8.2.2011 | 22:19
Svar: Hjarðhugsun Ágústar
Eflaust hafa einhverjir tekið eftir færslu Ágústar Bjarnasonar um Hjarðhugsun, en þar hafa nokkrir komið með athugasemdir, meðal annars um loftslagsvísindamenn, mannfræðinga, vistfræðinga og skógræktarfrömuði. Því er það undarlegt að eftirfarandi athugasemd skuli ekki hafa fengið birtingu, en skýring Ágústar er þessi:
Höskuldur Búi Jónsson:
Þú verður að fyrirgefa. Þessi pistill fjallar ekki um loftslagsmál. Hin langa ritgerð þín um þau mál verður því ekki birt.
Með kveðju.
Það er því með ánægju sem við á loftslag.is birtum athugasemdina hér í heild:
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
8.2.2011 | 08:58
Efasemdir eða afneitun
Endurbirting færslu frá síðastliðnu vori.
Tölublað New Scientist, frá 15. maí, er sérstaklega helgað umræðu um tímaskeið afneitunar (e. Age of Denial). Í blaðinu er rætt um ýmiskonar afneitun á vísindum, þar með talið afneitun á loftslagsvísindum. Það virðast vera svipaðar aðferðir notaðar við afneitun vísinda í sambandi við tengsl krabbameins tóbaksnotkunnar og afneitun á loftslagsvísindum.
Mig langar að benda á grein úr þessu tölublaði, sem nefnist, Lifað í afneitun: Þegar efasemdarmaður er ekki efasemdarmaður (e. Living in denial: When a sceptic isnt a sceptic). Í þessari grein er munurinn á efasemdarmönnum og afneitunarsinnum skoðaður. Greinin er skrifuð af Michael Shermer þar stendur meðal annars, í lauslegri þýðingu:
Hver er munurinn á efasemdarmanni og afneitunarsinna? Þegar ég kalla sjálfan mig efasemdarmann, þá á ég við að ég noti vísindalega nálgun til að leggja mat á rökin. T.d. mun efasemdamaður um loftslagsmál, skoða hverja staðhæfingu fyrir sig og varfærnislega skoða rökin og er tilbúinn að fylgja staðreyndunum þangað sem þær leiða hann.
Sá sem afneitar loftslagsvísindunum, er með fyrirfram ákveðnar skoðanir og fer í gegnum gögnin með notkun hlutdrægrar staðfestingar sem er hneigðin til að leita að og finna gögn sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir og vísa öðru á bug.
Í greininni er rætt um efasemdar í sambandi við vísindalegar aðferðir, þar sem nota þarf gagnrýna hugsun til að skoða gögn og mælingar. Það má segja að til að vera vísindamaður, þá þurfi að koma til nokkuð mikið af hugsun byggða á efasemdum og gagnrýnni hugsun.
[...]
Nánar um þetta á loftslag.is, Efasemdir eða afneitun
Tengt efni af loftslag.is:
6.2.2011 | 19:45
Mótsagnarkennt eðli röksemda "efasemdarmanna" um hnattræna hlýnun
Það virðist vera merki um styrk kenningarinnar, um hækkun hitastigs af völdum losunar manna á CO2, að efasemdarmennirnir geta ekki komið sér saman (ekki einu sinni innra með sjálfum sér persónulega) hver andmælin eiga að vera. Ef það væri raunverulegur veikleiki í kenningunni, þá ættu efasemdarmenn að geta bent á þann veikleika og komið með mótsagnarlaus rök. Þeir virðast frekar ætla að notast við núverandi aðferðafræði sína, sem er að fleygja öllu mögulegu fram sem rökum, í óljósri von um að eitthvað af þeim haldi vatni. Það myndi auðvelda verulega allar umræður við efasemdarmenn ef þeir myndu ákveða hver andmæli sín varðandi kenninguna væru, í stað núverandi ástands þar sem rökfærsla dagsins virðist ráða för, alveg óháð því hver rök gærdagsins voru og hugsanlegra mótsagna í rökfærslunum.
[...]
Að lokum má svo skoða orðið sem ég hef sett innan gæsalappa í færslunni, en hvers vegna ætli það sé nú? Það má vel færa rök fyrir því að efasemdarmenn nái ekki nógu vel að skilgreina þá sem hafa þá nálgun við vísindin sem eru útskýrð hér að ofan, þar sem nýjar röksemdir og mótsagnir virðast ráð ferðinni eftir því hvernig vindar blása þann daginn. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:
- Samsæriskenningar
- Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
- Fals sérfræðingar
- Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
- Almennar rökleysur
Alla færsluna má lesa á loftslag.is, Mótsagnarkennt eðli röksemda efasemdarmanna um hnattræna hlýnun
Tengt efni á loftslag.is:
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
- Helstu sönnunargögn
- Mýtusíðan
- Mýta Það var hlýrra á miðöldum
- Mýta - Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar
- Mýta Jafnvægissvörun loftslags er lág
5.2.2011 | 23:29
Ískjarnar, miðaldahlýnun, litla ísöldin og Dýravísur eftir Jón Leifs
Í nýju myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) er kjarni efnisins varðandi ískjarna og hvernig þeir eru notaðir til að skoða þróun hitastigs m.a. með tilliti til miðaldahlýnuninnar og litlu ísaldarinnar. Nokkuð fróðlegt myndband.
En í byrjun myndbandsins eru Dýravísur eftir Jón Leifs notaðar í örstutta stund og svo kemur lagið aftur fyrir í lokin. Lagið hefur komið af stað umræðu við myndbandið á YouTube síðunni, svo mikla að Peter birti Dýravísur í heild sinni á heimsíðunni sinni. En hægt er að sjá myndbandið á loftslag.is, Dýravísur fá svo að fylgja með á eftir:
Ískjarnar, miðaldahlýnun, litla ísöldin og Dýravísur eftir Jón Leifs
Tengt efni á loftslag.is Greenman3610 myndbönd:
4.2.2011 | 13:37
Heitur sjór streymir í Norður-Íshafið
3.2.2011 | 09:31
Hnattræn losun CO2 fyrir árið 2009
1.2.2011 | 09:09
Loftslagsbreytingar til forna – lærdómur til framtíðar
29.1.2011 | 09:35
500
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook
28.1.2011 | 07:53
BBC Horicon - árás á vísindin
26.1.2011 | 18:20
Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
25.1.2011 | 18:41
Styrkur CO2 var hærri til forna
23.1.2011 | 21:54
Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar
20.1.2011 | 19:09
Árið 2010, heitt og öfgafullt
19.1.2011 | 21:35
Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun
19.1.2011 | 08:13