14.11.2010 | 12:14
Styrkur í stormum framtíðar
Veðrakerfi á Suðurhveli og Norðurhveli Jarðar eru talin muna bregðast mismunandi við hinni hnattrænu hlýnun, samkvæmt nýrri rannsókn. Þar kemur fram að hlýnun Jarðar muni hafa áhrif á tiltæka orku sem knýr áfram lægðagang og veðrakerfi á tempruðu beltum Jarðar og að breytingin verði mismunandi eftir hvort um Suðurhvel eða Norðurhvel Jarðar verður um að ræða, sem og verður breytileiki eftir árstíma.
[...]
Nánar á loftslag.is, Styrkur í stormum framtíðar
Tengt efni á loftslag.is
13.11.2010 | 11:18
Biblíuleg vísindi?
Hér undir má sjá skopteikningu eftir Marc Roberts, sem hann gerði eftir að stjórnmálamaðurinn John Shimkus, sem er bandarískur þingmaður, kom með ummæli í þessa veru.
Hér undir eru 3 tenglar þar sem fjallað er nánar um þessi ummæli þingmannsins. Maður veit varla hvort að maður á að hlæja eða gráta þegar umræða um loftslagsmál fer á þetta stig og svo frá þingmanni sem er að reyna að komast í þingnefnd sem hefur m.a. það verksvið að ræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.
Meðal þess sem kom fram í máli hans var eftirfarandi:
I believe that is the infallible word of God, and thats the way it is going to be for his creation. [...] The earth will end only when God declares its time to be over.
Ítarefni:
- God will save us from climate change: U.S. Representative
- The planet wont be destroyed by global warming because God promised Noah, says politician bidding to chair U.S. energy committee
- God Will Not Allow Global Warming Proclaims Rep. John Shimkus, Seeking Top U.S. Congress Energy Position
Tengt efni á loftslag.is:
12.11.2010 | 08:09
Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni
Í myndbandi á loftslag.is fer Greenman3610 (Peter Sinclair) yfir gamla upptöku með vísindamanninum Gilbert Plass frá 1956 þar sem farið er yfir áhrif þess að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu. Loftslagsvísindin eru ekki nein ný uppgötvun eins og sagan sýnir okkur, þó einhverjir telji svo vera. En skoðum nú lýsingu Greenman3610 á myndbandinu:
Sumir þeirra sem afneita loftslagsvísindunum virðast telja að hnattræn hlýnun sé eitthvað sem Al Gore fann upp árið 2006.
Eins og þessi upptaka frá 1956, og var nýlega afhjúpuð, sýnir fram á, þá hafa loftslagsvísindin í aðalatriðum verið á hreinu í marga áratugi.
Myndbandið sjálft má nálgast á loftslag.is, Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni
Ítarefni
Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is: Greenman3610.
Tengt efni á loftslag.is:
Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla
Fimmtudagurinn 11. nóvember, kl. 16.30, Háskólatorgi, stofu 105
Í fyrirlestrinum fjallar Kunda Dixit um áhrif loftslagsbreytinga á Himalæjafjöllin, þ.e. hvernig hlýnun jarðar er að bræða þessa miklu vatnsturna Asíu. Kunda Dixit mun sýna myndir frá Nepal, en á þeim sést glögglega að sífrerar Himalæjafjallanna eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvernig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand?
Fundarstjóri: Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur.
Þetta er fyrri fyrirlesturinn af tveimur, sá seinni fjallar um blaða og fréttamennsku á átakatímum, sjá nánar, Fyrirlestrar Kunda Dixit Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla
Tengt efni á loftslag.is:
10.11.2010 | 14:09
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
9.11.2010 | 08:53
Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar
8.11.2010 | 08:35
Að fanga hita sólar
7.11.2010 | 10:29
Kolefnisbinding með nýrri tækni
3.11.2010 | 20:51
Og árið verður...
3.11.2010 | 12:15
Kíkt undir hafísinn
2.11.2010 | 14:22
Massatap Grænlandsjökuls til 2010
1.11.2010 | 09:36
La Nina og veðurfar
31.10.2010 | 13:10
Gróðurhúsaáhrifin mæld
29.10.2010 | 08:06
Annað lögmál varmafræðinnar og gróðurhúsaáhrifin
27.10.2010 | 20:08