Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!

Enn eitt fróðlegt myndband frá Potholer54. Núna tekur hann fyrir tvær staðhæfingar sem hafa heyrst í umræðunni. Þetta eru staðhæfingarnar um; 1) að olíulekin í Mexíkóflóa muni breyta hafstraumum og svo fullyrðingunni; 2) að kaldir vetur og snjór eigi að heyra fortíðinni til vegna hlýnunar Jarðar… Er þetta eitthvað sem rannsóknir vísindamanna styðja og/eða kemur þetta fram í rituðum heimildum vísindamanna..?

Jæja, sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá á loftslag.is, Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!

Tengt efni á loftslag.is:

 


Eru jöklar að hopa eða stækka?

Röksemdir efasemdamanna…

Stundum heyrist að jöklar séu að stækka (í framrás) víða um heim. Sums staðar í Himalaja fjöllunum séu jöklar að stækka og svipaða sögu megi segja af nokkrum jöklum í Alaska og Noregi.

Það sem vísindin segja…

Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.

Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.

[...] 

Nánari lesning ásamt myndum, gröfum og heimildum á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka? 

Tengt efni á loftslag.is

 


Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum

Myndband, sem er hægt að nálgast á loftslag.is (sjá tengil hér undir), sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í sögulegu samhengi. Fyrsti hlutinn er frá janúar 1979 til janúar 2009, þar sem við fylgjumst með þróuninni á því tímabili. Síðar er svo farið í “ferð” afturábak 800 þúsund ár aftur í tímann og þróunin skoðuð í samhengi við nútímann. Til að sjá textann og full gæði er góð hugmynd að stækka myndbandið yfir allan skjáinn og stilla á hæstu upplausn.

Til að nálgast sjálft myndbandið, smellið á Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum 

Tengt efni á loftslag.is


Bráðnun smárra jökla og jökulhetta

Ef spár ganga eftir þá munu smáir jöklar (e. mountain glacier) og jökulhettur (e. ice cap) missa á bilinu 15 til 27% af rúmmáli sínu fyrir árið 2100.

thumb_fjall_joklar

Þetta kom fram í nýlegri grein sem birtist í Nature Geoscience. Þótt almennt séð verði bráðnunin á bilinu 15 til 27% þá munu sumir jöklar missa allt að 75% af rúmmáli sínu og mögulega hafa áhrif á vatnsforða aðliggjandi svæða.

Reynt er að meta hversu mikil áhrif smærri jöklar og jökulhettur hafa á sjávarstöðuhækkun fram til ársins 2100, en til þessa hefur minna verið vitað um þá, þrátt fyrir að talið sé að bráðnun þeirra jafngildi um 40% af þeirri sjávarstöðuhækkun sem við höfum verið vitni að síðustu áratugi. Aðrir þættir eru t.d. þennsla vegna hlýnunar sjávar, auk jökulbreiðanna á Grænlandsjökli og Suðurskautinu.

[...]
 
Sjá nánar á loftslag.is - Bráðnun smárra jökla og jökulhetta
 

Tengt efni á loftslag.is


Óvenjulegt veður árið 2010

Margir urðu varir við óvenjulegt veðurfar á síðasta ári og þótti það öfgafyllra en oft áður. Þótt ekki sé hægt að tengja einstaka veðuratburði við loftslagsbreytingar þá er þetta samt einmitt það sem búast má við af hlýnandi loftslagi – þ.e. að...

Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum

Hafísútbreiðslan á Norðuskautinu í desembermánuði 2010 var sú minnsta fyrir desembermánuð síðan gervihnattamælingar hófust. Þessi litla útbreiðsla hafíssins er talin hafa haft áhrif á myndun hins sterka neikvæða fasa í hinni svokölluðu...

Öflugasta gróðurhúsalofttegundin

Endurbirting mýtu sem upprunalega birtist á skeptical science og var þýdd yfir á loftslag.is síðasta vetur. Röksemdir efasemdamanna… Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Hún veldur um 90 % allra gróðurhúsaáhrifanna. Þar sem vatnsgufan...

Súrnun sjávar og lífríki hafsins

Á loftslag.is fáum við reglulega vísindamenn og áhugafólk um loftslagsbreytingar og málefnum þeim tengdum til að skrifa um það sem þeim er helst hugleikið tengt loftslagi. Í þessari viku skrifar Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi við Hafrannsóknarstofnun og...

Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?

Í nýju myndbandi á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair) fyrir skilgreiningarnar hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Hvers vegna er stundum talað um loftslagsbreytingar og stundum um hnattræna hlýnun. Sumir “efasemdarmenn”...

Mótvægisaðgerðir varðandi loftslagsvandann

Hluti af færslu um Lausnir og mótvægisaðgerðir af loftslag.is. Mótvægisaðgerðir Til að þessar lausnir séu framkvæmanlegar, þá þarf að koma til mótvægisaðgerða fólks, fyrirtækja og stofnana. Þessi aðgerðir fela m.a. í sér ný markmið sem fela í sér breytta...

Vísindin sett á gapastokk

Í myndbandi á loftslag.is skoðar Greenman3610 hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun...

Við minni virkni sólar

Í grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á...

Jólakveðja

Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Það verður rólegt á loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Við minnum á að töluvert lesefni er að finna á loftslag.is, sjá t.d. Leiðakerfi síðunnar...

Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti?

Mýta: Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að maðurinn hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera, að hlýnunin nú sé af völdum náttúrulegra ferla og þess vegna sé það sólin sem hafi...

Hafísinn í nóvember – næst minnsta útbreiðsla fyrir mánuðinn

Útbreiðsla hafíss á Norðurskautinu jókst minna en í meðallagi síðastliðin nóvembermánuð, sem varð til þess að útbreiðslan endaði sem sú næst minnsta fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust. Í lok nóvember var Hudsonflói næstum hafíslaus. Í færslunni...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband