Hafís

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun hafíssins á næstu mánuðum. Það virðist hafa orðið verulegur kippur í útbreiðslu hafíss í marsmánuði, en eins og segir í fréttinni, þá má gera ráð fyrir því að um þunnan ís sé að ræða, sem muni hugsanlega bráðna fljótt þegar sumar hefst á Norðurhveli jarðar.

Nánar er hægt að lesa um hafís í ýmsum færslum á Loftslag.is:


mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum

Það hefur stundum borið á því að fólk afneitar vísindum og kalli þau trúarbrögð. Þetta á t.d. við þegar fólk er á þeirri skoðun að vísindamenn viti ekki sínu viti. Þetta á stundum við þegar talað er um loftslagsbreytingar, þá kemur stundum klausan “þetta eru bara trúarbrögð”. Þarna virðist vera sem fólk sem að öðru leiti er skynsamt, ákveði að vísindin geti á einhvern hátt verið beintengd trúarbrögðum, eða það að taka mark á vísindamönnum hafi eitthvað með trúarbrögð að gera. Lítum nánar á örfáar skilgreiningar á þessum hugtökum.

Trúarbrögð:trú á tiltekinn guð (tiltekna guði eða goðmögn), guðsdýrkun samkvæmt ákveðnu hugmyndakerfi (tekið úr veforðabók, íslensk orðabók, snara.is); önnur skilgreining er trú á yfirnáttúrulegar verur, guði eða dýrlinga ásamt siðfræði, venjum og jafnvel stofnunum tengdum trúnni.” (tekið af Wikipedia, íslenska útgáfan, sjá hér).

Vísindi: athuganir, rannsóknir gerðar á kerfisbundinn, óhlutdrægan, raunsæjan hátt til að afla þekkingar” (tekið úr veforðabók, íslensk orðabók, snara.is)

Vísindaleg aðferð: “aðferðafræði ber að leggja mikla áherslu á að athuganir séu hlutlægar og að aðrir vísindamenn geti sannreynt niðurstöðurnar, og að rannsóknir skuli miðast við að sannreyna afleiðingar sem hægt er að leiða út af kenningum.” (sjá wikipedia)

Kenning: “er sett fram af þeim sem framkvæmdi tilraunina og fer hún eftir niðurstöðunum úr henni. Hverjar sem niðurstöðurnar verða, þá er hægt að setja fram kenningu um það sem prófað var. Þegar kenning er mynduð þarf að fylgja lýsing á öllu ferlinu ásamt þeim rannsóknargögnum sem leiddu til niðurstöðunnar svo að aðrir geti staðfest eða afsannað kenningu. Í heimi vísindanna er ekkert sem telst algerlega sannað og byggist allt á því sem að menn vita best á hverjum tíma.” (sjá wikipedia)

...

Þetta er hluti færslu af Loftslag.is, hægt er að lesa alla færsluna á Loftslag.is;


Mælingar staðfesta kenninguna

Eftirfarandi spurningu svarar langmestur hluti vísindamanna játandi (sjá Doran og Zimmarman 2009):

Do you think human activity is a significant contributing factor in changing mean global temperatures?

Þar er almennt átt við að athafnir manna, þ.e. losun gróðurhúsalofttegunda – mest þó CO2 vegna bruna jarðefnaeldsneytis og því má búa til eftirfarandi fullyrðingu á íslensku – sem ætla má að flestir vísindamenn taka undir:

Jörðin er að langmestu leiti að hlýna vegna styrkaukningar CO2 í andrúmsloftinu af völdum losunar manna, þá mest vegna bruna jarðefnaeldsneytis.

En hvernig er vitað að þessi fullyrðing stenst skoðun. Er þetta ekki bara kenning eða eru einhverjar mælingar sem styðja þessa fullyrðingu?

Til að skoða það er mögulegt að skipta fullyrðingunni niður í þrjár spurningar og reyna að svara þeim, byrjum á fyrstu spurningunni:

1 – Er jörðin að hlýna?

Svarið við þessari spurningu er augljós ef skoðað er línurit með hitastigi frá því fyrir aldamótin 1900 að jörðin er að hlýna:


Hitastig jarðar frá 1880-2009 (gögn frá GISS).

Til að kynna sér þetta nánar, er hægt að lesa restina af þessari færslu á Loftslag.is, þar sem eftirfarandi 3 spurningum verður svarað, 1. Er jörðin að hlýna? - 2. Veldur CO2 hlýnuninni? - 3. Er aukningin á styrki CO2 í andrúmsloftinu af völdum manna?


Nýtt jarðsögutímabil

100326101117-large

Jarðfræðingar frá háskólanum í Leicester (og fleiri) hafa komið með þá tillögu að nýtt jarðsögutímabil sé hafið á Jörðinni, en pistill eftir þá birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology.

Þeir bæta því við að við upphaf þessa tímabils sé hægt að tengja við sjötta umfangsmesta útdauða í jarðsögunni.

Samkvæmt vísindamönnunum þá hafa mennirnir, á aðeins tveimur öldum, orðið valdir að þvílíkum breytingum að nýtt jarðsögutímabil sé hafið og að áhrif þess muni vara í milljónir ára. Áhrif manna, þar með talin hin mikla fólksfjölgun, þétt byggð ofurborga og gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis – segja þeir að hafi breytt Jörðinni það mikið að þetta tímabil ætti að kalla Anthropocene skeiðið – eða skeið hins nýja manns (tillögur að íslensku heiti er vel þegið).

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þessi tillaga kemur upp, en einn höfunda pistilsins kom með þessa hugmynd fyrir yfir áratug síðar og hefur hún verið umdeild síðan. Undanfarið hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar athafna manna, líkt og loftslagsbreytingar og mikil aukning útdauða plantna og dýra. Fylgni við þessa tillögu hefur því aukist. Samfélag jarðfræðinga eru nú að formlega að fara yfir tillögur um það hvort skilgreina eigi þetta sem nýtt tímabil í jarðsögunni.

Heimildir og ítarefni

Pistillinn sem birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology má lesa hér: The New World of the Anthropocene

Hægt er að lesa um Anthropocene víðar, t.d. á Encyclopedia of Earth, Wikipedia og Oceanworld


Sakir bornar af Phil Jones

Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður. Í þessu máli fóru efasemdarmenn hamförum með upphrópanir og mistúlkanir...

Norðvestur Grænlandsjökull bráðnar líka

Hér er færsla sem einnig var birt á loftslag.is Bráðnun Grænlandsjökuls, sem hefur verið að aukast á Suður Grænlandi undanfarinn áratug hefur einnig verið að aukast til norðurs eftir Vesturströnd Grænlands, samkvæmt niðurstöðum í nýlegri grein sem...

Al Gore gegn Durkin

Á Loftslag.is má sjá fjórða myndband Potholer54 um loftslagsbreytingar. Í þessu myndbandi skoðar hann mýtur sem koma fram í myndunum An Inconvenient Truth og The Great Global Warming Swindel, s.s. Gore gegn Durkin. Að hans mati er engin ástæða til að...

Climate TV - útsending í kvöld

Við fréttum fyrir skemmstu af útsendingum hjá netsjónvarpstöð sem kallar sig Climate TV , en við höldum að fyrsta beina útsendingin hefjist í nótt klukkan 1:00 að íslenskum tíma (aðfaranótt 26.mars). Við vitum í raun lítið um þessa sjónvarpstöð, annað en...

Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar?

Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið. Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin...

Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama...

Bráðnun hafíss

Áhugaverð frétt hjá mbl.is, þó sumar fullyrðingar í fréttinni stangist á við aðrar fullyrðingar hennar. Við leit að upprunalegu greininni fundum við á Loftslag.is ekki greinina sjálfa, þannig að við verðum að áætla að rétt sé sagt frá í grein Guardian...

Við minni virkni sólar

Í nýrri grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á...

Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin

Í fyrra kom út grein þar sem haldið var því fram að mikill meirihluti loftslagsbreytinga mætti tengja við El Nino sveifluna (ENSO) (McLean o.fl. 2009). Þessi grein fékk mikla umfjöllun fyrst um sinn, meðal annars á íslenskri bloggsíðu . Einn höfunda, Bob...

19. mars - Tímamót

Nú eru þau tímamót að hálft ár er liðið síðan Loftslag.is fór í loftið, sem var þann 19. september 2009. Að því tilefni ætlum við að taka saman yfirlit yfir það helsta frá þessu fyrsta hálfa ári, t.d. hvaða færslur og hvaða föstu síður hafa verið...

Vísindin hýdd

Í nýju myndbandi sem er á Loftslag.is skoðar Greenman3610 hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband