Gorgeirinn og vísindamaðurinn

Tekið úr orðabók:

Gorgeir
Yfirlæti, hroki, rembingur

Vísindamaður:
Maður sem iðkar vísindi, er lærður í e-i grein vísinda 

Eftir þessar útskýringar er ekki úr vegi að skoða myndband sem sjá má á loftslag.is og fjallar um einskonar áheyrnarfund hjá bandarískri þingnefnd, sjá nánar, Gorgeirinn og vísindamaðurinn

Tengt efni á loftslag.is:

 


Mýta beint í æð...

Við birtum eftirfarandi færslu á gærkvöldi, áður en við tókum eftir þessari frétt. Merkilegt val á myndefni fyrir efnið. Í fréttinni er talað um að 2010 verði eitt það hlýjasta ár frá upphafi mælinga og svo er sýnt myndband af grátandi fólki á flugvöllum og vetrarkuldum í Evrópu. Það er óþarfi að gera lítið úr þeim fréttum almennt að það ríkir vetrarríki í Evrópu um þessar mundir og að kuldarnir munu hugsanlega hafa áhrif á hvar í röðinni árið lendir, en við teljum að þetta val á myndefni við fréttina styðji við mýtuna sem er tekin fyrir hér undir og endurtökum  við hana því núna:

Mýta: Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun (skipta út landi, svæði, héraði eftir því sem við á). 

Þessi mýta er sjaldgæf, en virðist miða að því að koma því að hjá fólki að kalt veður eða kuldamet á ákveðnum stað á ákveðnum tíma þýði að ekki sé nein hlýnun um að ræða.

Ég ætla að velta upp spurningu sem virðist stundum koma upp og sérstaklega þegar kalt er. Spurningin er þessi:

Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?

519121

Veðrið er síbreytilegt, það er erfitt að reikna það út og lítil breyting í lægðakerfum jarðar getur orðið til þess að kuldamet eru slegin á ákveðnum svæðum (reyndar einnig hitamet – sem dæmi, þá er mjög kalt í Skandinavíu á meðan óvenju hlýtt er á Vesturströnd Grænlands).

Fréttir af kuldatíð á ákveðnum stað á ákveðnum tíma er einmitt það – fréttir af veðri og skal alls ekki rugla því saman við loftslag – en loftslag er tölfræðileg lýsing á veðurfarslegum þáttum þegar til lengri tíma er litið (oft notast við 20-30 ára tímabil). Það sama á vissulega við um fréttir af hitastigi á Grænlandi síðustu daga – sá hiti segir í raun lítið um loftslag.

Af því leiðir að óvenjulegir kuldar á ákveðnum stað og ákveðnum tíma segja í raun lítið um hnattræna hlýnun, þar sem kuldamet eru einnig slegin þegar hnattræn hlýnun er í gangi. Kuldametin gerast þó færri en hitametin, eins og raunin hefur orðið í t.d. Bandaríkjunum, en þar hefur tölfræði hitameta verið skoðuð undanfarna áratugi – en nú er það svo að hitamet hvers dags síðastliðinn áratug hafa komið um tvisvar sinnum oftar en kuldamet (sjá Frétt: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum).

Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú að jafnvel þegar hnattræn hlýnun er í gangi eins og nú, þá geta komið óvenju kaldir dagar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þeim fækkar þó samanborið við óvenju hlýja daga.

Eitt er áhugavert við þá sem að fjalla mikið um kuldamet og tengja það við að að ekki sé að hlýna. Þetta eru oft sömu mennirnir og neita að viðurkenna að það sé að hlýna og telja að ekkert sé að marka hitamælingar sem notaðar eru til að staðfesta hlýnun jarðar- en taka þarna fegins hendi við upplýsingum um að það sé óvenju kalt á einhverjum stað á ákveðnum tíma.

[...] 

Á loftslag.is má einnig sjá myndband sem fjallar um þetta, Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

  


mbl.is Árið 2010 eitt það hlýjasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun

Mýta: Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun (skipta út landi, svæði, héraði eftir því sem við á). 

Þessi mýta er sjaldgæf, en virðist miða að því að koma því að hjá fólki að kalt veður eða kuldamet á ákveðnum stað á ákveðnum tíma þýði að ekki sé nein hlýnun um að ræða.

Ég ætla að velta upp spurningu sem virðist stundum koma upp og sérstaklega þegar kalt er. Spurningin er þessi:

Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?

519121

Veðrið er síbreytilegt, það er erfitt að reikna það út og lítil breyting í lægðakerfum jarðar getur orðið til þess að kuldamet eru slegin á ákveðnum svæðum (reyndar einnig hitamet – sem dæmi, þá er mjög kalt í Skandinavíu á meðan óvenju hlýtt er á Vesturströnd Grænlands).

Fréttir af kuldatíð á ákveðnum stað á ákveðnum tíma er einmitt það – fréttir af veðri og skal alls ekki rugla því saman við loftslag – en loftslag er tölfræðileg lýsing á veðurfarslegum þáttum þegar til lengri tíma er litið (oft notast við 20-30 ára tímabil). Það sama á vissulega við um fréttir af hitastigi á Grænlandi síðustu daga – sá hiti segir í raun lítið um loftslag.

Af því leiðir að óvenjulegir kuldar á ákveðnum stað og ákveðnum tíma segja í raun lítið um hnattræna hlýnun, þar sem kuldamet eru einnig slegin þegar hnattræn hlýnun er í gangi. Kuldametin gerast þó færri en hitametin, eins og raunin hefur orðið í t.d. Bandaríkjunum, en þar hefur tölfræði hitameta verið skoðuð undanfarna áratugi – en nú er það svo að hitamet hvers dags síðastliðinn áratug hafa komið um tvisvar sinnum oftar en kuldamet (sjá Frétt: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum).

Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú að jafnvel þegar hnattræn hlýnun er í gangi eins og nú, þá geta komið óvenju kaldir dagar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þeim fækkar þó samanborið við óvenju hlýja daga.

Eitt er áhugavert við þá sem að fjalla mikið um kuldamet og tengja það við að að ekki sé að hlýna. Þetta eru oft sömu mennirnir og neita að viðurkenna að það sé að hlýna og telja að ekkert sé að marka hitamælingar sem notaðar eru til að staðfesta hlýnun jarðar- en taka þarna fegins hendi við upplýsingum um að það sé óvenju kalt á einhverjum stað á ákveðnum tíma.

[...] 

Á loftslag.is má einnig sjá myndband sem fjallar um þetta, Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

  


Fjórar gráður

Vísindamenn bresku Veðurstofunnar (UK Met office) hafa áður sýnt fram á möguleika þess að Jörðin geti hitnað um yfir 4°C á seinni hluta þessarar aldar, ef ekki verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú er nýútgefið  hefti Konunglegu Vísindaakademíunnar (A Philosophical Transactions of the Royal Society)þar sem birtar eru ítarlegar rannóknir á því hvernig búast má við að loftslag Jarðar verði við 4°C hækkun hitastigs og afleiðingar þess.

[...]

Nánar á loftslag.is, Fjórar gráður

Tengt efni á loftslag.is


Jarðfræðileg gögn staðfesta ógnina

Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) kom með yfirlýsingu um daginn tengt loftslagsbreytingum - en þar var áhersla lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar...

Samkeppnishæfni og orkunýting

Á loftslag.is má sjá athyglisvert myndband, þar sem Steven Chu , sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og er núverandi orkumálaráðherra Bandaríkjanna , fjallar um dalandi samkeppnishæfni Bandaríkjanna á sviði nýrrar tækni, þar á meðal í tækni sem...

Ný afstaðið fellibyljatímabil – spár og niðurstöður

Fjöldi fellibylja á ný afstöðnu fellibyljatímabili í Atlantshafi var yfir meðaltali og var það í samræmi við spá NOAA um fjölda fellibylja þetta árið. Á myndinni hér undir, má sjá hvernig tímabilið í ár er í samanburði við fjölda fellibylja í meðalári og...

Fer ísbjörnum fækkandi?

Eitt af einkennisdýrum afleiðinga hlýnunar jarðar af mannavöldum eru ísbirnirnir – enda talið ljóst að þeir muni eiga erfitt uppgangar við hlýnun jarðar. Það kemur því varla á óvart að efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum haldi því fram að...

Metan og metanstrókar

Það er engin tilviljun að vísindamenn hafa orðið áhyggjur af losun metangass, enda er hún ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin. CH4 ( e. methane ) er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíðs -CO2 (nýlegar rannsóknir benda reyndar til...

Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða

Bræðsluvatn sem flæðir um glufur og sprungur jökulbreiða, hraðar hlýnun þeirra meir en líkön höfðu bent til, samkvæmt nýrri rannsókn. [...] Nánar um þetta á loftslag.is, Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða Tengt efni á loftslag.is: Íshellur...

Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010

NOAA hefur gefið út mánaðaryfirlit hitastigs í heiminum fyrir október 2010. Mánuðurinn var 8. heitasti október á heimsvísu síðan mælingar hófust árið 1880. Fyrir tímabilið janúar til október er hitafrávikið það hæsta og jafnt sama tímabili fyrir árið...

Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki...

Hitastig veðrahvolfsins eykst

Veðrahvolfið, lægsti hluti lofthjúpsins sem er næstur yfirborði Jarðar, er að hlýna og sú hlýnun er í góðu samræmi við kenningar og niðurstöður loftslagslíkana, samkvæmt yfirlitsrannsókn á stöðu þekkingar á hitabreytingum í veðrahvolfinu. Breskir og...

Hafísútbreiðslan enn lítil þrátt fyrir kröftugan vöxt í október

Eftir að hafísinn náði lágmarki þann 19. september jókst útbreiðsla hafísinn á Norðurskautinu hratt fyrri hluta októbermánaðar áður en það hægði á vaxtarhraða hafísins seinni hluta mánaðarins. En þrátt fyrir hraða aukningu hafíss, er hafísútbreiðslan í...

Skjól fjallgarða

Fjölbreytileiki fjallgarða Jarðar, gæti veitt skjól fyrir ýmsar tegundir dýra sem annars væru í hættu vegna loftslagsbreytinga, samkvæmt nýrri rannsókn. [...] Nánar um þetta á loftslag.is, Skjól fjallgarða Tengt efni á loftslag.is Eðlur á undanhaldi Lax...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband