.2.2011 | 11:24
Aukin flóðahætta af völdum hnattrænnar hlýnunar
17.2.2011 | 15:11
Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
16.2.2011 | 12:32
Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar
15.2.2011 | 22:48
Jöklar almennt að hopa um allan heim
13.2.2011 | 23:22
Mýtur Moncktons
11.2.2011 | 08:57
Á tilboði: Sérvalin kirsuber
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 08:19
Massabreytingar Grænlandsjökuls
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)