Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum

Þar sem rætt er um losun gróðurhúsalofttegunda í fréttinni er ekki úr vegi að skoða ýmsar spurningar varðandi hnattræna hlýnun. 

Í myndbandi (á loftslag.is) svarar James Powell ýmsum spurningum varðandi hnattræna hlýnun. Hann fer yfir helstu sönnunargögnin varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum. Fyrsta spurningin sem hann veltir upp er: “Er hnattræn hlýnun veruleiki?” Svo lítur hann á ýmsar vísbendingar, mælingar og gögn sem til eru efnið. Í myndbandinu tekst Powell að fara yfir mikið af efni og gögnum á aðeins 10 mínútum sem það varir.

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum 

Tengdar færslur á loftslag.is


mbl.is Mest losun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Hér fyrir neðan er hluti af færslu af loftslag.is, en sú færsla er nokkuð ítarleg og bendum við áhugasömum á að skoða eftirfarandi tengil til að sjá færsluna í heild: Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
.

Það virðast rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna – heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar.

Þessi viðvörun er merkileg í ljósi þess að þeir sem vara við afleiðingum hlýnunar jarðar af mannavöldum, eru oft á tíðum kallaðir “Alarmistar” – í samhengi við það að margir efasemdamenn vara við yfirvofandi kólnun og  meðfylgjandi erfiðu tíðarfari. En við skulum líta aðeins á hvað er til í því að kuldatímabil eða kuldaskeið sé í vændum.

Litla Ísöldin og núverandi hlýnun

Það er ekki langt síðan jörðin gekk í gegnum kuldatímabil sem kallað er Litla Ísöldin (sveiflur eru miklar frá mismunandi stöðum á jörðinni, en almennt er talið að hún hafi staðið frá sautjándu öld og fram til miðja nítjándu öld – sumir vilja meina að hún hafi byrjað mun fyrr jafnvel á þrettándu-fjórtándu öld). Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þá hafi verið töluverð hnattræn kólnun eða lítilsháttar og að einhverju leiti staðbundin kólnun – um það eru menn ekki sammála.

Það er þó ljóst að hitastig hafði farið hægt lækkandi allavega síðustu 2000 ár, sérstaklega á svæðinu umhverfis Norðurskautið (Kaufman o.fl 2009).

Myndin sýnir langvarandi kólnun á Norðurskautinu, sem endaði snögglega við upphaf iðnbyltingarinnar og með mikilli hlýnun síðastliðin 50 ár. Bláa línan sýnir mat á hitastig út frá proxýgögnum úr vatnaseti, ískjörnum og trjáhringum. Græna beina línan sýnir að leitnin var í átt til kólnunar. Rauða línan sýnir bein mæligögn á hitastigi. Mynd úr Science, breytt af UCAR.

Myndin sýnir langvarandi kólnun á Norðurskautinu, sem endaði snögglega við upphaf iðnbyltingarinnar og með mikilli hlýnun síðastliðin 50 ár. Bláa línan sýnir mat á hitastigi út frá proxýgögnum úr vatnaseti, ískjörnum og trjáhringum. Græna beina línan sýnir að leitnin var í átt til kólnunar. Rauða línan sýnir bein mæligögn á hitastigi. Mynd úr Science, breytt af UCAR.

Samkvæmt Kaufman o.fl (2009) þá útskýra breytingar í sporbaug jarðar að mestu leiti þessa hægfara niðursveiflu í hitastigi (sjá umfjallanir Einars Sveinbjörnssonar um hjámiðjusveifluna og um grein Kaufmans o.fl).

Hlýnun jarðar af mannavöldum hefur strokað út þá kólnun sem orðið hefur undanfarin nokkur þúsund ár, sem orðið hafa vegna breytinga í sporbaug jarðar (Mynd: National Science Foundation)

Hjámiðjusveiflan veldur því að jörðin er nú um 1 milljón kílómetra lengra frá sólu en fyrir 2000 árum (Mynd: National Science Foundation)

Þessi breyting á sporbaug jarðar er einn anginn í svokallaðri Milankovitch sveiflu.  Hluti af niðursveiflunni sem varð rétt fyrir iðnbyltinguna má þó hugsanlega einnig rekja til virkni sólar, mikillar eldvirkni og eflaust líka í tímabundnum breytingum í hafstraumum sérstaklega þá í Evrópu (sjá t.d. Orsakir fyrri loftslagsbreytinga til nánari útskýringa á hlut þessara þátta).

Eins og komið er inn á hér rétt fyrir ofan, þá hefur virkni sólar örugglega átt sinn þátt í hluta af kólnuninni á Litlu Ísöld. Að sama skapi má skýra hluta af hlýnuninni frá miðri nítjándu öld og fram að miðri tuttugustu öld með breytingum í sólvirkni – en inn í það spilar einnig vaxandi magn CO2 í andrúmsloftinu, sem loks yfirkeyrir áhrif sveifla í sólinni upp úr miðri síðustu öld - tengslin rofna. 

[...]

Þeir sem enn eru í einhverjum vafa um að kuldaskeið sé í vændum, ættu að skoða hvort einhver sönnunargögn bendi til þess að kuldaskeið sé í vændum. Jöklar um allan heim eru að hopa hratt, sífreri á norðurslóðum fer minnkandi, hafís norðurskautsins er að minnka og allt þetta er að gerast á vaxandi hraða. Samkvæmt bestu vitneskju vísindamanna, þá eru þetta ekki beint aðstæður sem benda til þess að kuldaskeið sé væntanlegt.

Heimildir og ítarefni

Tengt efni af loftslag.is:

NOAA – ástand Norðurskautsins 2010

Á loftslag.is er áhugavert myndband um ástand Norðurskautsins 2010. Þar er farið myndrænt yfir helstu niðurstöður skýrslu NOAA, sem byggt er á 17 greinum eftir 69 höfunda.

Sjá nánar á NOAA – ástand Norðurskautsins 2010

Tengt efni á loftslag.is

 


Þurrkar framtíðar

Mörg af fjölmennustu ríkjum heims mega búast við aukinni hættu á alvarlegum og langvinnum þurrkum á komandi áratugum, samkvæmt nýrri grein. Samkvæmt greiningu vísindamannsins Aiguo Dai þá má búast við auknum þurrkum víða um heim á næstu 30 árum og jafnvel má búast við þurrkum sem mannkynið hefur ekki orðið vitni að í lok þessarar aldar.

Með því að nota 22 loftslagslíkön, ásamt flokkun á alvarleika þurrka – auk þess að greina fyrri rannsóknir, þá kemur í ljós að mikill hluti Ameríku auk stórra hluta Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu gætu átt á hættu aukna tíðni alvarlegra þurrka á þessari öld. Á móti kemur að svæði á hærri breiddargráðum, t.d. Alaska og Skandinavía eru líkleg til að verða blautari.

[...]

 Sjá nánar um þetta á loftslag.is, Þurrkar framtíðar

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Áhætta þjóða misjöfn

Áhugaverð úttekt var gerð á vegum fyrirtækisins Maplecroft, sem er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættugreiningu. Gerð var úttekt á því hvaða þjóðir væru í mestri áhættu af völdum loftslagsbreytinga á næstu 30 árum. Þeir tóku saman gögn úr yfir 40...

Hafís yfirlit fyrir september ásamt umfjöllun um hafíslágmörkin tvö

Endanlega fjöllum við um hafísútbreiðslu septembermánaðar. Í septembermánuði náði hafísútbreiðslan hinu árlega lágmarki. Reyndar urðu tilkynningarnar um hafíslágmark ársins tvær í ár. Fyrsta tilkynningin um hafíslágmark ársins kom frá NSIDC þann 15....

Hitastig í september og árið fram til þessa í hæstu hæðum

Hitastigið á árinu fram til loka september er í hæstu hæðum á heimsvísu. Septembermánuður er ekki meðal allra hlýjustu septembermánaða, en þó er hitastigið fyrir árið í heild enn hátt. Hvort að árið verður það hlýjasta fram að þessu er enn mjög óljóst,...

Mýta - Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?

Röksemdir efasemdamanna… Ef fylgst er með útbreiðslu hafíss undanfarið ár, þá sjást óvenjulegar sveiflur og að hafísinn hefur náð normal útbreiðslu nokkrum sinnum. Það er greinilegt að hafísinn er að jafna sig á Norðurskautinu. Það sem vísindin...

Hnattræn hlýnun upp á borðum…

Í myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) skoðar hann m.a. sára einfalda tilraun sem hægt er að gera heima hjá sér og sýna þannig fram á áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig. Svona tilraun er í raun hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði...

Hlýnun jarðar - góð eða slæm?

Röksemdir efasemdamanna… Hlýnun Jarðar er í raun góð – í raun og veru blómstra samfélög manna á hlýindaskeiðum á sama tíma og það dregur úr lífsgæðum við kólnun (samanber á Litlu Ísöldinni). Það sem vísindin segja… Neikvæð áhrif...

Myndskeið af hreyfingu jökla

Með meiri þekkingu á jöklum, þá verður hægt að kortleggja jöklabreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar enn betur. Það er því gott að þetta verkefni gengur vel. Það hafa verið reyndar fleiri leiðir til að skoða jöklabreytingar, m.a. ljósmyndun sem er...

Google hugar að lausnum - nýjar hugmyndir fæðast

Ekki myndi ég persónulega veðja á þessa tilteknu lausn. En framtíðin mun skera úr um hvað verður ofaná varðandi lausnir til að draga úr mengun og þar með einnig losun gróðurhúsalofttegunda. En alltaf fróðlegt þegar reynt er að hugsa og nálgast hlutina á...

Fingraför mannkyns á hnattræna hlýnun

Í færslu á loftslag.is er komið inn á ýmisleg fingraför mannkyns varðandi hnattræna hlýnun, hér undir er eitt af atriðunum sem nefnd eru þar. Í færslunni á loftslag.is má sjá fleiri atriði, sjá nánar, Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina - - -...

Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?

Röksemdir efasemdamanna… Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár? Það sem vísindin...

10/10/10 - Baráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum

Sunnudaginn 10. október verður baráttudagur á heimsvísu gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Í ár er fjöldi þátttökulanda meiri en nokkurntíma áður og stefnir í að hópar frá nær öll lönd í heiminum verði með dagsskrá. Núna eru skráðir 6759 atburðir í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband