17.1.2011 | 14:27
Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!
Enn eitt fróðlegt myndband frá Potholer54. Núna tekur hann fyrir tvær staðhæfingar sem hafa heyrst í umræðunni. Þetta eru staðhæfingarnar um; 1) að olíulekin í Mexíkóflóa muni breyta hafstraumum og svo fullyrðingunni; 2) að kaldir vetur og snjór eigi að heyra fortíðinni til vegna hlýnunar Jarðar Er þetta eitthvað sem rannsóknir vísindamanna styðja og/eða kemur þetta fram í rituðum heimildum vísindamanna..?
Jæja, sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá á loftslag.is, Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu eða hvað!
Tengt efni á loftslag.is:
15.1.2011 | 18:29
Eru jöklar að hopa eða stækka?
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.
Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.
[...]
Nánari lesning ásamt myndum, gröfum og heimildum á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka?
Tengt efni á loftslag.is
14.1.2011 | 11:22
Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum
Myndband, sem er hægt að nálgast á loftslag.is (sjá tengil hér undir), sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í sögulegu samhengi. Fyrsti hlutinn er frá janúar 1979 til janúar 2009, þar sem við fylgjumst með þróuninni á því tímabili. Síðar er svo farið í ferð afturábak 800 þúsund ár aftur í tímann og þróunin skoðuð í samhengi við nútímann. Til að sjá textann og full gæði er góð hugmynd að stækka myndbandið yfir allan skjáinn og stilla á hæstu upplausn.
Til að nálgast sjálft myndbandið, smellið á Styrkur CO2 í sögulegu samhengi 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum
Tengt efni á loftslag.is
12.1.2011 | 19:30
Bráðnun smárra jökla og jökulhetta
Ef spár ganga eftir þá munu smáir jöklar (e. mountain glacier) og jökulhettur (e. ice cap) missa á bilinu 15 til 27% af rúmmáli sínu fyrir árið 2100.
Þetta kom fram í nýlegri grein sem birtist í Nature Geoscience. Þótt almennt séð verði bráðnunin á bilinu 15 til 27% þá munu sumir jöklar missa allt að 75% af rúmmáli sínu og mögulega hafa áhrif á vatnsforða aðliggjandi svæða.
Reynt er að meta hversu mikil áhrif smærri jöklar og jökulhettur hafa á sjávarstöðuhækkun fram til ársins 2100, en til þessa hefur minna verið vitað um þá, þrátt fyrir að talið sé að bráðnun þeirra jafngildi um 40% af þeirri sjávarstöðuhækkun sem við höfum verið vitni að síðustu áratugi. Aðrir þættir eru t.d. þennsla vegna hlýnunar sjávar, auk jökulbreiðanna á Grænlandsjökli og Suðurskautinu.
Tengt efni á loftslag.is
11.1.2011 | 08:08
Óvenjulegt veður árið 2010
9.1.2011 | 17:28
Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
7.1.2011 | 19:09
Öflugasta gróðurhúsalofttegundin
5.1.2011 | 09:19
Súrnun sjávar og lífríki hafsins
30.12.2010 | 00:43
Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?
28.12.2010 | 21:09
Mótvægisaðgerðir varðandi loftslagsvandann
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.12.2010 | 08:05
Vísindin sett á gapastokk
27.12.2010 | 09:49
Við minni virkni sólar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.12.2010 | 09:11
Jólakveðja
21.12.2010 | 22:30
Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti?
20.12.2010 | 23:13