20.4.2010 | 09:06
Súrnun sjávar
Þetta er mjög áhugaverð rannsókn sem vitnað er til. Þarna er verið að skoða grunn fæðukeðju sjávar. 1/6 af fæðu mannkyns er fengin úr sjónum og því eru miklir hagsmunir í húfi að þekkja þennan þátt vel. Einn þáttur sem hugsanlega getur haft áhrif á fæðukeðjuna í framtíðinni, er hin svokallaða súrnun sjávar.
Súrnun sjávar
Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað hitt CO2-vandamálið (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.
Þetta er hluti færslu af Loftslag.is:
Tengt efni af Loftslag.is:
- Súrnun sjávar áhrif á lífverur
- Meiri súrnun minna járn
- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Súrnun sjávar eykst í Norður Kyrrahafi
- Súrnun sjávar hinn illi tvíburi
![]() |
Huliðsheimur afhjúpaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2010 | 09:01
Inngeislun sólar síðustu áratugi
Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.
Þessi færsla er hluti af færslunni Helstu sönnunargögn af Loftslag.is
Tengt efni af loftslag.is:
- NASAexplorer Hitastigið 2009 og Sólin
- Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?
- Sólvirkni og hitastig
- Geimgeislar Svensmark og hlýnun jarðar
18.4.2010 | 20:40
Áhrif loftslags á eldvirkni
Við á loftslag.is rákumst á áhugaverð viðtöl í Scientific American (upprunalega frá Reuters), þar sem meðal annars er rætt við Freystein Sigmundsson.
Þar er verið að pæla í aukinni eldvirkni í kjölfar bráðnunar jökla af völdum hlýnunar Jarðar. Þótt tilefnið sé eldgosið í Eyjafjallajökli, þá vilja menn ekki meina að það eldgos geti verið tengt hörfun jökla af völdun hlýnunar Jarðar - til þess sé jökulhettan of þunn
"Our work suggests that eventually there will be either somewhat larger eruptions or more frequent eruptions in Iceland in coming decades," said Freysteinn Sigmundsson, a vulcanologist at the University of Iceland.
"Global warming melts ice and this can influence magmatic systems," he told Reuters. The end of the Ice Age 10,000 years ago coincided with a surge in volcanic activity in Iceland, apparently because huge ice caps thinned and the land rose.
"We believe the reduction of ice has not been important in triggering this latest eruption," he said of Eyjafjallajokull. "The eruption is happening under a relatively small ice cap."
Í umfjölluninni er bent á grein eftir Pagli og Freystein um áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni, sem er áhugaverð lesning, sjá grein í Geophysical Research Letters:
Við höfum, á loftslag.is, aðeins minnst á áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni, en einnig um áhrif eldvirkni á loftslagsbreytingar, sjá:
- Eldvirkni og loftslag - um áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni
- Eldgos og loftslagsbreytingar - um áhrif eldvirkni á loftslagsbreytingar
![]() |
Fylgist með úr fjarska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 14:00
Heitasti marsmánuður frá því mælingar hófust
Helstu atriðið varðandi hitastig marsmánaðar á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir mars 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,77°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. marsmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltal 20. aldarinnar.
- Hitastig á landi á heimsvísu var 1,36°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var sá 4. heitasti samkvæmt skráningum.
- Hitastig hafsins á heimsvísu í mars 2010, var það heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,56°C yfir 20. aldar meðaltalið.
- Fyrir tímabilið janúar mars var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,66°C yfir meðaltalið, 4. heitasta fyrir það tímabil.
Mars 2010
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum.
Fleiri gröf og töflur má sjá í sjálfri færslunni á Loftslag.is:
Heimildir og annað efni:
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig árið 2009
- NOAA mars 2010
- Tag Hitastig
16.4.2010 | 22:36
Annar nokkuð fróðlegur vinkill
Vísindi og fræði | Breytt 25.4.2010 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
16.4.2010 | 10:14
Eldgos og loftslagsbreytingar
15.4.2010 | 08:58
10 mýtur varðandi orkumál
14.4.2010 | 13:08
Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli
13.4.2010 | 11:13
Visthæfar reikistjörnur eru sjaldgæfar
12.4.2010 | 09:33
Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti
11.4.2010 | 16:27
Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
9.4.2010 | 10:47
Súrnun sjávar - hinn illi tvíburi
8.4.2010 | 20:52
CO2 - áhrifamesti stjórntakkinn
7.4.2010 | 19:37
Eru loftslagsvísindin útkljáð?
6.4.2010 | 21:09