Hefur Jörðin kólnað?

Við erum með nýtt myndband á Loftslag.is úr smiðju Potholer54. Þar fjallar hann um þá mýtu sem stundum kemur fram í umræðunni, að Jörðin hafi kólnað síðan 1998, ásamt því hvort aðrar plánetur hafi hlýnað eða ekki. Mikilvægi heimilda er honum einnig ofarlega í huga nú sem áður. Eftirfarandi er hans eigin lýsing á myndbandinu:

Þetta myndband skoðar hvort aðrar plánetur séu líka að hlýna og hvort að internet-mýtan um að NASA hefi rakið hlýnunina beint til sólarinnar sé rétt. Í þessu myndbandi mun ég skoða mikilvægi heimilda – það að rekja heimildirnar til upptakana og fullvissa sig um trúverðugleika þeirra. Ég get heimilda minna í myndbandinu. Heimilda er einnig getið í öllum myndböndunum í röð myndbanda um loftslagsmál hjá mér. Þessi myndbönd eru ekki persónuleg skoðun eða mín eigin kenning; ég er ekki loftslagsvísindamaður eða rannsóknaraðili og ég hef engar forsendur til að gera annað en að greina frá hverju alvöru loftslagsvísindamenn hafa komist í raun um með rannsóknum sínum. Það er því engin meining í því að vera ósammála mér. Ef þér líkar ekki niðurstaðan, taktu það þá upp við rannsóknaraðilana sem ég get í heimildunum. Ef ég hef gert einhver mistök í því að segja frá þeirra niðurstöðum, þá er um að gera að benda mér á það og ég mun með ánægju leiðrétta það. Ef þú telur þig vita betur en sérfræðingarnir, skrifaðu þá grein og fáðu hana birta í virtu, rit rýndu vísinda tímariti.

Já, svo mörg voru þau orð hjá honum. Önnur myndbönd Potholer54 sem við höfum birt má nálgast hér. Myndbandið er svo hægt að sjá í sjálfri færslunni af Loftslag.is - Hefur Jörðin kólnað?


Miklar sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði

Science_12_februaryFyrir stuttu kom út grein, í tímaritinu Science, sem gæti breytt ýmsum hugmyndum sem menn hafa haft um sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði Ísaldar.

Nákvæmar mælingar dropasteinum, í hellum á Majorka (e. Mallorka) sýna að sjávarborð hefur staðið mun hærra en áður var talið fyrir 81 þúsund árum – jafnvel hærra en sjávarborð er í dag. Þessar niðurstöður eru taldar geta kollvarpað hugmyndum vísindamanna um það hvernig jökulbreiður (e. ice sheet – t.d. jökulbreiða Suðurskautsins) vaxa og minnka við loftslagsbreytingar.

Breytingar í sjávarstöðu hafa verið notaðar til að rekja sveiflur í stærð jökulbreiða – en við framrás þeirra frá því á síðasta hlýskeiði, fyrir 125 þúsund árum og fram til hámarks síðasta jökulskeiðs, lækkaði sjávarstaðan stöðugt (með nokkrum sveiflum þó). Á síðasta hlýskeiði var sjávarstaða svipuð og hún er í dag en á hámarki síðasta jökulskeiðs var sjávarstaða um 130 m lægri en hún er í dag.  

Thumb_hellirÞessar rannsóknir, á dropasteinum í hellum Majorka, sýna að fyrir um 81 þúsund árum, þá hækkaði sjávarstaða skart og fór allt að einum metra uppfyrir núverandi sjávarborð.

Við fjöllum um þessa merkilegu grein á loftslag.is sjá: Miklar sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði


Tíðni sterkra storma á Atlantshafi

climate_2010_10-i1Fjöldi sterkra storma í Vestur Atlantshafi gæti tvöfaldast við lok aldarinnar, á sama tíma og heildarfjöldi allra storma minnkar, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á aukningu á styrk fellibylja, en vísindamönnum hefur nú tekist að þróa líkön sem líkja eftir stormum af styrk 3 eða hærri (sjá skilgreiningu á styrk fellibylja), sem gerir þeim kleift að spá fyrir um storma á þessari öld.

Nánar má lesa um málið á loftslag.is, sjá: Tíðni sterkra storma á Atlantshafi


Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?

Röksemdir efasemdamanna…

Ís á Suðurskautinu er að aukast, ef að það væri að hlýna þá myndi hann minnka. Línurit sýna að hann hefur farið stöðugt vaxandi á sama tíma og hann minnkar á Norðurskautinu.

Það sem vísindin segja…

 Á meðan jökulbreiðan þykknar á hálendi Austur Suðurskautsins, þá er jökulbreiða Suðurskautsins í heild að minnka og á auknum hraða. Hafís umhverfis Suðurskautið er aftur á móti að aukast þrátt fyrir hlýnun Suðuríshafsins.

Það er mikilvægt að halda því til haga að það er munur á ís á landi, jökulbreiðunni á Suðurskatutinu (e. ice sheet) og hafís (e. sea ice). Flestir gera sér grein fyrir þeim mun, en oft sést þó að menn rugla því saman þegar verið er að ræða Suðurskautið.

Í stuttu máli þá er staðan þannig með Suðurskautið:

  • Jökulbreiða Suðurskautsins er að minnka og sú minnkun er með auknum hraða
  • Hafís umhverfis Suðurskautið er að aukast, þrátt fyrir hlýnun Suður Íshafsins

Nánar má lesa um ísinn á Suðurskautinu á heimasíðu loftslag.is: Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?


Rannsókn á svokölluðu Climategatemáli

Opinber rannsókn í hinu svokallaða climategatemáli er hafin. Sérfræðingar, undir forystu Sir Muir Russell, munu rannsaka hvers vegna tölvupóstar frá CRU höfnuðu á netinu. Þeir munu einnig athuga hvort hægt sé að finna gögn í tölvupóstunum um að...

Nokkur einföldun

Það verður að segjast eins og er að þetta virðist vera nokkur einföldun í þessari frétt hjá mbl.is. Vissulega stjórnast veðurfar að miklu leiti af El Nino í Ameríkunum tveimur og nánast allar sveiflur í þurrkum og flóðum má hæglega tengja við El Nino....

Skýrsla um kostnað við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum

Vegna fyrirsagnarinnar, þá er rétt að benda á að orðið freðhvolf er þýðing á enska hugtakinu Cryosphere, sem er samheiti yfir frosið vatn, þ.e. jökla, hafís, sífrera og annars konar ís á og í yfirborði jarðar. Út er komin skýrsla á vegum Pew...

Endurnýjanleg orka - Lausn mánaðarins

Nú hefur góðkunningi okkar af YouTube Greenman3610 komið með nýtt myndband. Ekki nóg með að myndbandið sé nýtt heldur hefur hann í þessu myndbandi byrjað að skoða nýjan vinkil á umræðunni. Hingað til hefur hann aðallega tekið fyrir mýtur og ýmsa umræðu...

Hálfrétt hálffrétt

Það er gott og vel að Morgunblaðið flytji fréttir af loftslagsmálum og hvað sé að gerast í þeim heimi öfgafrétta, þar sem einn spáir heimsendi vegna hlýnunar loftslags og aðrir halda því fram að það sé að kólna. En það er þó hægt að setja spurningamerki...

Nýr gestapistill - Hin stuttu tímabil hlýnunar

Okkur langar bara að auglýsa nýjan gestapistil á Loftslag.is , þar sem Emil Hannes Valgeirsson, bloggari og grafískur hönnuður krefur til mergjar hin stuttu tímabil hlýnunar. Til að fræðast nánar um þessa nálgun hans á málinu, má smella á tengilinn hér...

Hitahorfur ársins 2010

Fyrst er kannski rétt að geta þess að sá El Nino sem er núna í gangi er ekki talin sérstaklega sterkur og alls ekki eins sterkur og sá sem var 1998 þegar síðast mældist svona hár hiti í lofthjúpnum. En það eru margir þættir sem áhrif á hitastig í...

Heit málefni

Það er ekki ofsögum sagt að margt sé í gangi núna í loftslagsumræðunni og reyndar ómögulegt að fylgjast nógu vel með, til að halda því öllu til haga. Í pistli á Loftslag.is er minnst á nokkur atriði, til að mynda IPCC og Pachauri - CRU og Climategate...

Gestapistill og ný frétt

Okkur langar að vekja athygli á 2 nýjum færslum á Loftslag.is. Fyrst skal nefna nýjan gestapistil eftir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing, og nefnist pistill hans Trúverðug 10 ára veðurfarsspá? - Þar er kynntur til sögunnar einn hinna ungu...

Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?

Fyrir stuttu var ritstjórum Loftslag.is boðið að gerast þýðendur fyrir síðuna Skeptical Science . Eins og eflaust einhverjir hér vita þá er það síða sem sérhæfir sig í að greina röksemdir efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum og skoða hvort...

Viðburðir tengdir loftslagsmálum

Á Loftslag.is , er viðburðadagatal sem ekki hefur fengið mikla athygli hjá okkur hingað til. En ef vel er athugað má sjá viðburðina neðst í hliðarstikunni til hægri á Loftslag.is . Okkur langar að vekja sérstaka athygli á ákveðnum fyrirlestri, sem við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband