Súrnun sjávar

Þetta er mjög áhugaverð rannsókn sem vitnað er til. Þarna er verið að skoða grunn fæðukeðju sjávar. 1/6 af fæðu mannkyns er fengin úr sjónum og því eru miklir hagsmunir í húfi að þekkja þennan þátt vel. Einn þáttur sem hugsanlega getur haft áhrif á fæðukeðjuna í framtíðinni, er hin svokallaða súrnun sjávar.

Súrnun sjávar

Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað ”hitt CO2-vandamálið” (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd 
fengin af earthtrends.wri.org.

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

Þetta er hluti færslu af Loftslag.is:

Tengt efni af Loftslag.is:

 


mbl.is Huliðsheimur afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inngeislun sólar síðustu áratugi

Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 – 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn blá lína) með 11 ára 
meðatalslínu (þykk blá lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - 
TSI (þunn rauð lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk rauð lína). TSI 
frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Þessi færsla er hluti af færslunni Helstu sönnunargögn af Loftslag.is

 

Tengt efni af loftslag.is:


Áhrif loftslags á eldvirkni

Við á loftslag.is rákumst á áhugaverð viðtöl í Scientific American (upprunalega frá Reuters), þar sem meðal annars er rætt við Freystein Sigmundsson.

Þar er verið að pæla í aukinni eldvirkni í kjölfar bráðnunar jökla af völdum hlýnunar Jarðar. Þótt tilefnið sé eldgosið í Eyjafjallajökli, þá vilja menn ekki meina að það eldgos geti verið tengt hörfun jökla af völdun hlýnunar Jarðar - til þess sé jökulhettan of þunn

"Our work suggests that eventually there will be either somewhat larger eruptions or more frequent eruptions in Iceland in coming decades," said Freysteinn Sigmundsson, a vulcanologist at the University of Iceland.

"Global warming melts ice and this can influence magmatic systems," he told Reuters. The end of the Ice Age 10,000 years ago coincided with a surge in volcanic activity in Iceland, apparently because huge ice caps thinned and the land rose.

"We believe the reduction of ice has not been important in triggering this latest eruption," he said of Eyjafjallajokull. "The eruption is happening under a relatively small ice cap."

Í umfjölluninni er bent á grein eftir Pagli og Freystein um áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni, sem er áhugaverð lesning, sjá grein í Geophysical Research Letters:

Pagli C., and F. Sigmundsson 2008, Will present day glacier retreat increase volcaninc activity? Stress induced by recent glacier retreat and its effect on magmatism at the Vatnajökull ice cap, Iceland.

 Við höfum, á loftslag.is, aðeins minnst á áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni, en einnig um áhrif eldvirkni á loftslagsbreytingar, sjá:


mbl.is Fylgist með úr fjarska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitasti marsmánuður frá því mælingar hófust

Helstu atriðið varðandi hitastig marsmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir mars 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,77°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. marsmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltal 20. aldarinnar.
  • Hitastig á landi á heimsvísu var 1,36°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var sá 4. heitasti samkvæmt skráningum.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu í mars 2010, var það heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,56°C yfir 20. aldar meðaltalið.
  • Fyrir tímabilið janúar – mars var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,66°C yfir meðaltalið, 4. heitasta fyrir það tímabil.

Mars 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum.

Hitafrávik fyrir mars 2010 - Viðmiðunartímabil 1971-2000

Fleiri gröf og töflur má sjá í sjálfri færslunni á Loftslag.is:

Heimildir og annað efni:


Annar nokkuð fróðlegur vinkill

Á myndinni hér undir má sjá fróðlegan samanburð á losun CO2 frá flugi í Evrópu og Eyjafjallajökli. [Leiðrétting á myndinni hér að ofan, þar sem upplýsingarnar sem koma fram á myndinni eru rangar - hafa skal það sem sannara reynist - Sjá nýja mynd hér...

Eldgos og loftslagsbreytingar

Það fer ekki framhjá neinum að mikið eldgos er nú í Eyjafjallajökli og einhverjir fjölmiðlar eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvort þetta eldgos geti haft áhrif á loftslag, eins og sum eldgos hafa vissulega gert. Eflaust er það ótímabært að vera með...

10 mýtur varðandi orkumál

Þessar mýtur um orkumál tilheyra ekki allar umræðunni á Íslandi. Þessar mýtur eru til vitnis um hvernig umræðan erlendis er á mörgum sviðum er varða orkumál. Mýta 1 – Sólarorka er of dýr til að vera nothæf í stórum stíl Sólarpanelar sem helst eru í...

Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli

Nýr gestapistill hefur verið birtur á Lofstlag.is. Í honum fjallar Emil Hannes Valgeirsson um hafíshámarkið í ár. Byrjunina á pistlinum má lesa hér undir. ... Tvisvar á ári sýna menn hafísnum á norðurslóðum meiri áhuga en venjulega. Annarvegar er það á...

Visthæfar reikistjörnur eru sjaldgæfar

Hér fyrir neðan er þýðing á ágætum pistli eftir Dr Andrew Glick, sem að birtist áður á heimasíðunni Climate Shift . Losun á meira en 320 gígatonnum af kolefni úr jarðlögum mynduðum af fyrri lífhvolfum (þ.e. sem lífverur til forna mynduðu), hefur bætt við...

Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti

Í myndbandi Greenman3610 , öðru nafni Peter Sinclair, skoðar hann á kaldhæðin hátt rökleysur Lord Monckton. Lord Monckton hefur verið iðinn við að leggja fram fullyrðingar um að vísindin á bak við loftslagsfræðin séu röng, að engin hlýnun eigi sér stað...

Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar Í vísindum er aðeins eitt sem er betra en bein mæling, gerð í hinum raunverulega heimi, en það eru margar sjálfstæðar beinar mælingar sem allar vísa á sömu niðurstöðu. Það eru til mörg bein...

Súrnun sjávar - hinn illi tvíburi

Bloggfærsla af loftslag.is, þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar Þótt athyglin beinist mest að afleiðingum hlýnandi loftslags, þá eru aðrar beinar afleiðingar af bruna jarðaefnaeldsneytis og skógareyðingu. Meira en 30% af CO2 sem mennirnir losa,...

CO2 - áhrifamesti stjórntakkinn

Í desember síðastliðinn hélt Dr. Richard Alley frá Penn State University fyrirlestur á ráðstefnu AGU (American Geophysical Union). Fyrirlesturinn vakti mikla lukku, enda er Alley einn af virtustu loftslagsvísindamaður heims og einstaklega skemmtilegur...

Eru loftslagsvísindin útkljáð?

Hér fyrir neðan er þýðing á mýtu, sem upprunalega var birt á Skeptical Science og mun færast yfir á mýtusíðu loftslag.is innan fárra daga frá birtingu. Röksemdir efasemdamanna… Margir halda að búið sé að útkljá vísindin um loftslagsbreytingar....

Magnandi svörun

Hér virðist vera um að ræða einhverskonar magnandi svörun við hlýnun loftslags. Hvort hún er næsta stóra ógn skal ósagt látið. Magnandi svörun ( e. positive feedback ) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband