Eru úthöfin að hitna?

Sumir halda því fram að úthöfin séu hreint ekki að hlýna, þvert á móti þá séu þau að kólna. Þær fullyrðingar styðjast við gögn sem að sýna lítilsháttar kólnun í nokkur ár eftir 2004. Ef tekið er lengra tímabil, er greinilegt að úthöfin eru að hlýna, líkt og yfirborð Jarðar og veðrahvolfið.

Úthöfin þekja um 70% af yfirborði Jarðar og geyma um 80% af varmaorkunni sem er að byggjast upp á Jörðinni, því er hlýnun úthafanna ein af stóru vísbendingunum um hnattræna hlýnun Jarðar. Fullyrðingar um að úthöfin hafi kólnað lítillega undanfarin ár eru réttar. Fullyrðingar þar sem sagt er að hlýnun Jarðar hafi hætt vegna þess að úthöfin hafa kólnað eru rangar. Náttúrulegur breytileiki veldur því að hlýnun úthafanna er ekki í beinni línu. Þetta er ástæðan fyrir því að vísindamenn tala oftast nær um leitni þegar verið er að fjalla um loftslag – yfirleitt 30 ár eða meir – þannig að skammtíma sveiflur sem eru afleiðing af náttúrulegum breytileika hverfa (t.d. eru sveiflur í El Nino og La Nina stór þáttur í náttúrulegum breytileika í hitastigi sjávar).

[...] 

Nánar á loftslag.is, Eru úthöfin að hitna?

Tengdar færslur á loftslag.is 

 


Mýta - Það var hlýrra á miðöldum

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja, að það hafi verið hlýrra á miðöldum (eða jafnhlýtt) og því hljóti hlýnunin nú að vera af völdum náttúrulegra ferla – líkt og það hlýtur að hafa verið þá.

Staðbundin hlýnun

Á tímabilinu frá sirka árinu 800-1300 var nokkuð hlýtt í Norður Evrópu og þar sem fyrstu rannsóknirnar á fornloftslagi voru gerðar þar, þá fékk þetta tímabil nafnið Miðaldahlýskeiðið (e. Medieval Warm Period – MWP). Svipað var upp á teningnum hvað varðar kalt loftslag í Norður Evrópu sem nefnt hefur verið Litla Ísöld (e. Little IceAge) og stóð frá 1300 – 1850 (sumir segja að það hafi byrjað síðar). 

[...] 

Lesa má restina af þessari mýtu á loftslag.is, Mýta - Það var hlýrra á miðöldum 

Tengt efni á loftslag.is:


Tvær gráður of mikið

Nýlega kom út grein (Turney og Jones 2010) um rannsókn á setlögum sem varðveita smáatriði frá síðasta hlýskeiði ísaldar (fyrir um 130–116 þúsund árum). Rannsóknin bendir til þess að tveggja gráðu hækkun hitastigs frá því fyrir iðnbyltingu geti haft óæskilegar afleiðingar.

[...]

Nánar um þetta á loftslag.is, Tvær gráður of mikið

Tengt efni á loftslag.is


Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða

Vísindamenn sem greint hafa mælingar á hita djúpsjávar, sem farið hafa fram undanfarna tvo áratugi, hafa greint hlýnun sem hefur átt stóran þátt í hækkun sjávarstöðu, sérstaklega í kringum Suðurskautið.

Aukið magn gróðurhúsalofttegunda, líkt og CO2, hefur valdið aukinni hlýnun Jarðar. Síðastliðna áratugi, þá hefur allavega 80% af þeirri varmaorku hitað upp úthöfin. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að efri lög sjávar hafa verið að hitna, en þessi greining sýnir hversu mikið hitaflæðið hefur náð niður í neðri lög sjávar.

Þessi rannsókn sýnir að djúpsjór – neðan við um 1.000 m – er að gleypa um 16% af þeirri hitaorku sem efri lög sjávar eru að gleypa. Höfundar benda á að nokkrir möguleikar séu fyrir ástæðum þessarar djúpsjávarhlýnunar, þ.e breytingar í loftstraumum yfir Suður-Íshafinu, breyting í eðlisþyngd neðri laga sjávar og hröðun á flæði hlýrri yfirborðsvatns niður í djúpsjávarlögin.

[...] 

Sjá nánar um þetta á loftslag.is, Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða 

Tengt efni á loftslag.is


Höfuð, herðar, hné og tær

Ég myndi nú ætla að það væri rangt að segja að Kína beri höfuð og herðar yfir öll lönd varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Það gerðist nú ekki fyrr en 2007 að Kína skreið framúr Bandaríkjunum (þar sem búa mun færri). Heildarlosun þessar tveggja landa...

Sýna gervihnattamælingar hækkandi hitastig?

Sumir halda því fram að gervihnattamælingar sýni enga hlýnun í veðrahvolfi lofthjúps Jarðar frá því þær mælingar hófust. Það er alrangt, gervihnattamælingar sýna að veðrahvolfið er að hlýna – líkt og við yfirborð Jarðar . Það voru þeir John Christy...

Metan og metanstrókar

Hér fyrir neðan er brot úr endurbirtingu á umfjöllun um metan og metanstróka frá síðasta vori - sjá í heild á loftslag.is: Metan og metanstrókar Metan – gróðurhúsaáhrif og magn Ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin er metangas – CH4 ( e....

Hafíslágmark númer II

Eftir að hafa tilkynnt um hafíslágmarkið í ár sem átti sér stað þann 10. september þá byrjaði hafísútbreiðslan að minnka aftur. Svona getur náttúran leikið fréttatilkynningar grátt. Það endaði því með því að nýtt hafíslágmark varð að veruleika þann 19....

Áreiðanleiki mælinga á yfirborðshita Jarðar

Sumir telja að mælingar á hitastigi við yfirborð Jarðar séu óáreiðanlegar, þá sérstaklega vegna lélegra staðsetninga mælitækja og er umræða um það nokkuð sterk í Bandaríkjunum (sjá t.d. Watts 2009 ). Þær pælingar eru þó óraunhæfar, því að leitni...

Noam Chomsky fyrirlestur – Loftslagsbreytingar af mannavöldum: Ákvarðanir til framtíðar

Ég tók þátt í pallborðsumræðum og hlýddi á fyrirlestur Noam Chomsky í Háskólabíói í gær. Það var fullt út úr dyrum, enda er mikill fengur að fá Noam Chomsky til að flytja fyrirlestur, þó svo það sé gert með hjálp nútímatækni þar sem hann var aðeins...

Rostungar í vanda ?

Enn á ný skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) eina af hugsanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Nú skoðar hann hlut rostunga, sem hafa safnast fyrir á ströndum í þúsundatali nokkur síðustu ár, sem er eitthvað sem vísindamenn eru að skoða nánar til að...

RIFF - Hverfult haf - Kvikmyndadómur

Ég skellti mér á heimildarmyndina Hverfult haf (e. A Sea Change) í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Hverfult haf er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF og er hluti af þeim kvikmyndum sem eru í flokknum Nýr heimur, sjá nánar hér . Ekki veit ég hvernig aðrir bíógestir...

RIFF - Nýr heimur - Hverfult haf

Við í ritstjórn loftslag.is höfum sérstakan áhuga á einum flokki mynda á kvikmyndahátíðinni RIFF. Flokkurinn nefnist Nýr heimur (e. World Changes). Það er mikil gróska í kvikmyndum sem fjalla um umhverfismál á einhvern hátt. En núna er þriðja árið í röð...

Pachauri eða ekki Pachauri ?

Persónulega finnst mér merkilegt að vitna í Daily Telegraph varðandi fréttir af loftslagsmálum, þar sem að þeir hafa oft rekið sig á í sinni umfjöllun og verið staðnir að óvönduðum vinnubrögðum í umræðunni um loftslagsmál. En varðandi Dr. Pachauri og...

Vindorka | Minni losun CO2

Það er ánægjulegt að fleiri og stærri vindorkuver séu að koma til sögunnar. Það minnkar losun CO2 á heimsvísu, þar sem um sjálfbæra orku er að ræða. Vindorka getur að hluta til komið í stað orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband